Vísir


Vísir - 10.07.1915, Qupperneq 2

Vísir - 10.07.1915, Qupperneq 2
V I S I R VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá ld. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. Fjölgun kjósenda. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar um alþingiskosningarnar vorið 1914 áttu þá kosningarrétt 13,400 manns eða rúml. 15°/o af íbúatölu lands- ins, en um 70% af öllum karl- mönnum 25 ára og eldri. Um 5,600 karlmenn á þeim aldri eða fram undir þriðjung af tölu þeirra (30%) voru útilokaðir frá kosning arrétti vegna takmarkana þeirra, sem þágildandi stjórnarskrá setti. Lang- flestir þeirra, sem fóru á mis við kosningarréttinn vegna þessara tak- markana, voru hjú eða greiddu minna en 4 kr. í sveitarútsvar. En nú hefir nýja stjórnarskráin veitt hjúunum kosningarrétt og afnumið skilyrðið um útsvarsgreiðslu og þar að auk veitt konum kosningarrétt með sömu skilyrðum og körlum. Má því heita, að flestir karlar og konur 25 ára og eldri hafi nú fengið kosningarrétt eða von um hann inn- an skamms, því að það skilyrði er sett í stjórnarskránni, að nýju kjós- endurnir (konur og karlar) bætist ekki viö allir í einu, heldur smátt og smátt, þannig að fyrst bætast við allir þeir, sem eru 40 ára og eldri, næsta ár þeir, sem eru 39 ára og eldri og svo framvegis, að aldurstakmarkið færist niður um 1 ár á hverju ári uns 25 ára takmark- inu er náð, eftir 15 ár. Hve miklu kjósendafjölgunin muni nema nú þegar verður ekki séð með neinni verulegri nákvæmni, en með nokkrum getgálum má þó lík- lega fara nærri um það. Með all- miklum líkum má áætla, að mann- fjöldinn f landinu sé nú (á miðju ári 1915) 88,500 manns. Ef gert er ráð fyrir, að aldursskifting lands- manna sé lík og 1910, þegar mann- talið fór fram, þá ættu aö vera hér um 19,400 karlar og um 22,900 konur eða samtals um 42,300 karl- ar og konur 25 ára og eldri. Af þessu fólki eru nú samkv. nýju stjórnarskránni alveg útilokaðir frá kosningarrétti þeir, sem sekir hafa orðið um svívirðilega glæpi og ekki hafa fengið uppreist æru sinnar, enn- fremur þeir, sem ekki eru fjár síns ráðandi eða eru í skuld fyrir þeg- inn sveitarstyrk, þeir, sem ekki hafa verið heimilisfastir í neinu kjördæmi í eitt ár og Ioks útlend ngar, sem ekki hafa átt Iögheimili hér á landi síðastliðin 5 ár. Hversu margir kunni að missa kosningarrétt vegna þessara ákvæða er ómögulegt að segja, en það verður þó aldrei nema Iítill hluti, og með slumpareikningi mætti ef til vill giska á, að það mundu verða um 1,300 manns. Eru þá eftir 41,000 manns, sem EOL. Peir, sem vilja selja Hoidsveikraspítalanum í Laugarnesi ca. 150 tons góð ofnkol. heimflutt í hús spítalans fyrir 15. ágúst þ. á., sendi mér tilboð með lægsta verði fyrir 20. þ. m. Laugarnessspítala 9. júlí 1915. Einar Markússon. irMSJÓNAEMABUE hafnarinnar í EEYKJAVlE verður ráðinn frá 1 október næstk. Árslaun kr. 2000,oo, er fari upp í kr. 30C0,oo eftir eitt ár. Umsóknir sendist bæjarsljórn fyrir 15. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavík 8. júlí 1915. K. Zimsen. allir væru kjósendur nú þegar, ef ekki væri ákvæðið um, að nýju kjósendurnir bættust við smátt og smátt. Væru kjósendur þá fram undir helmingur landsmanna (47%)> og kjósendatalan hér um bil þre- föld á við það, sem áður var. En til þess að finna kjósendatöluna eins og hún er nú, verður að draga frá alt kvenfólk á aldrinnm 25—40 ára og karlmenn á sama aldri, sem eru hjú eða greiða minna en 4 kr. í sveitarútsvar. Ef gengið er út frá aldursskiftingunni 1910 máætla, að kvenfólk þaö, sem hér um ræðir, sé um 8,500 að tölu, Um karl- mennina er erfiðara að segja, en sjálfsagt má ganga að því vísu, að fleiri séu í hjúastétt á þeim aldri, heldur en yfir fertugt, en aftur á móti má líklega búast við, að fleiri séu yfir fertugt, sem greiða minna en 4 kr. í sveitarútsvar. Það fer því líklega ekki mjög fjarri sanni, að helmingurinn af þessum nýju karlkjósendum séu á aldrinum 25 —40 ára og fái því ekki kosning- arréttinn nú þegar neina helmingur þeirra. Nú má ætla, að af karl- mönnum yfir 25 ára séu útilokaðir frá kosningarrétti