Vísir - 08.03.1915, Qupperneq 4
V ( S I R
Dagbókarblöð
k'aattborðssYeinsins
eftir Leó Tolstoj.
---- Frh.
»Þú ert græningi! — Eg hefi
«lls ekkert gert á hluta þinn«.
Nu var farið með þá í sitt her-
bergið hvorn. Nechljudow og furst-
inn voiu allgóðir vinir orðnir.
»Farðu«, mælti Nechljudow, »og
reyndu að koma fyrir hann vitinu,
gerðu það, í guðanna bænum*.
Furstinn gerði það og Langur
ansaði: »Eg er hvergi hræddur.
Eg held að eg fari ekki að krjúpa
og tjá mig fyrir þessu stæriláta
flóni. Og er útrætt um það«.
Þeir kýttu svo um stund.
Þá fór Langur og kom eigi til
okkar síðan.
En hvernig sem þau mál, hafa
lokist, þá var hann óeirðarseggur
og kappsmaður mikill, þ. e. a. s,
Nechljudow, en æði var hann mis-
sterkur á svellinu. Eg man eink-
um eftir einum viðburði, sem sýnir
að hann var of léttur í taumi.
»Áttu nokkra vinkonu hérna í
borginni*, sagði furstinn einu sinni
við hann.
»Enga«.
»Hvað segirðu? Enga?
»Til hvers«?
»Hvað áttu við? Til hvers«?
»Svona er eg nú kominn á þenna
dag — og hví skyldi það ekki
duga áfram«?
»Heyrið þið: »kominn svo á
þenna dag«. Ómögulegt«!
Og furstinn rakj. um leið upp
mesta tröllahíátur, og maðurinn með
mikla granaskeggið líka. Þeir spott-
uðu hann mjög.
»Jæja — aldrei« ? — sögðu þeir.
»Aldrei«.
Þeim lá við að springa af hlátri.
Eg sá skjótt hvað á seiði var og
hví þeir hlógu. Eg hugsaði með
sjálfum mér: »Hvað ætlar úr þessu
að verða«?
»Eigum við að koma á staðinn«?
sagði furstinn.
»Nei, ekki fyrir hvern mun«,
ansaði Nechljudow.
»Og komdu! Það er gaman«,
sagði furstinn. »Eigum við að
koma«?
Þeir óku af stað.
Milli kl. 12 og 1 komu þeir
aftur. Þeir settust að kvöldverði
og voru margir saman, fjöldi tig-
inna manna. Þar var Atanow, Rasin
fursti, Schustach greifi, Mirzow o. fl.
Allir óskuöu Nechljudow til ham-
ingju, og flissuðu.
Þeir kalla til mín og eg sé, að
eitthvað muni hafa við borið, er
mark sé að og sem kæti þá svona
úr hófi fram.
•Óskaðu honum til hamingju«,
sögðu þeir.
»Til hamingju — af hverju« ?
spyr eg. Eg vissi hvorki upp né
niður, en hlýddi þó.
»Leyfist mér að óska yður til
kamingju«, mælti eg.
Hann setti sótrauðan, og hlátur-
inn og sköllin ómuðu umhverfis
hann, Frh.
,5) outo1
Jct aS Ul £ e \ t fi m
ma\s»
C Zimsen.
Leiðrétting.
____ i
Eftir rannsókn á málinu um
meðferð hreppsnefndar Ytri-Akra-
neshrepps á vitskertu stúlkuuni 1
er rætt var um í „Vísi“ í vetur, I
í 1259. tölublaði, undir dularnafn-
inu „Hákon“, höfum vér komist
að raun um það, að ámæli grein-
arinnar um téða hreppsnefnd að
því er illa meðferð á stúlkunni
snertir, |er sem betur fer, ekki á
rökum bygð. Stúlkan var að vísu
í kjallara, sem ekki hafði verið
búið í áður, en það stafaði af
því, að stúlkan var svo óð, að
hvergi var hægt að fá annað hús
næði fyrir hana, og er kólna tók
til muna í veðri, lét hreppsnefnd-
in láta ofn í kjallarann og hafði
ætíð gæslumenn yfir stúlknni.
það var ekki tilgangur vor með
greinni, að sverta hreppsnefndina
eða gera henni rangt til, og tök-
um því með ánægju til leiðrétt-
ingar öll ummæli um nefnda
hreppsnefnd að því er illa með-
ferð á stúlkunni snertir og höf-
um fallist á að greiða nokkra
upphæð til stúlkunnar, þar sem
það var eingöngu hennar vegna «
að vér skiftum oss af málinu,
auk áfallins kostnaðar er leitt hef- ;
ir af máli þessu, og er þar með
þessu máli lokið.
