Vísir - 06.07.1915, Side 1
Utgef aadi:
HLUTAFELAG.
Ritstj. JAKOB MÖLLER
SÍMI 400.
Skrifstola og
afgreiðsla í
Hótel Island.
SIMI 400.
5. á r g.
Þriðjudaginn 6. júlí IS15.
206. tbl.
GAMLA BIO
Svartklædda
hefndarkonan. {
Fádæma áhrifamikill og falU
egur sjónleikur í 6 þáttum og
120 atriðum.
Aðalhlutv. leikur hin heims- i
fræga leikkona ítala
Mde Maria Carmi.
Þessi dýra mynd, er útbúin
hjá Cines félaginu í Róm, hinu
sama, sem bjó til hina heims-
frægu mynd: »Quo Vadis*. í
Aðgöngumiðar að þessari i
mynd kosta 60 og 35 aura.
Til vinnuveitenda.
Konur þessa bæjar hafa í hyggju,
að minnast þeirra endurbóta, er á
kjörum þeirra eru orðnar við stað- |
festingu stjdrnarskrárinnar. Hafa ;
þær valið til þess hátíðahalds 7. i
júlí, þann dag, er þing kemur sam-
an. Kvenfélög bæjarins gangast
fyrir hátíðahaldinu, en aðalforgöng-
una hafa stjórnir »Hins ísl. kven-
félagst og »Kvenréttindafélags ís-
lands«. Vinna nefndir úr eitthvað
um 10 kvenfélögum að undirbún-
ingi hátíðahaldsins. Samúð sú og
eindrægni, er lýst hefir sér í störf-
um þeirra, er trygging fyrir því, að
ekkert muni á vanta frá þeirra hendi,
að dagurinn verði sem ánægjuleg-
astur. Dagskrá sú, er samin hefir
verið, er fjölbreytt og myndarleg,
en hér skal hún eigi rakin, þar eð
hún mun rækilega auglýst síðar.
En eitt vantar enn. Dagurinn
er rúmhelgur dagur, þann dag er
fjöldi fólks bundinn við vinnu sína.
Allur sá fjöldi kvenna, er vinnur í
húsum einstakra manna, í búðum,
á skrifstofum, saumastofum, vinnu-
stofum, á fiskreitunum og að ann-
ari útivinnú, á það undir góðvild
vinnuveitenda sinna, hvort hann get-
ur tekið þátt í hátíðahaldinu eða
ekki.
Forgöngunefnd hátíðahaldsins snýr
sér þess vegna til a 11 r a vinnuveit-
enda þessa bæjar, með vinsamlegri
beiðni þess, að þeir gefi verkafólki
sínu frí síðari hluta dags á mið-
vikudaginn. Vér treystum ykkur
öllum — kaupmanninum og verk-
stjóianum jafnt og húsmóðurinni.
SUdatmxvxva
hjá h.f. Kveldúlfur
iHRp Allir, sem ráðnir eru hjá okkur við
síldarvinnu á Hjaiteyri í sumar, eru beðnir að mæta
WYJA BIO
Eftir almennri áskor-
un verða ófriðarmyndirn-
ar, sem sýndar voru fyrir
helgina, endursýndar í kveld.
Menn noti nú síðasta tœki-
færið til að sjá þessar
afbragðsmyndir.
á skrifstofu félagsins
í dag milli 3-6 e. hád.
Goðafoss
var á Sauðárkróki í gær. Kemst
væntanlega á allar hafnir kringum
land.
Gefið starfsfólki yðar frí þennan
hálfa dag og það mun borga yður
með því að ganga með margfaldri
ánægju að starfi sínu næsta dag.
Fotstöðunefndin.
Eftirhreyta.
Hvað sem menn, konur og karl-
ar, annars kunna að finna stjórnar-
skránni og staðfestingu hennar til
foráttu, þá dylst væntanlega engum
það, aö mikil tíðindi hafa gerst í
landinu — mikil gleðitíðindi fyrir
alt kvenfólk á landinu, þar sem
allar konur fá nú kosningarrétt. Það
er því fyllilega eðlilegt, að konur
þessa bæjar finni hvöt hjá sér til
þess, að láta í ljósi gleði sína og
flytja þakkir því þingi, sem veitti
því þessa réttarbót — þótt sjálfsögð
væri. — Það er eðlilegt, að kon-
urnar viiji þakka þeim mönnum,
sem þær verða aö viðurkenna að
hafi orðið til þess, að rísa á móti
hleypidómunum og heimskunni, sem
ríkt hafa í kvenréttindamálinu.
