Vísir - 26.08.1915, Side 2

Vísir - 26.08.1915, Side 2
VISIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5-6. Sími 400,— P. O. Box 367. Verkfall? Allir símaþjónar landsins krefjast kauphækkun- ar vegna dýrtíðar. Verkfall er boðað á laug- ardaginn, verði kröf- unni ekki sint. Fyrir nokkru fóru símaþjónar landsins fram á það við landsíma- stjóra, að fá hækkað kaup sitt vegna dýrtíðar, þannig, að hækkunin gengi úr gildi aftur, er dýrtíð sú, er nú stendur yfir, er liðin hjá. — Við þessari umsókn sinni fengu símaþjón- arnir ekkert svar. Nú leið nokkur tími, en í gær var landsímastjóra afhent bréf und- irritað af öllum símaþjónum í Reykjavík, á ísafirði, Borðeyri, Ak- ureyri, Seyöisfirði, Eskifirði, Norð- firði, Vestmannaeyjum og Hafnar- liröi, að meðtöldum miðstöðvum bæjanna. í bréfi þessu er þess krafist, að kaup starfsmanna sím- ans verði hækkað um 30% og gildi hækkun þessi meðan dýrtíðin stendur yfir og skorað á lands- stjórnina að leita samþykkis þings- ins til þessa. En verði kröfum þessum ekki sint, kveðast símaþjón- arnir munu leggja niður vinnu næstk. laugardag kl. 12 á hádegi. í þessum samtökum taka þátt allir sfmritarar á landinu aðrir en stöðvarstjórar, og er því sýnt hví- lík vandræði geta af þessu stafað fyrir Iandið, ef ekki verður úrsam- komulagi. — Því þó að stöðva- stjórarnir taki við símrituninni, þá er ekkert viðlit að þeir geti komist yfir verkiö. — En engir aðrir geta tekið að sér vinnu án undirbún- ings. — Þaö er því efasamt, að það sé verjanlegt, viðskiftalífsins vegna, að láta koma til verkfalls nú, er viðskifti við útlönd og innan- lands standa sem hæst. Af því tnundu kaupsýslumenn verða fyrir miklum óþægindum og peningalegu tjóni. — En auk þess mundi líka landið verða fyrir allmikln beinu tekjutapi, við það að færri skeyti yrðu send og tekjur landsímans þar af leiðandi minni. En það sem mestu varðar í máli þessu er réttmæti kröfu símamanna. — Laun þeirra eru auðvitaö miðuð við eðlilegt verð nauðsynja og get- ur því engum duhst, að tekjurnar, muni hrökkva skamt fyrir útgjöldun- um, þegar allar nauðsynjar hækka svo afskaplega í verði sem orðið er. Daglaunavinna og tímavinna hefir hækkað í verði, þó að lítið sé, en enn sem komið er er opLiberum starfsmönnum ætlað að lifa á sömu Iaunum og áður, þótt allar nauð- synjar hafi hækkað í verði um alt að 100% og jafnvel þar yfii. — • En Iaun símaþjóna (og póstþjóna) mun vera lægst allra opinberra starfsmanna. Ejgum við að sveita? í eitt ár hefir dýrtíðin farið versn- andi, og útlitið er nú verra en nokkru sinm áður. Vonin um, að stríðið yrði skarnt, er nú að engu orðin. Þjóðverjar hafa sýnt, að þeir eru ekki Iömb að fást við, og sigr- ar þeirra hafa verið stórkostlegir alt að þessu. En mótstöðumenn þeirra eru líka öflugir og ótrauðir. Líkur eru til, að þeir verði ofan á að lok- um. En hvenær verður það ? Ár- um saman getur hildarleikurinn staðið, fleiri og fleiri þjóöir komist í uppnám og ástandið farið versn- andi. Er það ekki eðlilegt, að vér, all- ur þorri Reykvíkinga, spyrjum sjáifa oss og aðra: Eigum við að svelta: Kaup flestra eða allra verkamanna, búðarmanna, skrifstofuþjóna er svo af skornum skamti, að verðhækkun nauðsynja er óþolandi. Það er á- reiðanlegt, að matvara og annað, sem ekki verður komist hjá að kaupa til daglegra þarfa, hefir hækkað í verði um 40—-80%i sumt meira. Síðustu árin f y r i r stríðið hafði þessi sama vara hækkað um 30— 50%- Og nú er óhætt að segja, að krónan er ekki meira virði, breytt í lífsnauðsyrijar, en 50 aura, voru um þetta leyti í fyrra sumar. Þetta finna þeir ekki, sem mikiö hafa af að taka, en vér hinir, sem verðum að komast af með líkt kaup og áður, finnum til þess. Vér kvíð- um fyrir vetrinum, sem fer í hönd. Því þótt vér kanske sjáum einhvern ! veg til að komast sjálfir af, með því að spara alt, sem með nokkru móti verður komist hjá, með því að lifa svo »einföldu Iífi«, að ekki megi tæpara standa að heita megi sultarlíf, þá vitum vér, að þeir eru ótal margir, sem hafa enn þá minna, og oss hryllir við, að heyra til bág- inda þess fólks. Vér mændum vonaraugum til þingsins, sem nú situr á svo nefnd- um rökstólum, því vér, sem utan við þinghúsið stóöum, fundum til skyldunnar, sem á þeim hvíldi, er vér höfðum kosið til að sjá um vel- ferð okkar. Kannske þeir geri eitt- hvað, áður en þeir Ijúka þinginu, en útlit er þó ekki til þess. Fugla- friðunarlögin, sem þeir voru að burðast með, hefðu líklega komið okkur kaupstaöarbúum