Vísir - 14.06.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1915, Blaðsíða 2
V I S i K VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 12-2. Sími 400.— P. O. Box 367. Brynj Björnsson tannlæknir. Heima kl. 10—2 og 4—6. h'verfisgötu 14. Reykjavík. Ö 11 tannlæknisverk framkvæmd. Tennur búnar til og tanngarðar af öllum gerðum. Kaflar úr lýsingu Vesturheims- manns á Þjóðverjum í Belgíu. Á einum stað sá eg heljarstóran hervagn, er dreginn hefði verið út á jaðar þjóðbrautarinnar, og var f honum fuhkomin prentsmiðja, og var verið að prenta »Dentsche Ki ieger Zeitung* og býta út meðal hermannanna, er fram hjá gengu. Fréttirnar voru einkum frásagnir um þýska sigra, sem eg hafði aldrei heyrt nefnda á nafn, en virtust hressa liðið mjög. Matsuðuvagnar skröltu með fram fylkingunum, og stóð reykjarmökkurinn upp úr stromp- unum, og héldu eldamennirnir með hvítu svunturnar sér með annari hendi, eins og kyndarar á eimreið- um, og báru um heita súpu og kaffi til mannanna á hergöngunni. Þeir réttu fram tinskálarnar og létu fylla þær, án þess að ganga út úr röðinni. Þarna voru fullir vagnar af skó- smiðum, sem gerðu við skóplögg hersins og sátu með krosslagða fæt- ur á bekkjum sínum og keptust við að sauma í svo miklum ró- legheitum, eins og þeir sætu heima í búðarholum í föðurlandi sínu. Aðrir vagnar, sem ekki var á að sjá að væru annað en venjulegar bændakerrur, tvíhjólaðar, höfðu inni að halda eigi fæari en 9 vélbyssur, «r setja mátti af stað á einu augna- bhki. Heilbrigðismálin voru í á- gætu lagi. Svo vel var öllu stjórn- að, svo fullkominn allur útbúnaöur og fljótvirkur, sem á bestu sjúkra- húsum í stórborgum, og auðvitað varð svo að vera, því að enginn spítali í heimi þarf að gegna svo mörgum skyndilegum og hættuleg- um sjúkdómum. í einum flokki heilbrigðisliðsins voru einvörðungu fótalæknar, er rannsaka skyldu og hjukra fótum hermannanna. Ef A lager hjá NATHAN& OLSEN Reykjavík. 3Uexat\óta4\\> e\V\ ]fuUs, föggutan ste^ttwc ]rtórs^ur ]<íataav\ue - f\ottet\skt - }l\?uvso?u\v ávexUv }t\3uvsoB\uu Lax ]>ati\ávu "5>a'kpapp\ ^Vudtar, mav^ar iet^ Aðeins fyrir kaupmenn og kaupfélög. nokkur þýskur hermaður hafði þótt vkki væri nema vott af líkþorni eöa brisi eða blöðru á hælnum, og geröi ekki fótalækni hersins þegar í stað við vart, svo að við hann yröi gert, þá bakaði hann sér þunga hegn- ingu. Hermaður hefir ekki leyfi til þess, að trassa á sér fæturna, og reynd- ar ekki tennurnar heldur, eöa nokk- urn hfuta iíkamans, því ekki á hann sjálfur fætur sína, heldur keisarinn, og keisarinn væntir þess, að vel sé fariö með þessa fætur, svo að þeir þoli langar og þreytandi göngur og geti unnið bardaga hans. Á einum krossgötum sá eg her- mann meö hrossaklippur. Hjá hon- um stóð foringi, sem gætti að haus- únum á liðinu, sem fram hjá fór. Hvenær sem hann varð var við her- mann, sem hafði nokkurri vitund Iengra hár, en vera átti, þá var kallað á hann út úr röðinni. Vélin var svo látin ganga um höfuð hon- um, og gekk þetta alt svo fljótt og fimlega, sem þá er mikilvirkustu menn rýja rollur. Síðan hleypur hermaðurinn á sinn stað aftur í fylkingunni, svo nauðrakaður, að hvergi komast fyrir nokkur óhrein- indi í hári hans. Þeir hljóta að hafa klipt hundrað manns