Vísir - 26.07.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 26.07.1915, Blaðsíða 2
V 1 S 1 H VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aöaistr. — Ritstjórinn til viðtals frá Id. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. Loftskeytatækin á fsl. skipunum. Eins og menn muna, hafði »Oull foss« engin loftskeytatæki, er hann kom hingað fyrst, en væntanlega fær hann þau bráðlega. Aftur á móti hafði »Goðafoss« fengið sín. Skipstjórar þessara skipa hafa báðir fengið tilsögn í notkun þessara tækja, og er það vel farið, að þeir skuli þar, eins og annarsstaðar á skipinu, hafa hönd í bagga og umsjón með því eins og öðru. En — getur það verið, að þeir og stýrimennirnir eigi að stunda það verk ? Hvenær eru skeyti send og til hvers? Til hvers eru Ioftskeytafækin ? Nú orðið má kaila þau björgunartæki, því þau þykja orðið nauðsynleg til þess að kalla á hjálp á hafinu, þegar skip, sem hefir þau, er í nauðum statt, og þau hvetja þau skip til hjálpar, sem verða vör við skeytin. Þegar skip er í nauðum statt og notar loftskeytatæki sín til þess að biðja um hjálp, þá er oft svo ástatt á þilfarinu og stjórnpallinum, að stýrimenn mega ekki og geta ekki yfirgefið þilfarið og skipstjórar ekki stjórnpallinn, og meira að segja getur líf allra verið í veði, yfirgefi þeir vörð sinn. Auk þessa er það mannlegt, þegar svo stendur á, að áhyggjur og kvíði geti gert skip- stjóra og stýrimenn svo, að þeir geti ekki haft hugann fastan við að senda skeyti og haft þá þolinmæði, sem útheimtist til að taka á móti skeytum, sem getur verið jafn þýð- ingarmikið og að koma þeim frá sér. Eitthvað getur orðið að tækj- unum ; þau geta verið öðruvísi stilt en þeirra, sem senda ; til þess að ná skeytum þannig, þarf vanan mann, leikinn í sinni list, og mann, sem eigi hefir um annað að hugsa, sem reiðir sig á, að skipstjóri og stýrimenn séu að gera sína skyldu á þeim stöðum, þar sem þeim ber að vera, og hann mun þá öruggari gera sína. Þetta er engin ný kenn- ing og engin »krítik«. Við vitum allir, sem höfum lesið og heyrttal- að um slíkt, að vanan og lærðan símamann þarf á íslensku f a r - þegaskipin, jafnt og á annara þjóða farþegaskip. — Þetta, sem hér á sér stað, að skipstjórar eigi að hlaupa frá þeim stað, þar sem þeim ber að vera, er slys ber að höndum, getur máske hugsast á »f r a g t d a 11 i«, þar sem allir inn- anborðs eru sjómenn og vita hvað gera á og taka alt rólega, en alls eigi á farþegaskipum, þar sem alt þrek skipstjóra og stýrimanna þarf til þess að halda í skefjum og tala I ; kjark í fólk, sem hefir slept sér af j i hræðslu og yrði enn þá hræddara, kæmist það að því, að sá, sem það reiddi sig mest á, sæist eigi á þeim stað, þar sem allir treystu á að hann væri. — Auk þessa mun lengri tími útheimtast til þess að verða góður og ábyggilegur símamaður, en skipstjórarnir íslensku hafa get- að mist frá öðru starfi til þess að læra þessa list. Hugsum okkur skip- stjóra, úrvinda af þreytu og vosbúð, með alla þá ábyrgð, sem á honum Hvílir, se.m máske er sá eini, sem sér hvað verða vill, og á sjálfur von á þvf, að sökkva með skipinu að skömmum tíma liðnum ; í kring- um sig sér hann að eins aumingja fólk, hálf galið af hræðslu og skelf- ingu. — Getur nokkur búist við, að hann rólegur geti farið inn í loftskeytaklefann, setið þar og beð- ið eftir svari upp á neyðarkall sitt og reynt að þýða ógreinileg skeyti. Það er 11 of mikils ætlast, en undir ró og eftirtekt þess, sem það starf framkvæmir, þegar ógæfuna ber að höndum, er máske líf allra á skip- inu komið, — Að símamenn geti verið misjafnir, sýnir best svar, sem »Fálka«-menn gefa stundum, þegar spurt er : »Hvernig loftskeytamann hahð þið í ár?