Vísir - 06.07.1915, Page 3

Vísir - 06.07.1915, Page 3
V I b I K S&ftttas t\u$$eu&a sWvon o$ bmpavm. S^\ \9Ö. Eyndara vantar á botnvörpunginrt Snorra Goða. Upplýsingar hjá H,f. Kveldúlfur. Itaupu evns 03 &1m QÓfta ooyuU ?\æsta ve«?\\ r \ h|f Eimskipafélag íslands leyfir sér að vekja athygli almennings á því, að þeir sem gerast hiuthafar í félaginu Í^T fyrir 15. júlí þ. á. T8$ hafa sömu réttindi sem stofnhluthafar. Pó verður að sjálfsögðu tekið á móti hlutafé eftir 15. júlí með þeim réttindum, sem slíkir hluthafar hafa samkv. félagslögunum. St$óvn\t\. Prentsmiðja Gunnars Sigurðssonar. Ágætar Appelsínur nýkomnar til & C»o* y.$. }l^$a^aliav\Æ selur sm á^aetu á 3ívev$\^^. S6 ^est áð au^l^sa v T)\s\ ÁfiÆiTA'R. RJÚPUR fást hjá Sláturfétagi Suðurlands Hafnarstræti — Sími 211 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 5—6^/2 e. m. Talsfml 2501 ^aupvS öt $tá Ö^ev&uwú ^^\U §&aU&B*vmssotw Svmv f Urskurður hjartans Eftir Charles Garvlce. Frh. Lýsingar á útliti kvenna eru ávalt ónákvæmar og oft villandi. Og erfití er að greina, í hverju yndis- þokki Veroniku var fólginn — sá yndisþokki, sem allir voru hrifnir af. Augun voru grá, það var grái litur Lynborough ættarinnar, sem sjaldan varð fjólublár. Augabrýnnar voru dökkar og beinar, eins og á ættar- myndunum. Munnurinn var alls ekki lítill, en töfrandi, með boglínum, sem sýndu meira en hina vanalegu, kvenlegu viðkvæmni, einkum þegar hún brosti. Hið kvenlega stolt leynd- ist í munnvikunum, skein út úr djúpi hinna fögru augna, og lýsti sér í hinu fallega höfuðlagi henar. Er hægt að fela alt þetta í einu orði — yndisleg? »Þér senduð eftir mér, Lynbo- rough lávarður?« Jarlinn stóð upp — Mr. Bolton hafði stokkið á fætur, þegar hún hún kom — og stúlkau stóð þar teinrétt, studdi annari hendinni á borðið og horfði róleg, næstum drottningarleg, á þá á víxl. »Já, já, Veronika«, sagði hans hágöfgi, »viltu ekki fá þér sæti?« Mr. Bolton sótti stól handa henni, og settist hún á hann, yndislega, eðlilega, meö því fullkomna sjálfs- valdi yfir hreyfingum sínum, sem við hyggjum, réttilega eða ranglega, vera sérgjöf þeirra, sem fæddir eru af tignum ættum. Síðan beið hún, róleg og alvarleg. »Veronika, eg ætla að arfleiða þig að Wayneford og fjárupphæð — öllu, sem eg á, auðvitað.* Stúlkan sat grafkyr og þögul, dálitla stund. Mjög daufur roði færðist yfir andlitið. Jafn dauf undrun lýsti sér í yndislegu aug- unum hennar. »En hvers vegna — ?« sagði hún loks þýðlega og með undrunar- róm. »Hvers vegna eg arfleiði þig? Gott og vel, eg gæti sagt, að eg gerði það af því, að mér þóknast það, — en eg segi öllu heldur af því, að þú þóknast mér. Bíddu« — því að hún hafði opnað vanr sínar eins og til þess, að segja eitthvað — »bíddu með að láta í Ijósi þakk- Iæti þitt, kæra Veronika. Það er með einu skilyrði — því vandi fylgir vegsemd liverri, eins og þú veist. Mér finst hann ekki mikill, en Mr. Bolton er á annari skoðun. Nú skulutn við sjá, hvor okkar hef- ir rétt fyrir sér. Það er, að þú gift- ist manni af tignum ættum.« Hún varð hljóð við og horfði í augu honum. Augnaráð hennar lýsti forvitni, en ekki undrun. »Þér finst þetta heimskulegt skil- yrði. Jæja, eg skal ekki neita því. Þú getur kallað það sérvisku úr mér. En þetta er þó skilyrðið. Giftast tiginbornum ntanni með aðalsmanns nafnbót — jafnvel þó ekki væri nema undirbarón — og Wayneford og peningar mínir eru þín eign. Þaö er skilyrðið. Þitt er nú að taka tilboðinu eða hafna því.« Hún var algerlega róleg, roðinn hafði komið og horfið aftur af andliti hennar og hún hnyklaði brýnnar dálítið. Hún var þögul fáin augnablÍK — Mr. Bolton fanst það mjög langur tími — en sagði svo með lágri rödd og virtist öllu fremur segja það víð sjálfa sig en jariinn: »Wayneford, rík. Þá verð eg nijög rík?« »Svo segir Mr. Bolton, hann fer nær um það«, muldraöi jarlinn. w ai' sem hann óttaðist að trufla hana í hugsunutn sínum. »Þegar eg kom hingað*, hélt hún áfram í enn lægri róm, »hafði eg enga hugmynd um, hvað tign og félagslíf heldri manna var. Eg hafði verið fátæk. Þegar faðir minn dó, voru tæplega peningar til fyrir — fyrir útför hans.« Jarlinn tók föstum tökum um bríkurnar á stólnum, sem hann sat á og drættir komu í varirnar. »Eg vissi ekki, skildi ekki þá þýðingu, sem þeir hafa. Nú veit eg, að eg er af Denby-ættinni. Er frænka yðar, Lynborough lávarður —«

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.