Vísir - 06.07.1915, Qupperneq 2
V I S I R
VISIR
ketnur fyrst um sinn út ki. 12 á
hádegi,
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrífstofa á sama stað, inng frá
Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 5-6.
Sími 400.— P. O. Box 367.
Rifflar og vélbyssur
Ýmsir hlutir hafa komið mönn-
um óvart í þessum ófriði, en þó
einkum það, hvaða vopn væru best
fallin til sóknar og varnar. Þjóð-
verjar hafa verið hinum þjóðunum
snjallari í því, að búa til vopn, ný
vopn og hergögn. Þeir höfðu Játið
gera stóru fallbyssurnar, sem engar
víggirðingar fá staðist og þeir eiga
að líkindum stærri og betri kaf-
báta, en hinar þjóðirnar. Og þýskir
herfræðingar héldu því fram áður
en ófriðurinn hófst, að rifflar væru
orðnir úrelt vopn í nútíðarhernaði.
Þeir sögðu sem sé, að vélbyssurn-
ar hlytu að koma í stað rifflanna,
alveg eins og afturhlæður hefðu
komið í staðinn fyrir framhlæður.
Reynslan hefir sýnt, að þessir menn
hafa haft rétt fyrir sér. Það er sagt,
að í ófriðarbyrjun hafi her Þjóð-
verja haft 50,000 vélbyssur, og síð-
an hafa þeir smíöað vélbyssur svo
þúsundum skiftir. Þegar banda-
mannaherinn hefir hafið sókn á ein-
hverjum stað, hefir það jafnan reynst
svo, að vélbyssurnar hafa verið ör-
uggasta varnarvopnið. Þannig reynd- ■
ist það í orrustunni hjá Neuve
Chapelle, hjá La Bassée og norðan
við Ypres. Þetta er ekki heldur að
undra, því að úr vélbyssu er hægt
að skjóta 600 skotum á sama tíma
og 6 skotum úr riffli.
Enskur hlaðamaður, sem staddur
var í Hollandi, átti eitt sinn tal við
þýskan uppgjafahermann, sem þar
var staddur, um þetta efni. Þjóð-
verjinn sagði: »Þið Englendingar
eruð hreyknir af því, að ykkar menn
hafa reynst betri skotmenn, en oxk-
ar menn. Eg skal játa, að það er
satt, en það er Iítið fagnaðarefni
fyrir ykkur. Þið eyðið miklum tíma
og fyrirhöfn til að kenna liðinu að
fara með riffla, en okkar mönnum
er kent að fara með vélbyssur«.
»HaIdiö þér þá, að rifflarnir séu
úr sögunni ?« spurði Englending-
urinn.
»Já. Það getur verið, að þeir
hverfi ekki fyrr en friður er sam-
inn, en héðan í frá geta þeir ekki
orðið aðalvopn fótgönguliðsins«.
Englendingar virðast nú og vera
komnir á þessa skoðun, því að nú
leggja þeir alt kapp á, að smíða
vélbyssur handa her sinum.
almewnings
Hestageymslan.
Þórður er farinn frá Laugarnesi
og enginn veit, hver tekur við af
honum að sjá um hesta bæjarmanna
CARL HÖEPFNER
Talsími 21. Hafnarsíræti 22
heflr ávalt fyrirliggjandi birgðir af:
Rúg — Rúgmjöli — Heilum maís — Muldum maís —
Höfrum — Haframjöli — Bankabyggi — Hænsnabyggi — Hveiti
2 teg. — Hrísgrjónum — Baunum og Kartöflumjöli.
Kaffi — Exportkaffi — Smjörlíki — Sveskjum — Þurkuðum
eplum — Þurkuðum aprikósum — Höggnum melís — Strausykri
— Púðursykri — Maltexstrakt öli — Eldspýtum og Orœnsápu.
Byggingarefni:
Striga — Húsapappa (bæði utan og innan) — Pappasaumi —
Paksaumi — Pakjárni nr 24 og nr. 26 — Asfalti — Eldföstum steini
— Eldföstum leir — Cementi og Oleri.
Enn fremur:
Alls konar málning frá »De forenede Malermestres Farve-
mölle« í Kaupmannahöfn og ofna, eldavélar og rör frá »De foren-
ede Jernstöberier« í Kaupmannahöfn.
jWtat \slet\sliaY aJuÆW ^e^ptav.
Bifreiðarfélag Rvíkur 1915
- == Vonarstræti, =■
hefir bifreiðar í gangi alla daga til Hafnarfjarðar og upp um sveitir.
Skrifstofan er opin frá kl. 9 árd. til kl. 10 síðdegis
Sími 405. — — Sími 405.
í sumar, að gæta þeirra í »girðing-
unni«, að flytja þá og sækja.
Hvar er annars ætlast til, að hesta-
eigendur í bænum hafi hesta sína
um miðsumarsleytið ? Undanfarið
hafa hestarnir fengið að vera í Laug-
arnessgirðingunni. Ef menn ganga
nú inn í Laugar, þá sjá menn, að
besti hlutinn af beitilandinu er all-
ur útgrafinn — alsettur skurðum
þvert og engilangt. Meginið af
girðingunni á að taka til ræktunar.