«, þá getur svarið oft verið : Ágætan í ár, mesta klaufa í fyrra, eða böivaðan í ár, fyrirtaks marin í fyrra. Þetta svar hefi eg heyrt. Það hefir sýnt mér, að kunn- áttu þarf til þessa og að menn séu þar misjafnir. Hvenær þarf á góðum loftskeyta- manni að halda, ef ekki á þessum voðatímum, og að alt fyrirkomulag á skipum sé svo, að þeir, sem mest hvílir á, megi rólegir gegna skyldu sinnar á þeim stað, sem þeim ber að vera; það gerir aðra öruggari. — Istensku eimskipin eru landinu til stórsóma og þar er fyllilega farið að sniði annara þjóða, og íslend- ingum ætti að þykja það leitt, að hin fögru farþegaskip þeirra skuli vera sett á bekk með lélegum »fragtskipum«. Eg veit ekki betur, en að frönsku botnvörpungarnir hafi sérstaka menn við loftskeytatæki sín. Rvík 23. júlí 1915. Svbj. E. Verslun vor og stríðið. í »Vísi« stóð fyrir nokkrum dög- um grein eftir »Htutlausan íslend- ing«, sem lýsir talsverðri gremju yfir því, að »Gullfoss« var tekinn á leiðinni til Khafnar og ullin, sem hann hafði meðferðis tekin úrskip- inu og flutt á land í Skotlandi. Víst er nm það, að slíkar tafir eru bagalegar og kosta félagið sjálf- sagt talsvert, því að líkindum fær það engar skaðabætur. Fn hverjir sleppa við óþægindin af heimsó- friðnum? Allar þjóðir á hnettinum fá að kenna á þessari óöld, sem nú hefir staðið í helt ár og enginn veit enn hvenær tekur enda. Öll verslun og viðskifti þjóða á milli hefir truflast ekki, síst við ráðstaf- anir ófriðarþjóðanna á sjónum. Þegar Þjoðverjar hófu kafbáta- leiðangur sinn út um höfin, sællar minningar, og tilkyntu mönnum það, að siglingum hlutlausra þjóða væri einnig hætta búin, þá var það að stjórnir sambandsþjóðanna gáfu út tiikynningu, sem mun hafa verið birt utanríkisstjórnunum í flesfum löndum. Hefir stjórnín hér eflaust fengið vitneskju um það, hjá utan- ríkisstjórninni dönsku og ætti þeim, sem malið varðar sérstaklega, að vera allir málavextir kunnir. Ein grein í þessari tilkynningu, sem eg nefndi, hljóðar svo í lauslegri þýö- ingu: 3. gr. »Allur varningur, hverrar tegundar sem er, sem sendur er beinl til Þýskaiands, eða fyrir milli- göngu annarar þjóðar, eða til ná- grannalands Þýskalands, verður skoðaður sem hver annar varning- ur ætlaður Þýskalandi, svo framar- lega sem þar tilheyrandi skjöl sanna ekki fullkomlega, að varan eigi að lenda að lokum í hlutlausu landi. —« Aí þessu leiðir það, að skip hlutlausra þjóða geta átt von á því, hvar sem er og hvenær sem er, að vera flutt inn í hafnir sambands- þjóðanna, og bíða þar eftir rann- sókn á farmi sínum og honum skipað í land — ef — »pappír- arnir eru ekki í Iagi«, þótt það sé ekki »Contrabande«, svo kallaður, sem skipið flytur. Auðvitað er það talsverður grikk- ur, sem þegnum hlutlausra þjóöa er gerður með þessu, en mikil bót er í máli ef útflytjendum vörunn- ar er