Vísi er það ánægja, að mæla með
tilmælum kvenfélaganna til vinnu-
veitenda í bænum um að öllu starfs-
fólki verði veitt frí þenna hálfa dag
og finst það varla mega minna vera.
— Og blaðið vill á eigin ábyrgð
breyta tilmælum þessum í áskorun,
ef það væri líklegt til að hrífa bet-
ur, og minnir um leið á það, að
hér eftir hef'r kvenfólkið vald, sem
það hafði ekki áður!
En Vísir vill gera meira. —
Hann skorar líka á konur bæjarins
— allar, ungar sem gamlar, að taka
sem best saman höndum um það,
að gera þennan dag sem hátíðleg-
astan.
Hvað skiftar sem skoðanir þeirra
kunna að vera á »pólitíkinni«, þá
mega þær ekki láta það spilla gleð-
inni yfir þeim sigri, sem kvenfólkið
á nú að hrósa.
Þingið, sem saman kemur á moig-
un, veitti konunum kosningarrétt —
fyrir það eiga þær að þakka og
yfir því eiga þær að gleðjast allar,
án tillits til nokkurs annars.
Afmæli á morgun.
Katrín Thoroddsen frk.
Kristján Pelersen, trésm.
Sveinn Árnason, hreppstj. Felli.
Hjörtur Þorleifsson, sjómaöur.
L. H. Möller, verslunarstj.
Amelía Sigurðsson.
Guðm. Guðmundsson fv. pr. ísaf.
Lilja Matthíasdóttir.
Guðr. Pétursd., ekkja.
Ari Antonsson, verslunarm.
Hallgr. Benediksson.
Snjólaug Sigurjónsdóltir, húsfr.
Jakob O. Lárusson, prestur.
j Afmæliskort
I fást hjá Helga Árnasyni, Safna-
! húsinu.
Susanne,
leiguskip Natans Olsen, kom á
sunnudaginn frá útlöndum. Haföi
komið við í Vík og Eyrarbakka.
Skipið fer héðan aftur í kvöld til
Bergen.
Gullfoss
fór frá Patreksfirði í gær. Á að
koma við í Stykkishólmi. Kemst
j að líkindum ekki af stað héðan til
í útlanda fyrr en í fyrsta lagi á mið-
i vikudagskveld.
Gluggarnir
á Alþingishúsinu hafa nýlega
verið málaðir hvítir. Laglegra hefði
oss þótt, að þeir hefðu verið hafð-
ir annaðhvort dekkri en húsið eða
þá jafnlitir því.
Fiskþurkun
fer nú daglega fram á húsþök-
um í hjarta höfuðstaðarins, Mið-
bænum. Það er ekki um að villast,
hver er aðalatvinnuvegur vor Reyk-
víkinga.
Hestur fældist
í gær með vagn í eftirdragi.
Var frá Kleppi. Þetta gerðist á
Bankastræti og var mildi aö ekki
varð stórslys. Vagninn brotnaði í
spón.
Gestir í bænum:
Björgvin Vigfússon sýslumaður,
séra Ólafur Finnsson, Kálfholti.
Hjúskapur.
Kristján Linnet, settur sýslum. í
Dalasýslu og Jóhanna Júlíusdóttir.
Gift 3. þ. m.
Veðrið í dag.
Vm. loftv. 759 logn (( 8,6
Rv. a 760 logn (* 10,0
íf. u 760 logn (( 9,0
Ak. u 759 n. kul (( 6,5
Gr. u 725 logn (( 13,0
Sf. u 758 logn U 8,1
Þh. ii 757 logn (( 11,1
aj Und\.
Húsavík í gær.
Hafísinn er nú enginn á Skjálf-
anda og sannfrétt að Skagafjörður
er íslaus og lítill ís á Húnaflóa.
Þykir Norðlendingum skemtilegt,
ef »skipið þeirra«, Goðafoss, verð-
ur fyrsta skipiö í vor, sem kemst
óhindrað á allar hafnir kringum
land.