Vísir - 30.11.1915, Side 2
v i i i K
VISIR
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng frá
Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 1—3.
Sími 400.— P. O. Box 367.
ij' ‘JvSuv o$
i
gufuhreinsað, lyktarlaust.
Í Tilbúinn Sængurfatnaður.
Frá bæjarstjórnarfundii
26. nóvember.
Á víð og dreif.
Eins og skýrt hefir verið frá
snerust umræður aðall. um skóla-
málin, en komu annars all-víða við.
S i g h v. B j. kvað reka að því,
að bæjarstj. yrði fyr en seinna að
leita nýrra tekjustoína fyrir bæjar-
sjóð. Niðurjöfnun orðin alt of há.
Þó að fram úr því ráðist í þetta
sinn vegna all-mikils gróða ýmsra
manna, væri ekki á því byggjandi
í framtíðinni, enda mætti ekki níð-
ast á þeim mönnum sem héldu
uppi aðalatvinnuvegi bæjarins. Nauð-
synlegt að endurreisa nefnd þá,
sem skipuð hefði verið til að at-
huga ióðargjaldamálið o. fl.
Sv. B j. gat þess, út af ummæl-
um borgarstj. á síðasta fundi, að
hann teldi enn nauðsynlegt, að finna
ráð til að losna við sorpið úr bæn-
um á annan hátt en að bera það
í götur eða nota það til uppfyll-
ingar á þeim stöðum, sem byggja
ætti á. Þó að slíkt hafi verið gert
víða, þá sé það alstaðar álitin óhæfa,
frá heilsufræðisl. sjónarmiði. Oft
kæmi það fyrir, að drepsóttir kæmu
upp þar sem verið væri að grafa
í sorphaugum; nefndi hann dæmi
til þess frá sveitabæ einum, þar
sem flest heimafóik hefði Iagst í
taugaveiki og sumir dáið. Þetta
ættu bæjarmenn á hættu. f göturn-
ar væri altaf verið að grafa, fyrir
vatni, ræsum, gasi o. s. frv. og í
hvert sinn sem grafið er í götur,
sem fyltar hafa verið upp með
sorpi ætti bærinn á hættu að fá
drepsótt yfir sig. —- Vildi heldur
bíða eftir veginum yfir Tjörnina en
horfa daglega á það, að börn væru
að róta í slíkum óþverra.
Ýmsir aðrir bæjarfulltrúar tóku
eindregið í sama streng.
Jón Þorláksson kvaðst
hafa búist við að bæjarstjórn yrði
verður haldið
\ S.
kaupmanns í Hafnarfirði
miðvikudaginn næstk, (1. des.) og hefst ki. 11 árdegis
á ýmsum verslunarvarningi
og fleiru, þar á meðal:
Olíufatnaður. Hveiti, Kex. Pyisur.
Enn fremur verður reynd sala á fólksflutningavögnum,
vöruflutningavagni og aktýgjum.
hræddari við hækkunina á aukaút-
svörunum en raun varð á En það
væri eðlilegt, að gjöld hækkuðu
nokkuð frá ári til árs. Hin mikla
hækkun niðurjöfnunarinnar stafaði
að nokkru leyti af því, að of litlu
hefði verið jafnað niður 1914, fekju-
halli það ár um 40 þús. kr. Það
ár var jafnað niður um 140 þús.,
en hefði átt að vera 180 þús, og
hefði niðurjöfnunin þá ekki orðið
meiri nú en 212 þús. og hækkun-
in þá að eins 32 þúsund.
Út af líkkistufundinum í lóðinni
bak við lyfjabúðina, vildi hann láta
rannsaka hvort nokkuð hefði verið
látið af hendi af gamla kirkjugarð-
inum sem byggingarióð, því þá yrði
að kippa því í lag og gera ráð-
stafanir til þess að ekki yrði bygt á
þeirri lóð.
Siguröur Jónsson upp-
lýsti að þessi baklóð lyfjabúðarinn-
ar hefði smátt og smátt verið látin
af hendi ti) trjáræktar og vildi j. Þ.
þá láta slöðva bygginguna á henni,
þar tii lyfsali hefði sótt um leyfi til
að byggja á ný, því að leyfið hefði
bygst á því, að þetta væri eignar-
lóð hans.
Borgarstjóri kvaðst ekki
vita til að nein skrif væru til um
þetta, engin þinglesin höft á lóð-
inni og engrar leigu krafist eftir
hana. Hún hefði því verið skoð-
uð sem eignarlóð og væri bygg-<
ingarnefnd eða bæjarstjórn því ekki
gefandi sök á þessu. Það hefði
verið sér kunriugt, að þarna hefði
verið kirkjugarður en líka að um
80 ár væru síðan grafið hefði ver-
ið þarna. Og þegar grafið hefði
verið í Kirkjustræti hefðu að eins
fundist einstök bein.