goldið fult verð fyrir hana. Líklega verða þá skipaeigendur aðallega fyrir tapi vegna tafarinnar, sem af þessari ráðstöfun leiðir, en ekki er þetta berandi saman viö kafbáta-hernað Þjóðverja. Þeir koma eins og fjandinn úr sauðar- leggnum og skjóta alt í kaf, ef þeim býður svo við að horfa. Þegar Þjóðverjar gripu til þess óyndisúrræðis, að gera tilraun til að loka öllum sundum kringum Bretland og Vestúr Frakkland, þá var þeim svarað með því að gera þessar tilraunir, sem menn þekkja, til þess að hepta alla aðflutninga til og frá Þýskalandi. Ekki hafa menn neina ástæðu til þess að ætla, að Englendingar og Frakkar geri það að gamni sínu eða af rætni, aö hindra eða spilla verslun hlutlausra þjóða. Ef vér, eða aðrar hlutlausar þjóð.r, verðum fyrir skakkafalli af ráðstöfunum þessara tveggja þjóða, þá er það óhjákvæmileg afleiðing af þessu hörmulega ástandi, sem nú er í heiminum. Bæði Frakkar og Englendingar hafa lýst því yfir há- tíðlega, að þeir berðust fyrir rétti smáþjóðanna, og að þeir vildu vernda og varðveita þjóðerni þeirra. Ekki hafa þær enn brotið þessi fögru loforð, og að óreyndu er ekki ástæða til að tortryggja þær, eða gruna þær um græsku. í þeirri von, að réttur vor verði ekki fyrir borð borinn að ósekju, verð- um vér þá líka að taka því með jafnaðargeði, þótt vér veröum fyrir einhverju skakkafalli, sem er óhjá- kvæmileg afleiðing af því, að vér T I L NI I N N I S: Baðhúsið opið v, d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifst. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 1 l/,-2i/2 síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 lifum á þessari víkinga og stiga- mannaöld. Því verður ekki neitað, aö vér erum talsvert upp á Englendinga komnir, hvað ýmsa aðflutninga til landsins snertir. Hér hefir verið taiað um, og gerðar tilraunir til þess, að fá undanþágu fyrir ísland frá útflutningsbanni á ýmsum nauð- synjum frá Englandi. Eg held því, að hyggilegra sé að tala rólega og æsingalaust um það, þótt þeir geri einhverjar ráðstafanir til þess að sannfærast um það, aö varningur, sem fer héðan, komist ekki til fjand- manna þeirra. Óhyggilegt held eg það væri og alveg þýðingarlaust, að fyrir- skipa hér símskeytaskoðun, eða á annan hátt gera tilraunir til þess að hindra Englendinga í því, að fylgjast með ganginum í verslun vorri eins og þá lystir. Ef slíkt væri framkvæmanlegt eða tækist, þá mundi afleiðingin verða sú, að vér stygðum að óþörfu bandamenn, og eftirlitið á sjónum yrði ennþá strangara. Vígsnekkjur og drekar þeirra mundu verða ennþá nær- göngulli skipum vorum og strönd- um landsins. Annar /ilutlaus íslendingur. Vátrygging gegn loftskipaárásum. Þegar Þjóðverjar hófu loftskipa- árásirnar á England, tóku menn þar í landi að kaupa vátryggingu á eignuin sínum gegn þeirri hættu, sem af þeim stafaði. En er árásir þessar gerðust tíöari, hækkuðu ið- gjöldin svo mjög, að menn fengu ekki undir risið. Einkum var erfitt að fá trygðar vörur, sem geymdar voru í hafnarbyggingum. Nú hefir enska stjórnin auglýst, að hún taki að sér vátryggingu gegn þessari hættu. Iðgjöldin eru mjög lág, að eins einn af þúsundi af íbúðarhúsum, en 33Á afþúsundi af vörum, sem geymdar eru í hafn- arbyggingum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.