Greinina um meðferð stúlkunn-
ar ritaði áreiðanlegur maður hér
í bænum og kvaðst hann hafa c
fulla víssu fyrir því að rétj væri 1
skýrt frá í greininni, enda þótt jj
vér hefðum ávalt reynt þenna
mann að stökum áreiðanleik og
samviskusemi, bíðum vér þó með
að birta greinina, þar sem hún
var afar-harðorð, þangað til vér
höfðum átt tal við 2 menn, sem
þóttust vera máli þessu kunnug-
ir og var annar þeirra af Akra-
nesi. þar sem þessum mönnum
bar í öllum aðalatriðum saman
við greinina, birtum vér hana, en
hér hefir farið sem oftar, að
margt er orðum aukið og rang-
fært í meðferðinni á langri leið.
Oss hafa þótt þau málalok
æskilegust, að stúlkan sjálf nyti
góðs af máli þessu, og það því
fremur, sem hún á engan að.
Vér vonum að allir Kunni þess
um málalokum vel.
Nýr smáupsi
fæst á fisksölutorginu í dag.
ÞRÁTT FYRIR VERÐHÆKK
UN Á EFNI, SELUR
EYV. ÁRNASON LANG-
ODÝRASTAR, f SU
VANDAÐASTAR 1-1IV-
FEGURSTAR kÍStlir,
LÍTIÐ Á BIRGÐIR MÍNAR OG
sjáið mismuninn
ÁÐUR EN þÉR FESTIÐ KAUP
ANNARSSTAÐAR. TALS. 44.
A Laugavegi 24
er best að kaupa:
KÁPUR, KJÓLA, KARLMANNS-
FÖT og PRJÓNAFATNAÐ.
Hafið þetta hugfast.
Saumastofan mælir með sór sjálf.
Tennur
eru tilbúnar og settar inn, bæði
heilir tanngarðar og einstakar
tennur,
á Laugaveg 31, uppi.
Tennur dregnar út af lækni dag-
lega kl. 11 — 12með eða án deyf-
ngar.
Viðtalstími 10—5.
Sophy Bjarnarson.
Ábyrgðin
kvæði eftir M. Gíslason, fæst i
bókaverslunum Sigf. Eymunds-
sonar, Sigurðar Kristjánssonar og
á afgr. Vísis.
Kostar 10 aura.
Ký m n i.
A. : Sem stendur borða eg fjandi
lítið.
B. : Svo o. Hafið þér mist mat-
arlystina ?
A.: Nei — en lánstraustið.
Maisbaunir og maismjöl er
best að kaupa hjá
Jóni frá Vaðnesi.
Danskt rúgmjöl kom með
Vestu til
Jóns frá Vaðnesi.
«vamnwiiiiií.iiTjaii ~ 11 ——bjm——m———mmmmmmtmm
Margarine er ódýrara en
annarsstaðar, þar á meðal marga-
rineð »Island«,
hjá Jóni frá Vaðnesi.
Kandis, melis kassa og toppa,
strausykur og púðursykur getu
hver fengið eftir vild hjá
Jóni frá Vaðnesi.
N ú er best að kaupa munntó-
bak og neftóbak hjá
Jóni frá Vaðnesi.
Hjón einhvers staðar ofan úr
sveit hafa keypt sér mat á veitinga-
húsi.
Hann : Nei, Iíttu á, góöa mín !
Það eru flugur í súpunni. Við verð-
um að finna að því viö skutul-
sveininn.
Hún: Æ, nei. Það er ekki vert.
— Þær eiga máske að vera þar, og
þá gerum við okkur hlægileg að
vera að rekast nokkuð í því.
V I N N A
G ó ð stúlka óskast i góða vist,
nú pegar. Afgr. v. á.
S t ú I k a óskast nú þegar til
14. maí. Uppl. á Njálsgötu 15
(niðri).
kaupskapur
1 H ÚSNÆÐI m
m 2x5;
Barnavagn til sölu. Afgr.
v. á.
A k k e r i s f e £ t i, 15 faðma
löng, góð og ógölluð, ummál
hlekksins c. 20 cm., óskast til
kaups. Afgr. v. á.
O r g e I óskast keypt. Afgr,v.á.
2 blöð af .Sunnanfara.
Nr. 6 af I. árg. og nr. 4 af V.
eru keypt háu verði á Bergstaða-
stræti nr. 23.
T i l I e i g u öll neðri hæð í húsi
Guðm. Jakobssonar.
3 rúmgóðar stofur og eld-
hús óskast til leigu 14. maí. Leiga
borguö fyrir fram hvern mánuð, ef
óskað er. Afgr. v. v.
2—3 herbergi og eldhús
óskast leigt 14. maí. Afgr. v. á.
TAPAÐ — FUNDIÐ
Sá, sem tók í misgripum mó-
rauða oturskinnshúfu í gær í K.
F. U. M., geri svo vel að vitja
sinnar á Hverfisgötu 89.
Tóbaksdós fundin, vitjist á
Afgr. Vísis.
Herbergi
með húsgögnum óskast lil leigu
nú þegar til aprílmánaöai loka,
í miðbænum.
Björn Guðmundsson,
Aðalstrsetl 18.
Prentsmiðja Sveins Oddssonar.