Vísir - 12.12.1915, Blaðsíða 2
VISIR
VISIR
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá ld. 8—8 á hverj-
um degi,
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng. frá
Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 1—3.
Sími 400.— P. O. Box 367.
SiJ 1 dfa • —ðiFSj
oa
gufuhreinsað, lyktarlaust.
Tilbúinn JSængur fatnaður. |
i\
Þegar Tbrúin
var sprengdi
Enskur hermaður segir frá :
Eg var nýkominn á vígvöllinn.
í 14 daga hafði eg verið í varalið-
inu og mér var farið að leiðast
iöjuleysið. Eg bað því lautinant-
inn okkar, að láta mig vita, ef
eitihvað þyrfti að gera, sem ein-
hverja áhættu hefði í för með sér,
því að eg var í æfintýrahug.
Þá var það kvöld eitt, að við
sátum fjórir saman og vorum að
spila. Lautinantin kom í dyrnar
og benti mér að finna sig.
»Nú getur þú fengið að reyna
þig í nótt Tommi», sagði hann,
»taktu byssuna þína og komdu
með mér«. Lautinantin var ekki
vanur að vera margmáll, og eg
þóttist vita að eiithvað sögulegt
mundi vera á feröum. Við héld-
um nú sem leið lá fram fyrir
fremstu varðstöðvarnar, því næst
fórum við upp hæð nokkra og inn
í skóg. Það var auðséð að lautin-
antin var kunnugur veginum, því
hann gekk hiklaust áfram eins og
á sléttri götu. Þegar við vorum
komnir í gegnum skógin, lagðist
lautinantinn niður og benti fram
fyrir sig. Það var dimt, en eg sá
á sem rann meðfram hæðinni
»Þangað liggur leið okkar fyrst og
fremst«, sagði hann, og svo skrið-
um við meira en við gengum nið-
ur hæðina.
»Sérðu brúna þarna?« spurði
autinantinn og benti niður eftir
ánni. Eg sá aöeins svart strik yfir
ána.
»Þjóðverjar hafa vörð á báðum
endum brúarinnar. Við erum nú
innan varðstöðva þeirra. Við get-
um átt von á Þjóðverjum yfir
þessa brú á hverri stundu. Hers-
höfðinginn hefir skipaö að gera
tilraun til þess að ónýta hana. Eg
Drekkið
Mork
CARLSBERG
Heimsins bestu óáfengu
drykkir.
Fást alstaðar
Aðalumboð fyrir ísland:
%
Nathan & Olsen
BETRA ÓL
en besta ölið fæst í
Litlu búðinni.
fór hingað í gær viö annan mann.
Hann synti niður að brúnni og
kom fyrir tundurvél í sjöunda brú-
arstólpanum, hann kom kveikju-
þræöinum einnig fyrir, en eldspit-
urnar hans höfðu blolnað á sund-
inu, og hann varð að snúa við
án þess að geta kveikt í. f dag
féll hann. Nú er það þitt hlufverk
að synda út að brúnni og kveikja
í tundurþræðinum. Þú hefir sagt
að þú værir fús til að tefla á tvær
hættur. Þarna er tækifæri til að
sýna hvað þú getur«.
Það var eins og mér rynni katl
vatn milli skinns og hörunds, en
sem betur fór, sá ekki lautinantinn
að eg skifti litum. En eg herti upp
hugann og lagðist til sunds.
Eg komst brátt alla leið að sjö-
unda stólpanum, og gat haldið mér
föstum á honum inni undir brúnni.
Eg brá svo upp rafmagnslampan-
um og fann tundurþráðinn. Eg
hrökk við, því eg heyrði skot rétt
í því. Eg heyrði að hlaupið var
fram á brúna og skildi að nú var
teflt um líf og dauða. Eg teygði
úr mér og náði í þráöinn, kveykti
í honum og henti mér svo á kaf.
Eg synti af öllum mætti. Eg heyrði
að þeir komu á báti og var hrædd-
ur um að eg yrði tekinn höndum.
Þá heyrði eg ógurlega bresti.
