Vísir


Vísir - 26.07.1915, Qupperneq 4

Vísir - 26.07.1915, Qupperneq 4
V 1 S 1 R Verðlag á kolum á Englandi. Verslunarmálaráðherra Englend. KAUPSKAPUR Vatnsheldu ferðafötin — góðu — inga hefir lagt fyrir þiginð frumv. til laga um verðlag á kolum. í frumv. þessu er það ákveðið, að verð koianna við námurnar skuli framvegis vera það sama og það var á tilsvarandi tímum á tíma- bilinu 30. júní 1913 til 30. júní 1914, að viðbættum 4 shillings á smálestina. — Þó nær þetta ekki til þeirra kola, sem ætluð eru til útflutmngs eða handa skipum. BÆJA8FRETT1R Afmæli á morgun. Geir Zoega verslunarm. Helgi Bergs, verslunarm. Guðbjörg Torfadóttir, ekkja. Gamalíel Jónsson, sjómaður. Þórarinn Kristjánsson, verkfr. Guðni Helgason, trésmiður. Magnús E. Jóhannsson, læknir. Gisli jónsson, prestur á Mosfelli. Ingunn Magnúsdóttir, ungfrú. Veðrið í dag. Vm. loftv. 757 nv. andv. “ 7,9 Rv. " 758 n.gola “ 9,0 íf. “ 759 v. st.gola “ 7,3 Ak. “ 756 nnv.andv. “ 5,0 Gr. “ 722 logn “ 4,6 Sf. “ 757 logn “ 7,1 Þh. “ 756 logn “ 11,0 Fjárlaganefndir þingsins fóru suður að Vífil- stöðum í gær í þrem bílum. Mun þetta vera fyrirboði þess, að landið taki að sér rekstur hælisins. Nora kom inn í gær, en hafði enga síld fengið. Hey er nú verið að flytja til bæjar- ins. Það er Eggert Briem frá Við- ey, uem það á. Dýrtíðarnefnd þingsins hefir mí* * lagt fram tvö frumvörp. Fara þau fram á, að nema ur gildi ýms fuglafriðunarlög, um stundar sakir, og að lagt verði út- flutningsbann á ýmsar afurðir ís- lenskar. Frv. þessi birtast í Vísi í dag, en nefndarálit á morgun. Kartöflur eru nú seldar á 25 aura pundið, hér í bænum. Gestir í bænum: Kakao, Suðusúkkulaði, Ávextir, Kex, Kökur, Vindlar, Tóbak, Cigarettur, Vindla- og Cigarettu- hylki, Reykjarpípur, Tóbaksdósir, Peningabuddur, Bréfaveski, Vasa- bækur, Vasahnífar o. fl. Alt nýkomið til Kolbrúnar á Laugaveg 5. fæst á hverjum degi í Bröttugötu 3. Sími 517 Meira um stirt bankafyrirkomulag. Þegar eg skrifaði grein mína, sem út kom hér í blaðinu 15. þ. m., bjóst eg við, að fleiri myndu þeir verða, sem fyndu hvar skórinn kreppir, og einurð hefðu til þess að Ieggja hér orð í belg; en því miður hefir því þó ekki verið að heilsa, því allir virðast nú sem fyr vera samhuga um það eitt, að láta berast sofandi að feigðarósi, og er sú aðferðin óneitanlega fyrirhafriar- minst. Þar sem því nú hinsvegar er einu sinni svo varið með mig, að eg kýs heldur að ieggja dálítið hart að mér í svipinn, en una við svefnmók hinna andvaralausu, þá langar mig til þess að biðja yður hr. ritstjóri enn um rúm fyrir eftir- fylgjandi línur í heiðruðu blaði yðar. Eftir því sem eg best veit, er því alment haldið fram, allstaðar nema hér hjá oss, þar sem kenn- ingin vitanlega er fyrir löngu orð- in úrelt og óhafandi, að bankar og lánsstofnanir einnar þjóðar, séu til vegna hennar, en hún ekki vegna þeirra, hér hjá oss er þetta vitan- lega þveröfugt, sbr. »praksis« þings og stjórnar or víðfrægra fjármála- og bankavitringa, sem setja hags- muni bankanna skör hærra en hags- muni þjóðarinnar. Mér finst það því vera alt annað en þakklátt, eður árenniiegt verk fyrir mig, að ætla mér hér að fara að telja upp dæmi, sem talin myndu aðfinslu- verð, ef fylgt væri fyrri kenning- unni, þ. e. að bankarnir væru til okkar vegna. í »Vísis* -blaði því er út kom 15. þ. rn., hafa menn væntanlega veitt því eftirlekt, að á 4. síðu sama blaðs, stendur dálítil grein með fyrirsögninni »Gangverð«, þar sem verið er að bera blak af bönk- unum út af réttmætum aðfinslum mínum í sama blaði, um söluverð bankanna á útlendri mynt. í gr. segir: »— — — Bankarnir hér verða að setja gangverðið töluvert hærra, vegna þess að þeir eru svo afskektir — — —« — það er ónýt og með öllu haldlaus afsök- un, því bankar vorir bæði eiga og geta notað símann, enda liefir það sýnt sig, að þeim ekki verður skota- skuld úr því, að færa sig nær heim- inum meö símanum, þegar þeirra eigin hagsmunir liggja við borð, smbr. hinar tíðu gangverðsbreyt- ingar bankanna dagana 13.