Vísir - 25.09.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 25.09.1915, Blaðsíða 2
V 1 S \ R VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá ki. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. Hafnarumsjónin. Svar til Jón Þoriákssonar landsverkfræðings. Frá ]. Ó. ---- Nl. Jóni Þorlákssyni þykir það illa farið, að bæjarstjórnin skyldi veita fé til umsjónarstarfsins áður en hún vissi hvað í umrjónarstarfinu fælist, virðist honum réttara hefði veriö að vísa málinu til hafnarnefndar aftur til frekari undirbúnings. Það er eins og verkfiæðingurinn hafi haidið að hér væri um að ræða mála- myndarsýslan, einskonar bitling. Fáum mun þó blandast hugur um að umsjón með höfninni og því sem henni tilheyrir, muni reynast nægilegur starfi einum manni, og ekki hefir J. Þ. altaf verið hræddur um þetta, sem sjá má af ummæl- um hans á bæjarstjórnarfundi 19. ág. Þá getur hann þess í sam- bandi við eina af sínum alkunnu fyrirspurnum viðvíkjandi höfninni, að tilganginum með hafnarumsjón verði helst náð með þeim hætti að framkvæmdarstjórnin verði í höndum eins manns, er vitanlega stæði undir bæjarstjórn og hafnar- nefnd. Um þetta atriði eru víst allir á einu máli. En hafnarnefndin taldi heppilegast að veita stöðuna sem fyrst, til þess meðai annars, að um- sjónarmaðurinn gæti kynt sér alla tiihögun og síðan gefið bæjarstjórn og hafnarnefud ieiðbeiningar i öllum þeim málum er hér að lúta og orðið gætu til hagsmuna. Hitt er satt er J. Þ. segir, að ræða hefði átt í hafnarnefnd starf- svið umsjónarmannsins strax er fjár- veiting var fengin. En ekki er hafn- arnefndinni í heild sinni gefandi sök á þesssu, því formaður nefnd- arinnar sem jafnframt er borgarstj. lagði eigi það mál fyrir fundinn fyr en fjórum dögum áður en starfinu skyldi veittur, eins og J. Þ. hefir tekið fram. Ekki skil eg það, og svo mun fleirum fara, að dráttur sá er varð á tillögum til erindisbréfs hafnar- umsjónarmannsins, hafi nokkru vald ið um hin hrapallegu kosninga úr- slit á bæiarstjórnarfundinum 2. þ. m„ því að gera mætti ráð fyrir því að flestir bæjarfulitrúar vissu þó, að hér var að ræða um umsjón á sjó að nokkru leyti, og því síður starf fyrir snikkara en skipstjóra. Hér liggja því þær orsakir til úr- slitanna, er eg drap á í fyrri grein minni. Eg get því nærri að sparsemis- hugmynd bæjarfulltrúans, síðast í grein hans, muni — eins og hann Kensla í kvenlegum hannyrðum. Undirrituð tekur að sér að kenna stúlkum kjólasaum, peysufata- saum, léreftasaum, baldéringu, hvítan og mislitan útsaum, knipl o. fl. Kenslan stendur yfir frá 15. oktober til 14. maí, og verður þeim tíma skift í tvö námskeið (3V2 mánuð hvort). Elísabet Valdimarsdóttir til viðtals í Iðnaðarmannahúsinu kl. 1—2 og 4—5. Linoleum / margar teg., nýkomið í Bankastræti 7. T I L MINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifst. í brunastöð opín v. d • 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. )2-3og5-7v.d Islandsbanki opinri 10-4 K. F. U. M. Alm. samk. snnnd. 8'/a siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími lcl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-3. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið V/^-21^ síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-ó. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 ^oxvat&ux & *yx\sUxvt\. Gullfluíningur til Bandaríkjanna. Ný matsala. Undirrituð byrjar matsölu í Ingólfsstræti 4, 1. okt. n. k. Sérstaklega þœgilegt fyrir námsfólk. Fyrst um sinn til viðtals á Njálsgötu 6, kl. 2—6 síðd. Sigríöur Þorsteinsdóttir. sjálfur komst að orði — láta vel í eyrum bæjarbúa. Það virðist svo undur einfalt að fela hafnsögumanni að raða skipum og bátum fyrir að eins litla þóknun. En hitt vildi eg benda á í sambandi við þetta, að þeim hluta hafnargerðarinnar, sem að vitni J. Þ. sjálfs mun verða mest tekjulind hafnarsjóðs (kola- bryggjan), er svo langt komið að ekki mun líða á löngu áður en hún verður tekin til notkunar. Og