Vísir - 14.06.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 14.06.1915, Blaðsíða 1
Utgefaadi: H LjU T A F E L A G. Ritstj. ANDRES BJÖRNSSON SÍMI 400. V Skrifstofa og afgreiðsla í H ó t e I 1,8 I a n d . SÍMI 400. 5. árg Mánudaginn 14. juní SSl5. 184. tbi. GAMLA BlO^gj^SgiS Ást og systurumhyggja. Framúrskarandi góður sjónleikur í 3 þáttum skreyttur edlilegum litum. Aðalhlutverkið leikur hin unduríagra leikkona Mme Robine. AÐ efni og útbúnaði er mynd þessi aðdáanlega falleg og jafn skemtileg fyrir eldri sem yngri. — Verð hið venjul. « » £1 Vanan fiskimann vantar á <11 a mótorbát § 3 «. ^ sem stundar línufiskveiðar á Eyjafirði. Afgr. vísar á. Símskeyti frá fréttaritara Vísis. Khöfn 13. júní. Sókn Þjóðverja í Galiciu er nú að mestu stöðv- uðj Rússar hafa unnið sigur við Dnjestr. Húsabyggingar. nii. Hvernig á að haga grjótmuln- ingnum? Til þess að verkið geti gengið þolanlega og varan verði ekki alt of dýr, þá þarf að nota vélar til þess að mala grjólið í. Vélunum þarf að koma fyrir á hag- anlegum stað, og til þess að frain- kvæma verkið, þarf ýmsan útbún- að og áhöld, sem þar til heyra. Þetta kostar alt talsvert fé, og er því ekki að búast við, að einstak- lingar geti ráðið við það — ailra síst fátækir steinsmiðir eða þeir, sem á grjótmulningi lifa. Bæjarfélagið ætti að eiga áhöld- in og útbúnaðinn, sem útheimtist til þess, að framkvæma verkið. Bæj- arstjórnin ætti að standa fyrir verk- inu eöa vera vinnuveitandi. Hún ætti að láta vinna að þessum fram- kvæmdum þann tíma ársins, þegar minst er atvinna í bænum. Fátækir barnamenn ættu að sjálfsögðu að sitja fyrir vinnunni, ef þeim byðist ekki annað betra. Á þennan hátt — með þessu fyrirkomulagi gæti bæjarstjórnin unn ið bæjarfélaginu þarft verk. Hún gæti þannig slegið tvær flugur í ■ einu höggi: gefið atvinnuiausum bæjarbúum tækifæri til þess, að j Vlnna fyrir sínu daglega brauði, og enn fremur stuðlað að því, að bæj- arbúar ættu hægara með að byggja viðunandi hús yfir höfuðið á sér — að húsagerðin yrði ódýrari eða viðráðaniegri. En hvað er þá hægt að gera til þess, að menn geti keypt sandinn og mölina skaþlegu verði? Hvernig á að afla og draga að bænum þessi byggingaefni? Hvernig á að haga vinnunni? Minst hefir verið á það áður, að vinnulagið við þennan aðflutning er ótækt, eins og það hefir tíðkast hér. Það veldur ait of mikilli tírna- og kraftaeyðslu. Lítill vafi virðist vera á því, að vel mætti gera þetta húsaefni ódýr- ara, ef annari aðferð væri beitt við að draga það að bænum. Það þarf að hafa annað fyriikomuiag á að- flutningunum, það þarf að breyta vinnuiaginu. Vér viljum setja hér fram eina uþpástungu, er oss hefir hugkvæmst og væri gott ef menn vildu athuga hana nánar. Það er vitanlegt, að góðar sand- námur eru við sjóinn víða í grend við bæinn eða nokkuð fyrir utan hann, þar sem ekki þarf að sópa honum upp með iúkunum, heldur er hægt að moka honum upp með skóflum viðstöðulaust, með því, að hann er þar í þykkum lögum — ríkuiegum mæli. Þaðan ætti að flytja sandinn til bæjarins, og geyma hann á hentugum stöðum í bænum þar til hann yrði notaður steypu. Tit þess að flytja sandinn til bæj- arins ætti að hafa stóra flatbotnaða báta — sem tækju mikið og auð- velt væri að tæma. Þessa flutn- ingakassa ættu vélbátar að draga, og ætti að vera liægt, að leggja þeim að hvaða bryggju sem er; gætu menn þá affermt þá í ýmsutu : hlutum bæjarins svo að flutningur- j inn á vögnum, yrði sem stystur fyrir þá, sem keyptu sandinn. — Sömu tilhögun ætti að hafa við flutning á mölinni, sem notuð er í steinsteypuna. Þykir oss víst, að miklu betra verklag yrði á vinn- unni, ef þetta fyrirkomulag væri haft, og hún sett í rétt kerfi. Mundi það þá spara bæjarmðnnum marga peninga og veita mörg þægindi. Að öllu vei athuguðu virðist oss svo, sem það væri heppilegast og rétlast, að bæjarstjórnin tæki einnig þetta mál að sér og sæi um fram- kvæmdir á því. Þessi verk mætti vinna á hvaða tíma árs sem er, að því er vér hyggjum, og væri þá einmitt heppi- Iegt og notadrjúgt að viða að bæn- um byggingarefnum þegar lítið er um atvinnu aðra. Bærinn þyrtti að kaupa þau á- höid, sem nota þyrfti við fram- kvæmdir verksins, en til þess að fá kostnaðinn borgaðan, sem af þessu WYJA BiO Ognir frumskógarins. Sjónl. í 2 þáttum, 50 atr. Fjöldi viltra dýra, Ijóna og tígra, er með í leiknum. Sjást þar Ijónaveiðar og flótti ungrar stúlku undan blóð- þyrstu Ijóni. leiðir, þá gæti hann selt mönn- um af vörubirgðum sínurn, saudinn og mölina, með sanngjörnu verði, þegar þeir þyrftu á því að haida. í næsta kafia, sem mun verða hinn síðasti, skulum vér minnast nokkuð á vinnubrögðin og verk- lagið við húsabyggingar hér, og gera þær athugasemdir, sem oss þykir sanngjarnt og eftir þeirri þekkingu, sem vér höfum á þeim hlutum. BÆJARFRETTIR Afmœii í dag júníana Stefánssdóttir ungfrú Afmæli á morgun. þórarinn Sæmundss. mótoristi. Kristj. Gíslas. kpm. Sauðárkrók Ingvar Benediktss. skipstj. Halld. Gunnlögss. umboðssali Ólafur Magnúss. ljósmyndari Tómas Eyvindss. verkam. Ármann Jónsson trésmiður Sig. Gunnarsson járnsmiður Jóhanna Proppe húsfrú Valgerður Benediktss. húsfrú Sigíús Guðmundss. verslm. Einar Jónsson prentnemi Ragnar Gunnarsson verslm. Jón þorvaldss. læknir Hesteyri Sig. Jensson prestur Flatey Matth. Eggertss. presturGrimsey Afmæliskort fást hjá Helga Árnasyni, Safna- húsinu. Veðrið í dag. Vm. loftv. 770 logn it 8,0 Rv. (1 770 s. gola U 10,3 íf. i t 764 s. kaldi U 11,5 Ak. U 767 s. kaidi il 13,0 fi r. it 732 logn ii 14,5 Sf. tt 767 íi 15,7 Þh. tt 773 v. gola Lí 8,7 Hjúskapur Ungfrú Ástríður Á. Sigurðard. og Geir Magnússon, gefin saman í hjónaband 12. júní. Framh. á 4 síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.