Vísir - 07.10.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1915, Blaðsíða 2
V ISIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. Tombólur og leiksýningar. Síra Ólafur Ólafsson skrifar grein um »Stórhneikslan!egt ástand® í Morgunbl. á sunnudaginn. — En hvert þetta stórhneikslanlega ástand er, veit eg ekki. Tilefnið til greinarinnar virðist vera það, að bæjarfógeti hefir tekið upp þá reglu nú í dýrtíðinni, að neita um öll tombóluley.fi. Þó virð- ist síra Ólafur ekki telja það stór- hneikslanlegt — hann telur það jaínvel gott og sjálfsagt. Hann talar mikið um trúða og loddara í greininni. — Líklega er það þá Siijison sá, sem sýningarnar hélt í Iðno á dögunum, sem hefir komið prestinum af stað. En þá var það þó óneitaniega óheppilegt, að greinin skyldi ekki koma út nokkru fyrri, því að fyrir nokkrum dögum skýrði Vísir frá því, að bæjarfógeti hefði neitað manni þess- um um leyíi til að halda fleiri sýn- ingar en þær tvær, sem hann þá hafði haldið. — Greinin virðistþví koma eftir dúk og disk, ef ekki er önnur ástæða. En skyldi ekki önuur ástæða gægjast upp hjá presti ? Hann endar greinina með því að »skora fastlega á bæjarstjórn og bæjarfógeta, að láta einkis ófreistað til að hefta allar leiksýningar og loddarasýningar hér í bænum, með- an ástandið er svo sakir harðæris og ýmsra erfiðleika, að synja verður góðgerða félögum bæjarins um tombóluleyfi.* Þetta virðist vera tilgangur grein- arinnar. Eg veit nú ekki hvort þarna er átt við leiksýningar þær, sem Leik- félag Reykjavíkur heldur uppi og veittur er styrkur til á fjárlögunum. Undarlegt væri það, ef síra Ó. Ó. geröi sér nokkra von um árangur af þeirri áskorna, þó að ómögulegt sé að skilja orð hans á annan veg. Það væri undarlegt að banna fram- kvæmdir á því, sem veitt er fé til að framkvæmt sé, Eg ætla nú ekki að fara að rök- ræða það við síra Ólaf, að svo stöddu, hvern rétt leiksýningar Leik- félagsins eigi á sér. Aðeins vil eg benda á það, að hvergi í víðri ver- öld munu slíkar sýningar vera bannaðar vegna dýrtíðar. Og hvergi í víðri veröld munu slíkar sýningar vera taldar með sýningum loddara og trúða. En á hitt vil eg benda bæði honuni og öðrum, að tombólur eru alveg sérstök tegund skemíana. Tombólur eru í raun og veru fjár- hættuspil, þó að í smáum stíl sé. Og það er einmitt aðallega þess vegna, að þær eru nú bannaðar. Það er gert láð fyrir því, að leik- sýningar sæki ekki aðrir en þeir, sem hafa efni á því, og það er óhætt að fullyrða það, að enginn fer í leikhúsið, ef við borð liggur að hann svelti. En lom- bólurnar sækir fjöldi manna í von utn beinan peningalegan gróða. Og þaö er auðvitað, að þeir sem sækja þær í því skyni eru ekki efnamennirnir, heldur e. t. v. ein- mitt sama fólkið, sem tombólurnar eru haldnar til að styrkja. Með allri virðingu fyrir góð- gerðafélögum bæjarins, verð eg að segja það, að aðferðin til að afla peninga til góðgerðanna er ekkí sú skemtilegasta. í sjálfu sér eru pen- ingarnir „narraðir“ út úr mönnum. Mönnum er á tombólum gefin von um gróða, sem í langflestum til- fellum bregst.. Og þegar þess er gætt, að fé það sem upp úr tom- bólunum hefsf, að mjög miklu leyti, kemur frá mönnum sem ekki eru aflögufærir, þá liggur mér við að efast um, að tilgangurinn helgi með- alið. — Miklu viðkunnanlegra væri að félögin söfnuðu gjöfum, því þá væri þó áreiðanlegt, að þeir eimr gæfu sem gætu. Og að endingu þetta: eg er ekki sannfærður um, að góðgerða-tom- bólurnar eigi ekki meira skilt við trúða og loddara en leiksýningar Leikfélagsins. _ J' M Fjárlagafrumvarp Breta. 21. f. m. átti að leggja fram í enska þinginu fjárlagafrumvarpið. Bjuggust menn við að skattar og tekjur mundu auknar að mikl- um mun. Sérstaklega var búist við að tekjuskatturinn yrði hœkk- aður. — Kaupmenn höfðu tekið mikið af tei, tóbaki, kaffi og áfengum drykkjum úr tollgeymslu í byri- un seftembermánaðar, en nokkr- um dögum áður en fjárlagafrum- varpið skyldi lagt fram var gef- inn út konungsúrskurður um það að enginn mætti framvegis fá ofangreindar vörur úr tollgœslu fyrr en ný fjárlög væru gengin í gildi. Er þessi konungsúrskurð- ur talinn líós vottur þess að toll- ur af kaffi, tei og áfengum drykkj- um verði hækkaður að miklum m - w m iwr Regnkápur. Stórt úrvai! ensr Sturla Jónsson. m ♦ m V. B. K. er nýbúin að fá aftur Dömukamgarnið margeftirspurða. Ennfremur er Þaksaumurinn þjóðarfrægi kominn. Verslunin Björn Kristjánsson. Nýmóðins gardínutau, 12 tegundir. STUMPAR 6 teg., (þar á meðal rósóttir stumpa BORÐDÚKAR (pluss og damask), SILKI, SLIFSISBORÐAR, HÁRBORÐAR, HÚFUR (unglinga drengja), SVUNTUR, MORGUNKJÓLAR, nýkomið til Kristínar Sigurðardóttur, Laugavegi 20 A. .-»111-. •^iM viiri iiira. -^^^i Frá því í dag seljum vér alla oliu eftir vigt. Tunnurnar reiknum vér sérstaklega á 6 krónur. Allar þær tunnur, er vér afhendum eftirleiðis, kaupum vér aft- ur á 6 krónur, hingað komnar oss að kostnaðarlausu. Reykjavík 15. sept. 1915. \slenstia sto\uaUuMutaS«foa. Alfatnaður seldur afar ódýrt. Sturla fónssoUo mun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.