um 5,800 manns. Ef gert er ráð fyrir, að af þeim verði áfram algerlega útilokaðir frá kosningarrétti um 600 manns (að- allega vegna sveitarstyrks), þá verða eftir 5,200, sem kosningarrétt eiga að fá. Ef nú er gert ráð fyrir, að helmingurinn af þeim sé á aldrin- um 25—40 ára, verða kjósendur, sem við bætast af karlmönnum nú þegar ekki nema um 2,600. Sain- kvæmt þessu ættu kjósendur n ú að vera um 16,200 karlar og um 13,700 konur, samtals 29,900 eða nálægt 30 þúsund karl- ar og konur í stað hér um bil 13,600 samkvæmt gömlu stjórnar- I skránni. Kjósendatalan ger- i r því raeir en að tvöfald- a s t þ e g a r í s t a ð , því að við bætast rúml. 16 þúsund nýir kjós- 1 endur eða um 120% af gömlu kjósendatölunni Kjósendur þeir, sem hér hefir verið talað um, éru kjósendur til neðri deildar. Til efri deildar verö- ur kosningarrétturinn takmarkaðri, því aö til þeirra kosninga hafa ekki kosningarrétt þeir, sem yngri eru en 35 ára. Þeir karlmenn á aldr- | inum 25—35 ára, sem áður hafa haft kosningarrétt til alþingis, hafa | nú ekki kosningarrétt til efri deild- ] ar, en giska má á, að það muni vera rúml. 3000 manns. Eru þá kjósendur til efri deildar nú sam- j kvæmt því u m 2 7 þ ú s u n d (um j (13 þús. kariar og um 14þús. kon- ur) eða nálægt tvöfaldri kjósenda- tölunni til alþingis áður. Ef ekki væru ákvæðin um, að nýju kjós- 1 endurnir bættust við smátt og smátt, ! mundi svo sem áöur er sýnt, kjós- endumir til neðri deildar vera rúml. 40 þús. manns, en kjósendurnir til efri deildar mundu varia komast hærra en upp í 30 þús. (14 þús. karlar og 16 þús. konur), því að þá bættust að eins við þeir af nýju kjósendunum, sem eru á aldrinum 35—40 ára. Væri þá hér um bil fjóröi hluti kjósendanna til neðri deiidar útilokaður frá kosningarrétti til efri deildar. | seUr svtv i í ^tvevjv^^. 56 T I L M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11. Borgarst.skrifjt. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8’/2 siðd, Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vifilsstaðahælið. Hcimsóknarbmi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 ‘Jrat úUötvdum. Herkostnaður Frakka. 65 mil. franka á dag. Franska stjórnin hefir beðið þing- ið um 5605 milj. franka fjárveit- ingu, fyrir 3. ársfjórðung yfirstand- andi árs. Framsögumaður fjárlaga- nefndarinnar mælti með þvi að fjár- veitingin yrði veitt, og fór um leið nokkurum orðum um fjárhag Frakka. Kvað hann útgjöld ríkisins vera um 65 milj. franka á dag, og það væri sparifé þjóðarinnar að þakka, að hún gæti boriö svo þungar byrð- ar. Ávísanir og skuldabréf, sem í umferð væru næmu samtals 7607 milj. franka. Skattar og tolltekjur ríkisins síðustu 5 mánuði ársins 1914 hefðu numið 1188 milj., en fyrstu fjóra mánuði ársins 1915 hefðu þær orðið 1062 milj. Á þenna hátt hefði ríkið fengið um 82 af hundraði af mánaðar útgjöld- um, en það sem á vantaði, að láni hjá Frakklandsbanka og Algierbanka. Kanslarinn í Vínarborg, Þýski kanslarinn Bethmann-Holl- weg og von Jagow utanríkisráö- herra, brugðu sér til Vínaiborgar fyrir skömmu. Segja þýsk blöð að þeir muni hafa farið þangað til þe=s, að ræða við ráðgjafana í Austur- ríki um það, hvaða bragða skyldi neytt til þess að aftra því, að ó- vinaþjóðirnar teygðu Balkanríkin í ófriðinn. 650 þús. manns í herinn, Clemenceau, hinn alkunni stjórn- mála- og blaðamaður rrakka, réðst fyrir nokkru óþyrmilega á þá menn, sem hliðruðu sér hjá að fara til vígvallarins, en væru þó vel vopn- færir. Benti hann á að magrir full- orðnir menn leituðu sér atvinnu við hergagnasmíöi, á klæðaverksmiöjum og víðar, en gamlir menn og ó- harðnaðir unglingar gerðust sjálf- boðaliðar. Skoraði hann á stjórn- ina að gera gangskör að því, að allir vopnfærir menn, yrðu sendir til vígvallarins. Stjórnin lét rann- saka málið, og er sagt að hún hafi fundið 650 þúsundir manns, sem heuni þótti betur komnir á vígvell- inum, en þar sem þeir voru, enda sent þá þangað. Clemenecau og þeir sem hon- um fylgja, eru þó ekki ánægðir með þenna árangur. Þingmaður nokk-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.