Þorv. Þorvarðsson vildi
láta gera alvarlega gangskör að því,
að fínna nýjar tekjulindir fyrir bæ-
inn og skipa nefnd í því skyni
strax eftir nýár. Mintist á lóðar
gjöldin en kvað þau ekki mundu
nægja til að fullnægja þörfinni. En
ýmsar aðrar uppástungur hefðu
komið, fram, svo sem botnvörpuút-
gerð o. fl. — Ef ekki yrðu fundin
ráð til að lækka bæjargjöldin mætti
jafnvel gera ráð fyrir því, að menn
færu að flýja bæinn; væru dæmi til
þess, að sjómenn teldu sér heimili
erlendis að eins til að komast
hjá því að greiða bæjargjöldin. —
Einnig mintist hann á húsnæðis-
leysið í bænum, og taldi óhjákvæmí-
legt að bæjarstjórnin yrði að ráða
fram úr þeim vandræðum, sem yfir
bænum vofðu í því efni.
Eyrirs, urn gerði hann um það,
hvers vegna fjárhagsnefnd legði til
að hætt yrði að leggja gasæðar í
hús ókeypis, áleit þetta ranglæti.—
En ekkert svar fékk hann við því.
Samningur
mílli
Grikkja og Búlgara.
ítalskt blað hefir nýlega birt
samning, sem Grikkjir og Búlgarar |
höiðu átt að gera með sérskömmu
eftir að Venizelos fór frá völdum
í haust.
Hér fara á eftir aðalatriði samn-
ingsins:
Gríska stjórnin lofar að gæta al-
gers hlutleysis gagnvart Búlgaríu,
Tyrklandi og miðveldunum.
Grikkir ábyrgjast að ekki skul
ráðist á Búlgara þeim að óvörum
frá Grikklandi. Gríska stjórnin lýsir
því, að hún skoði her bandamanna í
Saloniki, sem gest, og að henni sé
ekkert um þann gest gefið, en geti
þó ekki vísað honum á burtu.
Hún lofar ennfremur að hún skuli
enga hjálp veita þessum her.
Stjórn Grikkja lýsir því ennfremur
! yfir, að hún telji bandalagssamn-
inginn viö Serba algerlega úr gildi
failinn, og að henni sé frjálst að |
Tll M I N N I S:
Baðhúsið opið «■ d. 8-8, ld.kv. til 11
Borgarst skrifií. í brunastöð opin v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7^
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8Vj siðd
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími ki. 11-1.
Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og 4-7
Náttúrugripasafnið opið l‘/7-2'!„ síðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d.
Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Ókeypis lækning háskólans
Kirkjustræti 12:
Alm. lækningar á þriðjud. og föstud.
kl. 12—1.
Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud.
kl. 2—3.
Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3.
Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið-
vikud. kl. 2—3.
taka upp hverja þá stefnu sem hún
telji best henb til þess að Grikkir
nái því takmarki sem þeir stefna að
Búlgaría lofar að f/yfja burtu her
sinn frá landamærum Grikklands,
og hindra á engan liátt liðssöfnun
Grikkja.
Búlgaría afsalar sér öllu tilkalli til
Kavalla og þeirra héraði í Make-
doníu, sem Grikkir eiga nú. Hún
lofar ennfremur að sjá um að
Grikkir eignist þau Iönd í Albaníu
sem þá lystir og kveðst muni styrkja
þá til þess með vopnum ef á þurfi
að halda.
Enn fremur lofar Búlgaría að sjá
Grikklandi fyrir vörum, sem þeir
geti ekki flutt að sér á sjó.
Samning þenna höfðu konungar
landanna undirskrifað, Ferdinand og
Konstantin, og fo sætisráðherrar
þeirra, Radoslavoff og Zaimis.
Boo&er WasBington
látinn.
Booker Washington frægur menta-
frömuður af Svertingjaætt er ný lát-
inn í Tuskeegee í Bandaríkjunum.
Washington vann kappsamlega að
þvi alla æfi að menta Svertingja í
Bandaríkjunum og bæta kjör þeirra
og varð vel ágent í því efni. Hann
ferðaðist um Norðurálfuna fyrir
3—4 árum og var hvarvetna vel
tekið.
Þeir sem þurfa
að sótthreinsa
eða þvo tau af sjúkum, ættu að
kaupa hina ágætu
Regnbogasápu
í Nýhöfn.