að litlu gagni, þvi þótt vér hefðum lagst á hrafn- ana, þá hefðu það aldrei orðið marg- ir málsverðir, enda munu hrafnarn- ir hafa verið friðaðir áður. Ef vér ekki getum búist við neinu af þingi og stjórn, hvert er þá að leita? Til húsbænda vorra. Það er hverjum manni kunnugt að húsbændur vorir, útgerðarmenn kaupmenn og aðrir vinnuveitendur, græða flestir stórfé á þessum stríðs- tímum. Og er það þá ekki skylda þeirra, að láta starfsmönnum sínum í té hluta af þessum ágóða ? Sann- gjarnt sýnist það, enda er einstaka húsbóndi svo mannúðlegur að gera það. Aftur á móti hefir heyrst, að aðrir húsbændur hafi neitað starfs- mönnum sínum um uppbót á kaupi, er urn var beðið, enda þótt ástæð- ur væru til að veita. Allir húsbændur, sem geta, eru nú skyldugir til að sjá um, að þjón- ar sínir þurfi ekki að svelta eða sitja í kulda yfir veturinn. Það þarf ekki beint að veita starfsmönn- um lannaviðbót, heldur fjárupphæð nú, meðan ástandið er eins og nú. Styrkja þá til aö komast af á þess- um erfiðu tímum. Þegar dýrtíð- inni er lokið, má svo auðvitað af- nema þenna styrk. Það er erfitt fyrir þá, sem hing- að til hafa komist af að líta fram á sult og vandræði, kuida og klæð- leysi. Og þegar starfsfólk veit að húsbændur geta bætt kjör þess, en gera það ekki, er þá ekki eðlilegt að því finni«t sér misboðið? Eg hefi skrifað þessi orð af því, að eg veit að margir eru þeir hús- bændur, sem vildu bæta kjör þjóna sinna, en hafa ekki athugað nógu rækilega hvað það er erfitt að kom- ast af nú á tímum með sama kaup og áður. Hvað munurinn er af- skaplega mikill. Og hvað ástæðan er afskaplega mikil til að hækka laun starfsmanna. Ögmundur. Meiðyrðamál gegn Roosevelt. Roosevelt fyrrum forseti Banda- ríkjanna hélt eitt sinn í vetur sem Ieið ræðu um stjórnarfarið í New York-ríkinu. í þeirri ræðu réðst hann á einn af forkólfum republik- anaflokksins í New York, Barnes | að nafni. Kallaði hann Barnes ó- heiðarlegan stjórnmáhmann og bar honuni á brýn, að hann hefði gert samtök á laun við mótflokkinn, Tamany-menn, um að varna því, að gagnleg lög næðu fram að ganga y. á ríkisþinginu. Barnes höfðaði meiðyrðamál gegn Roosevelt og krafðist 50,000 doll ara í skaðabætur fyrir ummælin. | Mál þetta vakti feikna eftirtekt í I Bandaríkjunum og var engu minna j um það ritað í blöðum þar vestra um tíma í sumar, en Norðurálfu- ófriðinn. Réttarhöld og vitnaleiðsl- T I L M 1 N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. ti) 11 j Borgarst.skrifií. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Isiandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8l/2 siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/j-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 ur síóðu yfir í margar vikur og frægustu málaflutningsmenn í Banda- ríkjunum voru fengnir til að sækja og verja málið. Roosevelt varði sig með því, að ummæli sín um Barnes væru sönn og gögnuðust honum vitni að því. Barnes reyndi að færa sönnur á, að Rossevelt heföi, þegar hann var ríkisstjóri í New York-ríkinu og síöar, meöan hann var forseti, verið taumiipur við klíku- höfðingja flokks síns, og ekki ætíð hirt um, hvað alþýöu manna væri fyrir bestu. Þetta mistókst Barnes algerlega. Kom það í Ijós, að Roosevelt hafði í engu vikið frá því, sem hann áleit sannast og réttast i hverju máli, hvað svo sem klíku- höföingjarnir sögðu. Dómurinn fór á þá Ieið, aö Roose- velt var sýknaður. Einn af kvið- dónendunum vildi Iáta málskostnað falla niður, en eftir tvo daga lét hann þó undan hinum ellefu og dæmdi Barnes í málskostnað líka. Var talið, að málskostnaður Roosc- velts mundi vera 40—50 þús. doll- arar og málskostnaður stefnanda enn þá meiri. Bómull bannvara. í enskum blöðum frá 18. þ. m. er sagt að innan skams muni birt yfirlýsing frá öllum þjóðum, sem nú eiga í höggi við Þjóðverja og Austurríkismenn, aö þær ætli fram- vegis að telja bómull bannvöru. Sagt er Hka að þjóðir þessar búist við því að Bandarikjamenn muni mótmæla þessari ákvörðun, en ætla þá að verja hana með því að benda Bandaríkjamönnum á aug- lýsingu, sem Lincoln forseti gaf út 1865, aö öll efni sem notuð væru til hergagnagerðar væru bannvara. Herteknir íslendingar. Á manníjónslistum Breta, sem nýlega eru birtir í Times, eru taldir tveir íslendingar úr Kanadaherliðinu. Hafa þeir báðir verið handteknir. Mennirnir heita S. H. Sigurðsson og T. Jónasson. Þeir voru báðir í Winnipeghersveitinni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.