Brúin sprakk í loft upp og allir
sem á henni voru. Eg stakk mér
á kaf og synti sem mest eg mátti,
en fanst mér ekki miða neitt áfram.
Mínúturnar urðu að klukkutímum,
en áfram bar mig, og eg var dauö-
þreyttur og nötraði allur þegar eg
fann lautinantinn.
£g varð að hvíla mig um hríð,
en svo héldum við leiöar okkar og
alt fór vel. En slíka ferð fækist eg
ekki á hendur aftur, þó mér væri
boöinn Englandsbanki í ómaksiaun.
Smásögur
um tónsnillinga,
XII.
Berlioz og listadómararnir. I
Það er auðvelt að finna og dæma, !
einkum þegar iökum er slept. —
Það ber eigi sjaldan við, að list- J
dómarar tæta í sundur tónsmíðar,
sem að fegurð og frumleik skara
langt fram úr því, sem þeir á sama
tíma Iofa hástöfum. Allur þorri
hinna svonefndu hljómlistardómara
hefir ekki til að bera tíunda hluta
ærdóms eða meðfæddrar listagáfu
þeirra manna, sem þeir eru að
dæma. Og þar sem svo er varið,
kemur tónskáldunum það vel, að
geta svarað fyrir sig,
Sumir hinna miklu tónsnillinga
hafa og verið vel gefnir í þessa átt.
Berlioz og Wagner voru sérlega vel
ritfærir. Berlioz þótti einkum mein-
legur í orðastælum, og Wanger
stóð sig vel í blaðadeilum, hvort
sem var um hljómlist eða almenn
mál að ræða,
Berlioz var mjög snjall Iistadóm-
ari. Hafði hann það til að henda
gaman að hinum lítilsigldari bræðr-
um sínum í þeirri grein.
Eitt tiltæki hans til þess að sýna
fávísi litsdómaranna, þótti býsna
sniðugt.
Hann samdi tónsmíð mikla, sem
hann nefndi »Flóttinn til Egyffalands*.
Og á söngskránni taldi hann tón-
smíð þessa samda af »Pierre Ducre«,
T I L M I N N 1 S:
Baðhúsið opið v, d. 8-8, ld.kv. til 11
Borgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7 ;
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3
Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og 4-7
Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d.
Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Ókeypis lækning háskólans
Kirkjustræti 12:
Alm. Iækningar á þriðjud. og föstud,
kl. 12—1.
Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud.
kl. 2—3.
Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3.
Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið-
vikud. kl. 2—3.
er uppi hafði verið á sjöundu öld
Tómsmíðin var auðvitað í fornlegu
gerfi, sem svaraði til þess tíma.
Lisladómararnir lofuðu á hvert
reipi þetta dásamlega og stórmerka
verk, sem Berlioz hefði komistyfir.
Og þeir gengu svo langf, að þeir
tóku til að lýsa æfiferli þessa ímynd-
aða höfundar.
Þegar fagnaðarlætin og iofgrein-
arnar voru komnar í algleyming,
kom Berlioz fram á völlinn og
skýrði frá, hvernig verkið væri til
komið — og að tónsnáldið »Pierre
Ducre« hefði aldrei verið till
Listdómararnir fengu »langtnef«.
En einróma lof þeirra um »FIótt-
ann til Eygiftalands® varð ekki aftur
tekið.
[Hektor Berlioz, f. 1803 í La Cote-
Saint-André á Frakklandi. Var hann
sendur til París 1822 og átti að verða
læknir. En þegar þangað kom, afréð
hann að fylgja sinni eigm löngun og
gefa síg að hljómlist. Aðstandendur
hans voru því andstæðir og létu hann
því sjá fyrir sér sjálfan um hríð. Tóku
hann þó í sátt aftur, er séð var hve
frábæra hæfileika hann hafði, og veittu
honum hjálp til fullnaðarnáms. Berlioz
fór víða og hélt hljómleika og hlaut
hvarvetna hið mesta lof, bæði fyrir
hljóðfæraslátt og tónsmíöar. Hann lést
1869]. Th.
Blómsveiga
fallega og ódýra
selur
Verslunin