Vísir - 12.12.1915, Blaðsíða 1
I
Utgefandi
HLUTAFELAG
Ritstj. JAKOB MOLLER
SÍMI 400.
Skrifstofa og
afgreiðsla i
Hótel Island
SIMI 400
5. árgi
Sunnudaginn 12. desember 1915.
368. tbl.
G AM LA BIO
Skuggar
liðins tíma
Sjónleikur í 3 þáttum,
leikinn af þektum ameriskum
leikurum.
Sauimlar
nýkomnar til
Egili Jacobsen
Jóla-Gonfect
Ef einhverjir vilja vera mér hjálplegir með að auglýsa þennan mótor — eins og t. d. hn
Ouðm. Eiríkss. umboðssali gerir í »Morgunblaðinu« og »Ægi« — er eg mjög þakklátur fyrir það.
Eg er þegar búinn að selja 28 Caiile Mótora á íslandi.
fPUT Pantið tímanlega fyrir vorið.
O. Ellingsen,
A ð a 1 u m b o ð s m a ð u r á íslandi
best í
LANDSTJ0RNUNNI
Þeir sem vilja fá
myndir stækkaðar
fyrir jólin eru vinsamlega beðnir að koma með pantanir sem fyrst.
Virðingarfylst.
Sigríður Zoega.
Hverfisgötu 18.
Jólatró
Jólakerti
Spil o. fl,
fæst í verslun
Giunnars Þórðarsonar
Sími 493. Laugavegi 64.
Ferdinand
— Búlgara-konungur. —
Þeir eru allir meira og minna
þýskir að ætt og uppiuna, Balkan-
konungarnir. — Ferdinand Búlgara
konungur er sonur Augusts prins
af Sachsen-Coburg og var austur-
rískur herforingi, þegar hann var
kosinn til fursta í Búlgaríu 1887.
Það er því í sjálfu sér eðlilegt, aö
hann fylgi nú tremur Miðveldunum
að 'málum en Bandamönnum.
Franski sagnfræðingurinn og
stjórnmálamaðurinn, Joseph Reinach,
segir í »Le Temps* frá viðkynningu
sinni við þennan þjóðhöfðmgja.
Það var Játvarður 7. Englands-
konungur, sem kynti þá hvorn öðr-
um í Paris 21 ágúst 1906. Sagði
Játvarður að Ferdinand væri greind-
ur maður en ótryggur í lund. —
En Játvarður 7.. var talinn glöggur
á lund manna. Og Reinach segir,
að Ferdinand horfi aldrei beint
framan í þá sem liann talar við.
Hann hafi verið skrautgjarn, borið
armband og hringa á fingrunum.
í tali hafi hann verið djarfur, jafn-
vel grófur stundum, en notað mjög
Iíkingar.
Ferdinand kvaðst elska Frakkland
sem föðurland móður sinnar og
undir bréf sín skrifaði hann ávalt:
»Hinn tryggi norðurálfumaður«.
Þegar ungtyrkir gerðu uppreistina
1909, var Reinach á ferð í Sofíu,
fór Ferdinand þá ekki leynt með
óvild sína til unglyrkja. Enda hafði
hann sett sér það markmið að leiða
Balkanþjóðirnar til Konstantinopel
og aátlaði sjálfum sér byzantisku
keisarakórónuna.
Árið 1910 kom Ferdinand til
Parísar; bað hann þá Reinach eitt
sinn að ná saman nokkrum helstu
rithöfundum og vísindamönnum
Frakka til morgunverðar meö sér,
meðal þeirra voru Briand, sem þá
var forsætisráðherra, Pichon, utan-
ríkisráðh., Poincaié, Richepin, rit-
stjóri »Le Ternps® og Loubet, fyr-
verandi forseti Frakklands. Ferdi-
nand konungur hafði mikið dálæti
á Loubet, og á mynd af honum,
sem hangir á vegg í reykingasal
hans í Soííu.
Konungur undi sér vel í þessum
félagsskap, var glaðvær og ræðinn
við alla.
Reinach og Ferdinand “'skrifuðust
á frá fyrstu viðkynningu og þangað
til ófriðurinn hófst, og altaf skrif-
aði konungur sig »Hinn trygga
norðurálfumann*. — Og engan
grun hafði Reinach um það, yfir
| hverju hinn bjó fyr en í lok ársins
1914. í febrúar 1915 var sagt frá
því í blöðunum, að hann væri að
semja um lán í Berlín. Við þetta
óx grunur Reinachs og sendi hann
konungi þ. 11. febr. svohljóðandi
símskeyti:
»Um leið og eg gerist svo djarf-
ur að minna yðar hátign á þávin-
áttu, sem þér hétuð mér, þegar þér
undirskrifuðuð bréf yðar: »Hinn
tryggi norðurálfumaður«, vil eg
ekki láta hjá líða, að skýra yðar
hátign frá því, að síðustu fréttir
vekja milda sorg meðal allra vina
Búlgaiíu og konungs hennar. Eg
kom til Búlgaríu í fyrsta sinn skömmu
eftir ófriðinn milli Rússa og Tyrkja*
Það var Játvarðúr konungur sem
leiddi mig fram fyrir yðar hátign.
Herra, hvað mundi móðurbróðir
yðar, hertoginn af Aumale, hafa
sagt? Leyfið sagnfræðingnum að
senda yður virðingarfylstu kveöju.*
Þegar dagin eftir barst Reinach
þetta skeyti frá konungi:
»Eg hefi enga hugmynd um
hvaða »fréttir« það eru, sem þér
eigið við. En hvað sem það kanrt
að vera, þá hygg eg að sagnfræð-
ingúrinn sé vitrari en svo, að hann
taki ótrúlegar fréttir trúanlegar án
nánari rannsóknar. Um tilfinningar
niínar er það að segja, að þær eru
þær sömu og áður.
Norðurálfumaðurinn.*
Það gerði nú ekki betur en að
Reinach tryði á þetta, en hann lét það
þó í veðri vaka og símaði aftur til
konungs og kvað svar hans gleðja
sig, að það sé ekki annað en bak-
nag sem þýsku blöðin flyttu um
liann og bað hann að láta Búlgaríu
bera traust til þeirra, sem hefðu
einsett sér að »frelsa Norðurálfuna*.
Réttlætið muiidi einnig ná til Balkan-
ríkjanna ef þau sýndu bróðurlega
Frh. á 4. síðu.