Hvernig stendur á því, að ekki
er auglýst, hvar bæjarstjórnin hefir
ætlað hestum í Reykjavík beitiland
í sumar ? Hver tekur aö sér hesta-
geymsluna ? Hver er hann ? Hvar
er hann ?
Eða þykir bæjarstjórninni það ó-
hæfilega mikil ánægja fyrir bæjar-
búa, aö hafa hesta hér sumarlangt?
Það er nú samt einasta nýtilega
ánægjan og upplyftingin, sem mönn-
um býðst hér í þessum nauða ó-
vistlega bæ.
Lord Trippos. ■
Söðlar, hnakkar og kven-
þjóðin.
Kvenfólkið er farið að »söðla
um«. Nú sjá menn oft Reykjavík-
ur-drósirnar tvívega á gæðingunum.
Það er hverju orði sannara, að
hnakkarnir eru miklu »praktiskari«
en söðlarnir. Það er miklu þægi
legra fyrir hestinn, að sitja tvívega
á honum, heldur en að hanga ut-
an í annari hliðinni, og fólk hefir
miklu betri stjórn á reiðskjótanum
með því móti. En ólíku er það
fallegra og svipmeira, aö sjá konur,
sem kunna að sitja hest, ríða í
sööli. Annað getur verið »gratiöst«
— hitt er hentugt og þægilegt.
Þeir, sem nenna að róla hér inn
á vegina eða hætta sér inn fyrir ár
við og við, munu hafa komið auga
á það, að kvenmenn ferðast stund-
um einar sér, annaðhvort í hópum
eða ein og ein. Það ber líka stund
um við, að menn sjá kvenmenn
með hest eða lest < taumi á förn-
um vegi. Á þessum jafnréttis- og
kvenfrelsistímum er líklegt, að það
fari í vöxt, að kvenfólkið fari sinna
feröa og þykist standa karlmönn-
unum á sporði bæði í einu og öðru,
og geti verið án hjálpar þeirra.
Því kvenfólki, sem kýs helst að
ferðast eitt sér, vil eg sem reyndur
og kve.nhollur maður ráða til þess,
að ríða tvívega, en ekki í söðli, því
að ólíkt er hægra að komast á bak
í hnakk og svo er það miklu
drengilegra að sitja hestinn þannig.
Einkum vil eg þó minna þær kon-
ur, sem ætla í langferð eða fara
lestaferð með marga baggahesta í
taumi á það, að talca hnakkinn fram
yfir söðulinn. L. Tr.
T I L M I N N I S:
Baðhúsið opið ’• d. 8-8, ld.kv. til 11.
Borgarst.skrifii. í 1-runastöð opín v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alm.samk.sunnd.8V2 siðd.
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og4-7
Náttúrugripasafnið opið 1 l/2-2x/2 síðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d
Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart-mi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Spámaður
kominn til Reykjavíkur.
Hér er nú kominn Einar Joch-
umsson postuli og prófessoraskelfir,
og er nú sem tvíelleftur, þótt hníg-
inn sé að aldri og haltur á öðrum
fæti. Svífur andi hans yfir bænum
eins og Zeppelíns-loftskip og rignir
þaðan trúfræðilegum sprengikúlum
yfir byskup og prófessor Jón Helga-
son. Þar um er þetta kveöið, og
heitir höf. M. E. S.:
»Einar er kominn hér aftur-
Aukinn mér virðist hans kraftur.
Með spánnýjum áhugans eldi
á æfinnar síunga kveldi«.
Séð höfum vér Ijóðabréf frá Ein-
ari til prófessors J H., og er það
allkjarnort, einkum um Móises, og
verða þau ummæli ekki birt hér,'
með því að Vísi er víst ekkert í
nöp við Móises sérstaklega. En
þessar vísur eru til marks um ein-
urð postulans við prófessorinn :
»Eg sama mannsins fer í för,
trelsisgjarn og þorinn.
Bölvi ei né bíti vör
bókstafs-prófessorinn.
Af þrælatrú er þjóð of vilt.
Það er hægt að sanna. —
Rannsaka skal rétt og stilt
ritin spámannanna.
Þú ei dramba mikið mátt, —
menn það engir geri.
Sannleik fela ekki átt
undir mælikeri.
Postulans er penni sár,
prófessor það finni.
Montinn ertu, þræll guðs þrár,
Þrándur í götu minni.«
Og við byskup segir hann :
»Eg er »einherji«, djarfur, hrein-
hjartaður trúmaður. Vil að guð-
fræði kirkjunnar sé breytt, hneyksl-
iskenningum kastað*. — — »Þess
vegna má og á ekki að byggja sálu-
hjálparfræði vora á Móisesar tröll-
skap. Af því leiðir ilt, en ekki gott,
að börnum, sem kristin eiga að
verða, er kendur heiðinn skáld-
skapur« o. s. frv.
En annars eru allar orðræður hans
við byskup hógværar og vinsam-
legar, og er það sýnt, að herra
Þórhallur hefir aö nokkru leyti
fundið náö fyr.r augum hans.