Vísir - 01.09.1915, Qupperneq 3
V í £> í K
JDveW? SaxvUas sxtvcm ©g feampavvn. S'wv V9ö.
o
Alls konar
lönaðar-yerkíæn
Nýr verðlisli með mynd-
um, ný-útkominn,
sendist ókeypis.
A Laugavegi 1
fr-est úrval af karlmanna-, unglinga- og drengja- ytri og
ft nri fatnaði. Peysur á unglinga og drengi. Axlaböndin
og ^xlabandasprotarnir góðu, líka nýkomið.
Laugavegi 1. Jón Hallg’rímsson
Drekkið
Carlsb erg
Porter
Heimsins bestu óáfengu
drykkir.
Fást alstaðar
Aðalumboð fyrir ísland:
Nahan & Olsen.
Þei
£0L
sem óska að fá keypt
1 hjá mér undirrituðum
geri svo vel að koma með pantanir frá
kl. 12-2 hvern virkan dag á Klapparst, 19.
Sími 175»
Yaientínns Eyjólfsson.
Uppboð
verður haldið á ýmsum dánarbúum laugardaginn 4. þ. m. kl. 4 sd.
á Laugavegi 53 B.
Samúel Olafsson.
a x
afbragðs>góður, frá
Hvanneyri,
fæct daglega á 1 kr. og 1,10 kr.
pr. V* kgr.
f Matardeildinni f
1 i af narstræti. Sími 211
iífáturfélag Suðurlands.
Umante^a.
Ágætur
bátu r
til sölu nú þegar hjá
Magnúsi Guðmundssyni,
Hverfisgötu 68 A.
Det kgl. octr.
Brandassurance Comp.
Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur
alskonar o. fl.
Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr.
N. B. Nielsen.
Prentsm. Gunnars Sigurðssonar.
vi ]xí £§\tí S&aWa&fwass0^
Úrskurður hjartans
Eftir
Charles Garvice.
Frh.
Þegar hann kom aftur heim —
hann var nokkuð lengi í burtu —
sendi hann eftir Whetstone, sem
var næstum oröinn hungurmorða
í London — því að hann var hálf-
sturlaöur — og gerði hann að urn-
boðsmanni.*
»Og heyröist aldrei neitt frá unn
ustu hans?« spurði Ralph.
Burchett hristi höfuðið. »Nei,
hún hvarf að fullu og öllu, alveg
eins og hún hefði dáið þá nótt.«
»Þetta er einkennileg saga«, sagði
Ralph og var hugsi. »En meðal
annars, þú hefir ekki sagt mér nafn
hennar. Hvað hét hún?«
»Janet Barchett«, svaraöi Bur-
chett svo lágt, að það heyrðíst varla.
Ralph hrökk við. »Hún var —«
«Systir mín«, sagði Burchett í
hásum róm, og höfuð hans féll
máttvana niður á britiguna,
Ralph brá litum og leit undan.
»Eg — eg samhryggist«, sagði
hann lágt og innilega.
Nú skildi hann, hvers vegna
Burchett hafði ætíð lifað einn síns
liðs, ög var bæði önugur og orðfár.
Burchett stundi þungan eins og
sjúkur maður. »Einkasystir mín«,
sagði hann. »Og eg elskaði hana.
Eg veit ekki, hvers vegna eg sagði
þér þetta. Ójá, við vorum að tala
um Whetstone.«
»Hann var að skoða smámynd
í nisti, þegar eg kom aftur inn til
hans«, sagði Ralph Iágt,
Burchett andvarpaði. »Já, hann
lét taka hana eftir ljósmynd, og
hann ber hana á sér dag og nótt.«
Hann þagnáði í eitt eða tvö augna-
blik og leit því næst til Ralphs,
sem studdi olbogunum á kné sér
og hélt höndunum um kinnar sér.
»Eg hefi ástæðu til að vara þig við
ástúð þessa heldra fólks, drengur
minn«, mælti hann alvarlega. Hún
er grimmari heldur en kuldi þess
og lítilsvirðing. Ef Janet hefði verið
látin vera kyr hjá mér og þau hefðu
aldrei gefið henni neinn gaum, þá
he fði iiún líklega oröið kona Whet-
stones og hamingjusöm. í þess
st; ö — Eg hefði átt að fara héðan,
en greifynjan bað mig að vera.
Eg hugsaöi, að ef til vildi kæmi
Ja iet. aftur og fyndi mig ekki. Og
— svo var eg kyrr. En hún kom
al irei aftur. Eg ímynda mér, að
hún sé dáin fyrir löngu síðan. Já,
ástúð þeirra er grimmari en kuldi
þeirra. Mundu það, drengur. Miss
Veronika —«
Ralph stökk á fætur. Hann var
blóðrióður upp í hársrætur og hló
hörkulega. »Hvað kemur Veronika
mér viö eða eg henni?« sagði
hann ögrandi.
Burchett ypti loðnu brúnunnm.
»Eg sá andlit hennar, þegaregstóð
í tyrunum í morgun. Það var alt
eift bros. Þú sast þar hjá henni og
drakst það bros í þig.«
Ralph hló hörkulega. »Hvaö,
hún sem setur mig til jafns við
duftið undir fótum sínum!« hróp-
aði hann. »Ferðu út í Vestur skóg
í kvöld, eða á eg að gera það?«
»Eg«, sagði Burchett, »Vertu
kyrr og hvíldu þig, þú hefir haft
nógu iangan vinnudag.«
En Ralph hristi höfuðið og greip
byssu sína. »Eg er alls ekki þreytt-
ur«, sagði hann festulega. »Eg ætla
að fara. Hæ, Bess! Hæ, Fouzerí*
Hundarnir stukku upp geftandi.
Ralph fylti pípu sína og fór því
næst út.
Þegar hundarnir komu út, stökk
Bess geltandi og nasandi að runna
emum þar rétt hjá. Ralph kallaði
til hennar byrstur. Hún hljddi, en
horfði þó á runnann.
Fáeinum mínútum eftir að Ralph
og hundarnir voru farnir, skreið
maður út úr runnanum, sem Bess
hafði horft á með svo miklutn tor-
trygnisvip, og læddist burtu.
Það var flækingurinn með reif-
uðu hendina. í andliti hans skiftist
á efasvipur og ánægja.
»Það er sama nafnið«, tautaði
hann. »Það er sami staöurinn. Það
hlýtur að vera rétt. Ef svo er, þá
er heillastund þín runnin upp,
Jimmy, karl minn. Já, hvort eg skal
ekki fá gullstraum og það endalaus-
an — endalausan!«