— 20. þ. m., þ. 13. kostaði pund sterling hér hjá bönkunum kr. 18,35, þ. 14. kr. 18.60, þ. 16. kr. 18.80, og þ. 20, kr. 18.90, vel að merkja alt uppfærslur, og því arðvænar fyrir stofnanirnar, sem annars eru svo fjarskalega afskektai, sérstaklega þegar gangverðið er að falla(!), því góðra gjalda vert að þær gátu ait í einu komist það nær umheimin- um, að geta hér út á hala veraldar fyigst með daglegri gangverðshækk- un útlendrar myntar. — Bankavitr- ingum okkar til maklegs lofs(!) vil eg ekki láta þess hér ógetið, að pósthúsið hér, 20. þ. m., reiknaði gangverð pund sterlings, að eins kr. 18.70. Nú vita allir það, að pósthús, hvar sem er, reikna tals- \ vert hærra gangvirði útlendra mynta l en almennilegir bankar. Fyndist mér það því ekki úr vegi, að þjóð- in sendi bankastjórum vorum skraut- ritað þakkarávarp fyrir auðsýnda »Smartness«, í öllu gangverðsmál- inu. Nú með því að enn hefir ekki verið vikið neitt að þeirri hlið- inni, sem snerta innkaup bankanna á útiendri mynt, þá finst mér eg ekki geta skilið hér við þetta mál svo, að eg ekki skýri lítilsháttar frá þeirri hliðinni í sambandi við þær fyrri. Tel eg það því réttast, einn- ig að skíra þá hliðina með fáum tölum. Frh. B. H. B. Ágætar kartöílur og laukur nýkomið til Jóns Hjartars. & Co. Talsími 40. Verkamannna- stígvél að eins nokkur pör eru komin til Simi 39. Hótel ísland. Súpujurtir Og Súpuefni fæst hjá Jóni Hjartars & Co. Talsími 40. Bogi Brynjólfsson yfirr)ettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi ) Sknfstofutími frá kl. 5—6l/2 e. m. Talsfml 250 I eru nýkomin á Laugaveg 1. JÓN HALLGRÍMSSON. H æ s t verð á ull og prjónatusk- um er í »HIíf«. Hringið upp síma 503. Bókabúðin á Laugavegi 22 verslar með brúkaðar bækur inn- lendar óg útlendar. Á b u r ð kaupir Laugarnesspítali. Kransar úr lifandi blómum fást í Tjarnargötu 11 B. S t ó r hvít rós til sölu. Rauð- arárstíg 3. Til sýnis 3—5. Svefnpoki úr sauðargærum, vatnsheldur, fæst keyptur. Uppl. gefur Valdemar Jónsson hjá Steinolíufélaginu Amtmannsstíg 4 frá 9—12 f. hád. og 1—4 e. h. H USNÆÐI Gott húspláss,3 herbergi og eldhús, óskast frá 1. okt., helst í Austurbænum. Uppl. gefur Carl Ólafsson ljósniyndari. 5 herbergi, vinnukonuher- bergi og eldhús óskast til leigu frá 1. okt. Semjið við GunnarGunn- arsson kaupm. 2 snotur herbergi, og eldhús óska barnlaus hjón.að fá, frál. okt. í Austurbænum. Borgun fyrirfram mánaðarlega ef vill. Tilboð merkt »100« sendist á afgr. Vísis fyrir 30. júlí. 1 s t o f a með eldhúsaðgangi og geymsln óskast frá 1. okt. A. v. á. S t ú 1 k u vantar á Hótel ísland. Th. Johnsson. Kaupakonu — innistúlku — vantar nú þegar á gott heimili hér í nágrenninu. Uppl. á Bókhlööu- stíg 9, niðri. Válryggingar. Vátryggið tafalaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Britx hish Dominion General Insur- ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. TAPAÐ — FUNDIÐ P i 11 u r sá, er sendur var laug- ardaginn 17. þ. m. með yfirfrakka innvafin í pappír, frá bílnum R. E. 3, niður á bæjarbryggju, er beðinn að gera aðvart á miólkurútsölunni á Hverfisgötu 56, liverjum hann * hefur afhent áðurnefndan frakka.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.