ennfremur ætti höfnin sem allra fyrst að fá i sínar hendur vatnssölu til skipa. Vatnssalan er nú í hönd- um eins manns er vitanlega græðir á henni stórfé árlega, jafnvel tugum saman þúsundir. Þetta með öðru fleiru er smám saman bætist við mætti ef til vill fela hafnsögumanni fyrir litla þóknun, en afarmikill sparnaður getur stundum orðið til ist það of oft eiga sér stað hér, að laun starfsmanna séu talin eftir, en minna hugsað um nytsamt starf fyrir þá. Samning þessa marg-umrædda erindisbréfs fyrir hafnarumsjónar- manninn mun nú bráðlega koma fyrir hafnarnefnd, en eigi væri það ólíklegt að meirihluti hafnarnefndar vísaði því starfi frá sér, og til hins góðgerðasanria meirihluta í bæjar- stjórninni, er kaus smiðinn. Viðsjár með Austurríki og Banda- ríkjunum. Um síðustu mánaðamót var amerískur blaðamaður á leið til Þýskaiands á hollensku skipi. Skipið kom við í Falmouth á Englandi og kom Dr. Archibaid, svo hét blaðamaðurinn, þar í land og fyrir einhverra hluta sak- ir, var hann handtekinn af lög- reglunni. Skjöl þau er hann hafði á sér, voru rannsökuð og kom þá í Ijós, að hann flutti bréf frá Dr. Dumba, sendiherra Austur- : ríkismanna í Washington, til bar- on Burians í Austurríki. Bréfið ! var opnað og síðar birt almenn- ingi. í bréfi þessu útlistaði sendi- herrann fyrir Burian að hægt væri að koma verkfalli af stað í öllum vopnasmiðjum í Bandaríkj- unum svo að þeim yrði ómögu- legt að selja Englendingum og Frökkum vopn. Kvað hann til þess þurfa allmikið fé, og bað um samþykki stjórnar sinnar til að verja fé í þessu skyni. í bréf- iiiu er þess einnig getið að v. Papen, hermálaráðunautur þýska sendiherrans í Washington, sé honum sammála um að með því að nota óspart fé, megi stöðva | vopnaútflutning til bandamanna. Þegar bréfið var birt í Banda- ' ríkjablöðunum, urðu þau óð og ! uppvœg og kváðu Dr. Dumba ; hafa brotið af sér sendiherrarétt | sinn, með því að stofna til inn- | anlandsóeirða með verkföllum. ! Kröfðust þau þess, mörg hver, að Dr. Duma yrði afhent vega- bréf og honum sagt að halda heim og sömuleiðis v. Papen. Dr. Dumba gat auðvitað ekki neitað því, að hann hefði skrifað bréfið, en hann kvaðst hinsveg- ar hafa rétt til að banna öllum þegnum Austurríkis og Ungverja- , lands að vinna að vopna- og skotfæra smíði í verksmiðjum er seldu bandamönnum vopn.En eins og kunnugt vœri, þá ynni mikill fjöldi Austurríkis og Ungverja- lands manna í þessum verksmiðj- um. — Blöðunum þótti þetta engin afsökun vera og hétu á Wilson að senda Dr. Dumba heim. — Stóð á því stímabraki, er síðast fréttist. Sendið augl. tímanlega Gullið streymir nú til Bandaríkj- anna frá Norðurálfunni, eins og við er að búast, þar sem miklu meira er flutt út frá Bandaríkjunum en inn Banki einn í London hefir gefið út skýrslu um gullinnflutning Banda- ríkjanna frá því í ófriðarbyrjun og til ágástmánaðarloka og er hún á þessa leið: Frá Daúmörku 300,000 dollarar — Ástralíu 2,000,000 — — Hollandi 2,000,000 — — Kína 3,700,000 — — Japan 9,625,000 — — Frakklandi 11,500,000 — — Englandi 20,590,000 — — Canada 98,802,000 — Gullið frá Canada var mest megn- 's eign Englandsbanka. Bankar i Bandaríkjunum liggja nú með svo mikinn gullforða, að þeir vita naumast hvaö þeir eiga af gullinu að gera. Hafa blöð þar vestra látið í ljósi, að æskilegt að ófriðarþjóðirnar, einkum væri England, tækju stórt lán þar vestra. Ræðufjöldi neðri deild alþingis 1915. Bjarni Jónsson 123 Ráðherra 115 Guðm. Hannesson 107 Sveinn Björnsson 94 Mallh. Ólafsson 68 Pétur Jónsson 64 Sig. Eggerz 57 Jón Magnússon 52 Guðm. Eggerz 43 Magnús Kristjánsson 39 Forseti (Ól. Br.) 37 Björn Kristjánsson 33 Benedikt Sveinsson 31 Sig. Sigurðsson 31 Eggert Pálsson 29 Jón Jónsson 26 Skúli Thoroddsen 26 Jóh. Eyjólfsson 23 Sig. Gunnarsson 23 Stefán Stefánsson 22 Þorleifur Jónsson 22 Björn Hallsson 19 Einar Jónsson 17 Þór. Benediktsson 12 H. Hafstein 10 Hjörtur Snorrason 1 Alls 1124

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.