Vísir - 12.03.1915, Side 3

Vísir - 12.03.1915, Side 3
V 1 S I R trausti s<nu á þeim, sem góðum og nýtum samlagsmönnum. Tillagan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. í sambandi við hana þökkuðu þau Þuríður Sigurðardóttir og Felix Guðmunds- son, hvort fyrir sitt leyti og fyrir hönd nefndarinnar, bseði körlum og konum fyrir ágætt samstarf og styrk við hlutaveltuhaldið. 8. Önnur tillaga frá formanni lögð fram og samþykt án frekari umræðu: »Fundurinn felur stjórn samlags- ins að ráða gjaldkera fyrir yfirstand- andi ár og semja um þóknun handa honum*. (Helgi Árnason safnahúsvörður er nú gjaldkeri þess). 9. Þá talaði formaður nokkur orð viðvíkjandi gjöf Br. H. Bjarna- sonar kaupm., og lagði fram svo- hljóðandi tillögu, er samþykt var með öllum atkvæðum: Fundurinn tjáir kaupm. Br. H. Bjarnason bestu þakkir fyrir hina veglegu gjöf hans til samlagsins H. f. m., og kýs samlagið hann, sem heiðu.sfélaga upp frá þessu. 10. Talað var um pað, að há- marksgjald þeirra, sem í félagið fá að ganga, væri of lágt og úti- lokaði því allmarga góða starfs- krafta og styrktarmenn frá að ganga í samlagið og" styrkja það. Ottó Þorláksson bar fram svo- hljóðandi tillögu, er samþykt var með öllum greiddum atavæðum ettir nokkrar umræður: »Fundurinn felur stjórninni að reyna að fá breytt sjúkrasambands- lögum landsins i þá átt, að árs- tekjur samlagsmanna megi fara fram úr hámarki því, sem nú er ákveðið þannig, að þær megi vera alt að 600 kr. hærri, en núgildandi lög ákveða«. 11. Steindór Björnsson lagði fram svohljóðandi tillögu : »Fundurinn felur stjórninni fram- vegis að ráða aðeins einn eða tvo af læknum samlagsins, til þess að skoða nýja umsækjendur í samlag- ið, og ef þörf gerist að hækka borg unina til læknirsins, svo betri trygg- ing fáist fyrir því, að meðlimir séu fullhraustir er þeir ganga í sam!agið.« Voru flestir á, að þetta væri ekki tímabært mál, þar eð samningar væru gerðir við Iæknafélagið fyrir yfir- standandi ár og ýmsir fleiri ann- markar við það. Því samþ. að fresta rnálinu. v v 12. Samþ. að strika út 3. kr. 35 a. úr saml.reikn. sem ófáanlegar. samkv. till. formanns. Fieira ekki gert. (Tekið eftir fundarbók samlagsins). Útdráttur úr reikningi Sjúkra- saml. Reykjavíkur 1914. Gjöld : Dagpeningar kr. 777,70 Til sængurkveuna — 170,00 Á sjúkrah. og heilsuh. -- 1024,40 Til lækna - 2011,89 Fyrir lyf — 1496,65 Böð - 9,75 Reksturskostnaður — 416,34 5906,73 Tekjuhallinn á árinu var kr. 350, 94. Þó áskotnaðist því auk ið- gjalda frá samlagsmeðlimum kr. 1712,43 fyrir hlutaveltu, skemtun og gjafir. Úr skýrslu samfagsins. Tala samlagsfélaga 31. des. 1914, er hluti greiða, var 390. H'utlausir félagar 28. Tala sjúklinga er veitt var læknis- og meðalahjálp á árinu var 260 (þar af 8 böru er iegið höföu á sjúkrahúsi). Veikindadagar þessa fólks voru ! 1354. i Úr samlaginu gengu á árinu 10 j meðlimir, er fluttu burtu, þar á með- | al 1 dáið. í félagið bættust á árinu 144 hluttækir meðlimir. * fcöattvenfl H ÓLAFUR LÁRUSSON yfirdómslögm. Pósthússtr. 19. Sími 215. Venjulega heima kl.ll—12 og 4—5 Tinri—■ ■iui— ——!■ ■»m ii ■ Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aöalstiæti 6 (uppi)^ Verijul heima kl. 12-1 og 4-6 síðd, Talsíml 250. Bjarni Þ. Johnson yfirdómslögmaður, Sími 263. Lækjargötu 4. Heima 12—1 og 4—5. GUÐM. ÓLAFSSON * yfirdómslögmaður. Miðstræti 8 Sími 488. Heima kl. 6—8. Ábyrgðin kvæði eftir M. Gíslason, fæst i bókaverslunum Sigf. Eymunds- sonar, Sigurðar Kristjánssonar og á afgr. Vísis. Kosfar 10 aura. Líkkistur fást með öllum vanalegum htum at ýnisri gerð, einnig úr eik, slétiar eða skornar ef óskað er. Helgi Helgason, Hverfisgötu 40 (aður 6). Sími 93. Det kgl octr Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nielsen. ODYRASTAR, VANDAÐASTAR og FEGURSTAR "F)RÁTT fyrir VERÐHÆKK UN Á EFNI, SELUR EYV. ÁRNAS0N LANG- Lík- kistur LÍTIÐ A BIRGÐIR MINAR OG sjáið mismuninn ÁÐUR.