á klukku- tíma með þessum hraða. Það borg- * aði sig að horfa á annað einsl Hermenn fóru á hjólum og.báru milli sín vírtrossur. Þöndu þeir talsíma frá einu tré til annars, til þess að ytirstjórn hersins gæti kom- ist í samband við alla rununa, en hún var 100 rasta löng. Aldrei svaf allur herinn í einu. Þá er önnur helftin hvíldi sig, var hin á ferð- inni, [Það er farið með þýskan hermann eins og dýra vél, er hafa verður upp úr alt það, er hann getur á nokkurn hátt orkað. Hann er því vel fæddur og vel klæddur, vel skóaður og svo vel hirtur, sem svartur ökumaður gerír best við múlasna sinn. Því aö eins geta menn gengið 70 rastir á dag, viku eftir viku, að vel sé fyrir þeim séð. Að eins einu sinni sá eg illa farið með hermann. Hann stóð á verði fyrir framan aðalstöð herfor- ingjanna og heilsaði ekki með nægi- legri virðingu foringja nokkrum, og barði þá forínginn hann í andlitið með svipu sinni hvað ofan í annað, og þótt rauð rák kæmi undan hverju höggi, stóð hermaðurinn beinn og brá sér hvergi meðan á hegning- unni stóð. Það var ógaman, að horfa á þetta. Hefði enskum eða amerískum hermanni verið boðið slíkt, þá hefði foringinn verið jarð- aður daginn eftir. T I L M I N N IS: j Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 ; Borgarst.skrifát. í brunastöð opin v. d 11-3 og 5-7 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-272 og 57,-7 K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 87, siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn U-21/, ogð'/j-ö1/,. Banka- stjórn 12-2 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið l1/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 10-12 og 4-6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Times kvartar. Hernaðarþreyta virðist vera kom- in í Times, helsta stórblað Breta. Hefir það fyrir skömmu birt þá fregn, aö Frakkar séu nú teknir að bjóða út óhörðnuðum unglingum, og kostaði það málssókn á hend- ur blaðinu. En ekki er nóg með þetta. Blaðið kemur við fleiri kauri. Svo stendur þar meðal annars: »Ástandið er fullkomlega alvar- legt, og enginn væntir þess, að stríðinu lykti fyrr en eftir langan tíma. Sá fagri draumur, er þjóð vora dreymdi í allan vetur, að her- sveitir vorar myndu stökkva fjand- mönnunum út úr Frakklandi og Flandri, þá er voraði, hefir ekki i rætst. Vinir vorir á Frakklandi halda ! 1 áfrair, þreytustyrjöldinni með hreysti og þolgæði, en engin sjón er á I því, að um skifti á vesturstöðvun- um af nýrri framsókn þeirra. Enda er eigi að búast við slíku fyrr en : tími er til þess kominn. Svipuðum j vonbrigðum urðum vér fyrir á ! vesturstöðvunum. Vér höföum bú- ist við aflmikilli árás Rússa inn á j Ungverjaland, falli Krakárborgar og árás inn í Schlesíu. í stað þessa j sjáum við nú fullkominn flótta Rússa úr Galisíu. Og alt er þetta því aö kenna, hve Þjóðverjar eru j bctur vopnum búnir en vér. Her- floti Þjóðverja er n ú mun öflugri eu þá er stríðið hófst. Og við Hellusund hanga nú hiriar hraustu liösveitir vorar á víkum nokkrum og hæðum, sem þar að iiggja. Má vera að þeim miði nokkuð áfram, en hægt er það. Öþrjótandi birgðir AF Kartöflum Verðið lægra en annarsstaðar. H JÁ , Jóni frá Vaflnesi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.