Vísir - 02.09.1915, Síða 2

Vísir - 02.09.1915, Síða 2
V 1 S 1 R VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aðaistr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. Læknisfræðis- docentinn. Um það mál skrifar Matth. Einars- son Iæknir, í læknablaðið (ágúst- blaðið) á þessa Ieið: Dócentsembætti í almennri sjúk- ddmafræði, líffærameinafræði (ana- tomia pathologica), blóðvatnsfræði (serologia) og sóttkveikjufræði (bac- teriologia), fór Iæknadeild háskólans fram á við alþingi, að stofnað yrði í sumar, þó þannig, að émbæítislaun yrðu ekki greidd fyr en í ársbyrjun 1917. í bréfi læknadeildar er bent á hve óhæfilega mörgum kenslugrein um sé hrúgað á prófessorana í læknadeildinni1) og sé bráðnauð- synlegt að kippa því í lag hið allra fyrsta. Ennfremur segir í bréfinu: reglugerð háskólans, 29. gr., er mælt svo fyrir, að þegar því verði við komið, skuli viðhafa verk- legar æfingar í sóttkveikjufræði, og eftir föngum fara yfir helstu atriði í líffærameinafræði. Deildin sér ekki að það sé gerlegt, að fresta því lengtir að gera ráðstafanir til þess að þetta geti komist í fram- kvæmd. Hvergi í læknisfræðinni hafa framfarir orðið svo stórkost- legar á síðustu árum, sem í þessum greinum og í blóövatnsfræði. Og sýnilegt, að framhalds má vænta í sömu átt. Þessari greina gætir því æ meir, en þær verða um leið svo yfirgripsmiklar, að ekki er orðið mögulegt fyrir aðra en sérfræðinga, að ná svo tökum á þeim, að vel sé við unandi, fylgjast með í fram- förunum, og ekki hvað síst hafa á hendi verklegar framkvæmdir. Nú hagar svo til, að starfsemi mann8, sem væri fær í þessum greinum, mundi homa að mikiu meira liði, en því einu að veita nemendum Jæknadeildar fullnægjandi kenslu í undirstöðuatriðum þessara greina. Þannig getur líf sjúklings oltið á smásjárrannsókn á æxlum o. fl., en x) Annar prófessorinn (G. M.) hefir t. d. til skamms tíma kent jafnmargar stundir á viku og allir kennarar í guðfræöisdeildinni til samans, auk allrar kliniskrar kenslu og operations-æfinga. slík rannsókn er oft og einatt svo vandasöm, að ekki er annara með- færi en æfðra lækna, sem sérstaklega hafa lagt stund á þess konar. En slíkt Iægi einmitt undir starfssvið þessa kennara, sem deildin óskar eftir. Erlendis er á hverjum há- skóla og víðar völ á slíkum lækni, sem hinir geta snúið sér til í vafa- sömuin tilfellum, og ekki þeir einir, sem næstir eru, heldur má senda þessa hluti til rannsóknar langar leiðir. Hér á landi er ekki og hefir ekki til þessa verið nokkur Iæknir, sem gæti fengist við þess konar rannsóknir, þær sem vanda- samastar eru, og er það einmitt bagalegt, og mundi slíkur læknir geta komið öllu landinu að liði. Þá er ekki síður títt, að sótt- kveikjurannsóknir séu nauðsynlegar Að lokum lætur deildin þess getið í bréfinu, að von sé til að í embætti þetta fáist maður, sem Iagt hehr stund á þessar fræðigreinar verklega í rúmt ár á góðum stöðuni, og muni hann því með hálfs annars árs starfa hér eftir í sömu átt, verða vel fær, þar sem um reglusaman hæfileikamann sé að ræða. — í þinginu var kosin 5 manna nefnd til að íhuga málið: Jón Magnússon (form.), Guðm. Hannes- son (ritari), Einar Jónsson, Jón Jónsson og Hjörtur Snorrason. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að um all-brýna nauðsyn væri að ræða, bæði fyrir háskólann og landið í heild sinni. (Hjörtur Snorrason var samþykkur ástæðum nefndar- álitsins, en sá sér ekki fært að stofna embættið að svo stöddu). Umræður urðu síðan nokkrar um máliö, og töluðu nokkrir með en enginn á móti, var síðan gengið til atkvæða og málið felt með miklum atkvæð- um! Þessi úrslit málsins komu öllum á óvart. Þegar háskólinn var settur á stofn, átti hann aö verða óskabarn þjóðar (og þings); alt átti að gera til þess, að hann yrði þjóðinni til gagns og sóma. Og mætti þá ætla, að viss- asti vegurinn til þess, væri, að auka og bæta kenslu-krafta svo sem bráðasta nauösyn krefði (sbr. reglu gerð háskólans, gr. 29) til þess að kenslan í þeim fræðigreinum, sem í upphafi var byrjað að kenna við skólann, yrði ekki á eftir tímanum, heldur gæti fylgst með, og hagnýtt sér allar frrmfarir og nýungar. Með því einu móti getur háskólinn, þ. e. kennarar og lærisveinar, orðið landinu til gagns og sóma. Þegar fyrir tveim árum æskti læknadeildin eftir aukinni