ÆN þÉR FESTIÐ KAUP ANNARSSTAÐAR. TALS. 44. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur, á Laugaveg 31, uppi. Tennur dregn-ir út af lækni dag- lega kl. 11 — 12 með eða án deyf- ngar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnarson. 9 A Laugavegi 24 er best að kaupa: KÁPUR, KJÓLA, KARLMANNS- FÖT og PRjÓNAFATNAÐ. Hafið þetta hugfast. Saumastofan mæl r með sér sjáif. langmestar byrgðir, ait vönduð vinna Skólavörðustíg 22. Matthías MatthL*sson, Sími 497 Massage-iæknir Gruðm. Pétursson Garðastræti 4. Heima ki. 6—7 e. h. Sími 394. Voroghaust i. »Vorið góða, grænt og h!ýtt«, var komið, og hafði ráðið ríkjum nokkrar vikur. Sunnan-blævindurinn hafði kyst burtu snjóinn af vöngum fjalUhlið- arinnar, og lækirnir sýndu öll fagn- aöartárin, sem þau höfðu felt, þeg- ar þau fundust, sunnan-blævindur- inn og fjallshlíðin. Og lækirnir voru svo ánægðir yfir fölskvalausu ástinni, er þau báru hvort til annars. Þeir flýttu sér ofan eftir svo glaðir og ánægð- ir, því sjórinn varð að vita, hvaö þau ynnust hugástum, fjallshlíðin og sunnan-blævindurinn og hvað hún hefði lengi þráð komu hans. Fuglarnir voru komnir. Þessir gömlu og langþráðu vor- boðar. Því þegar fyrsta ióukvakið berst um lóftið, vita allir, að vorið er nálægt. Og fuglarnir sungu sigursöngva sína, kátir og ánægðir, vekjandi og heillandi eins og þeir eru vanir. Þessa gömiu gleðisöngva, sem eru þó altaf jafn nýir, þótt þeir hafi ekki hljómað heilan, langan is- ienskan vetur. Og þeir eru þakkarljóð til hans, er gefið hafði þeim kraftana og flugið, svo peir mættu ennþá einu sinni heilsa fjöllunum fagurbláu, og dölunum yndislegu, heima á ættjörðinni. En fuglarnir þurftu að leita uppi æskustöðvarnar, Þar hljómuðu söngvarnir best, fanst þeim, þar var þeim léttast um að syngja og þar var bergmálið skærast. Þar höfðu þeir fyrrum sofnað svo ánægðir, við vögguljóðin henn- ar mömmu, þegar kvöldsólin lék á haföldunni, og varpaði guilrauðum bjarma yfir hreiðrið í mónum. — ------Túnin voru orðin iðjagræn, og mennirnir — þessar verur, sem altaf eiga í stríði við náttúruna, en sigra aldrei — voru vaknaðir með nýju fjöri og kröftum, til þess að byrja starfið. Byrja sama starfið — hefja sama siríðið, undir sömu leiðarstjörnunni, er ijömaði út við sjóndeiidarhring- inn á hverju vori, þegar fuglarnir komu »með fjaðraþyt og söng*. Sást þar við og við, en hvarf svo að öllum jafnaði, þegar fugl- armr flokkuðust til suðurfarar og skammdegishríðatnar tóku alt hers- höndum. — Það var sunnudagur — sól og þýður andvari — í öndverðum júlí- mánuði. H a n n hafði farið á fætur fyrir allar aldir um morguninn, og ráf- að upp í fjallshlíðina. Hann þurfti að hafa næði, því í dag ætlaði hann að yrkja kvæði til unnustu sinnar. Hann átti von á henni seinni hluta dagsins, og þá ætlaði hann að lesa kvæðið fyr- ir hana. Það hafði hann aldrei þorað áður. Og þó geymdi litla ljóðabókin hans skrifaða fjöldann allati af smákvæð- um, sem hann hafði kveöið um hana á ýmsum tímum, En það mátti hún hvorki sjá né heyra, fyrst um sinn. Þegar þau yrðu eldri, gætu þau stytt sér stund- ir við að nfja upp gamlar minn- ingar, með því, að fara til fyrstu kvæðanna hans. Og þá gætu þau hlegið að viðvaningsgerðinni og hugsjónafluginu. Pegar hann væri orðinn skáld, mætti hún heyra og sjá alt þess háttar. En í dag þyrfti hann að yrtcja fuilorðinslega. í dag átti hann að vera skáld, og kveðja unnustuna með ijóði. En hann átti ekki eins hægt meö að kveða, eins og svo mörgum sinn- um áður. Hugmyndirnar streymdu fram í huga hans eins og árniður, en hann gat ekki felt þær saman, eins og honum þótti best fara. Og svo var það svo margt, sem snerist saman í huga hans. Fortíð og framtíð léku þar, toguðust á um sjálfstæði hugsana hans, svo að hann átti bágt með að finna nokkra samanhangandi heild. Seinast varð það fortíðin, með öllum sínum minjablómum, er náði honum á vald sitt. Frh.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.