kenslu, þá var það líka árangurslaust. En hvernig stóð á því, að þetta mál náði ekki fram að ganga? Þó var nefudin með því, allir þing- menn, sem töluðu í málinu, voru líka með því. Læknadeildin hafði glögt sýnt fram á, hver nauðsyu væii á að stofna embættið. Þörfin var auðsæ, en það var ekki nóg. Hefði málið átt fram að ganga, þá hefði þurft að fá loforð fyrir atkvæði hvers þingmanns fyrir sig, svo að þeir gætu offrað at- kvæði sínu, eins og af »privat«- greiðvikni eða góðsemi, en ekki að eins vegna þess, hve þörfin var mikil. Féleysi hefir naumast verið fil að dreyfa, því þá hefði ekki verið stofnað docenls-embætti í grísku og latínu í fyrra, og rnundi ekki verða stofnað professors-embætti í »hagnýtri sálarfræði« nú, sem liggur víst mjög nærri að gert verði. M. E. Framtíðarpólitík Þjóðverja. Brennipunktur óf riðarins. Sem kunnugt er, hafa Þjóð- verjar á undanfarandi árum lagt mikla áherslu á að útvega sér nýlendur, efla flota sinn og ger- ast sjóveldi. — En til þess að verða það,. að nokkru gagni, þurftu þeir að bjóða Englend- ingum byrgin og til þess þarf meira en lítið. Nú er svo að sjá, af nýjustu þýskum tímaritum, að Þjóðverjar séu að vakna af þessum sjó- veldisdraumum sínum. — Nú hafa þeir mist allar nýlendur sínar og beðið talsvert tjón á flota sínum og virðast nú orðn- ir afhuga því, að geta hnekt sæ- veldi Endlendinga og náð aftur nýlendunum. Aftur á móti þykjast þeir enn sem komið er, hvergi smeikir á landi, enda hafa þeir nú unnið allmikið á, að vestan og austan, og náð haldi á allmiklu landi á báðar hliðar. Með öðrum orðum : framtfðar- stefna þeirra er af sjálfu sér komin inn í nýjan farveg, hún er að breytast úr sœve/d/s-póli- tík í meginlands-póUtík. Þeir finna það nú, að þeir verða að haga sér eftir því sem styrkur þeirra getur notið sín best — og það er með því, að sækja fram á landi. Þar með eru Þjóðverjar að komast nær því sem vakti fyrir Bismark. Hann hafði aldrei mikla trú á nýlendu- pólitíkinni. En þá kemur sú spurning, hvert Þjóðverjar muni helst leita, Munu þeir hugsa um að leggja Frakkland undir sig? Nei, að vestanverðu er svo að skilja, að þeir geri sig ánægða með Belgíu sem þeir nú þegar hafa á valdi sínu. — Þá munu þeir heldur T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Lauf.ásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafniö opið F/,,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vífilsstaðahælið. Hcimsóknarb'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 ekki hugsa til þess að taka srteið af Rússlandi né skerða Ítalíu — það yrði of kostnaðarsamt og ótrygt. Nei, hugur þeirra mun nú helst stefna í suðurátt, gegn Balkanríkjunum. Svo er að heyra sem þeir muni snúa þangað að- alafli sínu jafnskjótt og þeir fá ráðrúm til þess. Að vísu kalla þeir ekki svo sem þeir muni leggja undir sig Balkanríkin beinlínis, heldur þvinga þau »undir þýsk áhrif og viðskiftt*. Er œtlanin sú, að láta þessi »þýsku áhrif« ríkja frá Belgíuströndum og austur að Indlandshafi. Nú hafa bandaþjóðirnar gert sín á milli tollsamband á móti Þjóðverjum til þess að hnekkja verslun þeirra og viðskiftum. — Þessu kveðast Þjóðverjar verða að svara í sama tón með því að mynda annan pólitískan við- skiftahring á móti. — í þessum hring er auðvitað Austurríki og Ungverjaland sjálfsagt og svo ríki Tyrka, en til þess að byggja brúna á milli liggur leiðin auð- vitað yfir Balkan. Viðleitni bandaþjóðanna mun verða sú, að reyna að hnekkja þessari fyrirætlun og koma í veg fyrir að Þjóðverjar nái beinu og tryggu sambandi við Tyrki. Allar hortur eru þá á því, nú, að brennipunktur styrjaldarinn- ar lendi yfir hið gamla ófriðar- horn álfunnar — á Balkan. Þarna er sem sé eini vegur- inn fyrir Þjóðverja til þess að brjóta sér varanlega leið út úr bóndabeygjunni og einmitt þarna er það sem bandaþjóðirnar verða að reyna að loka utan um þá hringnum. Nú eru ítalir komnir af stað gegn Tyrkjum og munu líklega njóta sín þar fult svo vel sem gegn Austurríki og Þjóðverjum. — Nú stendur samningaslagur- inn um Búlgaríu. Þjóðverjar og bandaþjóðirnar toga þar í sín hvoru megin. En með því að Búlgarar munu farnir að skilja hvert stefnir fyrir Þjóðverjum, þá munu þeir sennilega lenda með bandaþjóðunum. SetvdÆ a\x$^s\t\$at timat\U$a.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.