Vísir - 03.01.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR
3. janúar verður Vöruhúsið lokað vegna vöru-upptalningar.
VISiR
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi,
Inngangur frá Vallar9træti.
Skrifstofa á sama stað, inng. frá
Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
U. 1-3.
Sími 400.— P. O. Box 367.
“ f
03 5)»«», f
gufuhreinsað, lyktarlaust. I
Tilbúinn Sængurfatnaður. 83
Hrafnhildur.
Allmikill vandi mun það vera
að leika þessa djúpúðgu konu,
sem Guðmundur Jónsson (Kam-
an) hefir ort í leik sínum, er hann
nefnir Höddu Pöddu. Vandinn
er að leika hana svo, að hún
njóti sín, að áhorfandinn skilji
og sjái, hversu djúpt geð henn-
ar, sjái að hér sýnir skáldið gim-
stein meðal norrænna kvenna,
sem er gædd ástaranda Hrefnu
og Helgu fögru og stórlyndi
Guðrúnar Ósvífrsdóttur, eða er
Brynhildur nútímans. Vandinn
væri minni ef viðburðirnir í leikn-
um lægi fyrir utan daglegt hugs-
unar og reynzlusvið, svo sem
víg Sigurðar og bálför Bryn-
hildar, því að á því svæði er í-
myndun áhorfandans auðvakin.
En skáldið fær henni ekkert slíkt
til stuðnings, heldur að eins
klettagjá og vað og bragð henn-
ar með ’menið. Petta má gera
hugnæmt með ágœtum leik, en
lélegur leikur mundi hér verða
til þess að ónýta verk skáldsins.
Frú Guðrún Indriðadóttir leik-
ur þetta hlutverk ágætlega vel.
Pegar í leikbyrjun sýnir hún með
svip og látbragði, að konan er
djúpúðig og þó mild í lund.
. Petta lýsir sér enn betur, er Ing-
ólfur kemur og þau minnast á
gamlar rúnar. Og í viðurmæli
sínu við drenginn og eins, er
hún sendir fóstru sína forsend-
ing, býr hún svo í haginn fyrir
sig, að áhorfandi verður að vera
föður hennar sammála, þá er hann
lýsir henni litlu síðar í viðtali
við móður hennar. En mér sýnd-
ist verða sjálfri sér ólík, er móð-
ir hennar taldi tormerki á að þau
fceri saman ógipt. Pá virtist mér
hún lýsa þykkju sinni meir að
hætti Kristrúnar en Hrafnhildar.
Er það þó óþarfi og hlýtur að
vera af vangá, því að Guðrún
gat gert þetta miklu betur með
| svipbrigðum einum. í öðrum
þœtti vandast málið, en þar mundi
eg segja að hún Iéki ágætlega,
þótt mig langaði til að finna alt
að öllu. Pegar Ingólfur vill ekki
koma út með henni, þá sýnir
hún ljóslega með svip og róm-
blæ, hvernig málum er komið.
Bæði þar og víðar sýnir hún að
hún kann óvenjuvel að samræma
svip og róm. í viðtali sínu við
Ingólf þar á eftir bar geðshrær-
ingin hana ofurliði við og við
fyrsta kveldið svo að hún gætti
eigi fyllilega þarfar áheyrendans,
að heyral^orðin, en síðar, er eg
sá leikinn, hafði hún séð við
því, enda varð þá innfjáigari
harmurinn. Eg kann og eigi að
finna að leik hennar þar, nema
ef vera skyldi að röddin hafi
verið helzti ofsaleg á einum stað.
— Priðji þátturinn er beztur frá
höfundarins hendi, endafór hann
hezt. Og [Hrafnhildur var þar
leikin snildarlega vel, viðtalið við
grasakonuna og þá eigi síður
viðtalið við Ingólf. Ætíð er það
ærinn vandi að halda sér á tak-
mörkum og fara hvergi yfir þau,
einkum takmörk síns eigin geðs.
En þó að Ingólf og áheyrendur
gruni að Hráfnhildi sé heitara
innanbrjósts en hún lætur, þá
tekst henni þó að villa honum
sýn, en áhorfandinn fær að vita
hið sanna, þá er íngólfur er far-
inn út. Raunasvipurinn, er hún
horfir á eftir honum, og grátur
hennar á eftir sýndist mér miklu
fremur líf en ieikur. Og þá er
börnin hafa hlaðiö að henni
blómum sínum og óvitandi boð-
að með því feigð hennar, þá
grípur þetta hug áhorfand-
ans svo, að hann gleymir að
klappa eða þykir það ekki eiga
við fremur en í kirkju. — í
fjórða þætti er Hrafnhildur sjálfri
sér samkvæm og er leikin af
krafti, og á hún þar þó vont
verk að vinna, að eyða grun
Ingólfs. En er hún bregður upp
perluhálsbandinu, verður hann
öruggur. Það er nú mikill missir,
að eigi sést svo langt niður í
gjána, að Hrafnhildur sjáist á
stallinum, því að miklu yrði leik-
urinn aflmeiri, ef hún gæti látið
sjá sv’p sinn og atferli þar.
—Þegar hún hefir skorið á vað-
inn, hrópar: »Ingólfur«. Par
virtist mér sem leikandinn teldi
þetta hljóð rekið upp í ofboði.
En fegra þætti mér, að hún legði
alla sorg sína í þetta hljóð, sárt
innfjálgt, þótt það þætti ef til
viU, eigi svo eðlilegt sem hitt.
Eg hefi sagt hér kost og löst
á leik frúarinnar, en niðurstaða
mín varð sú, að þetta hlutverk
hafi hún leikið einna bezt, og
engu síður en Höllu.
B. J.
Hámark húsaleigu.
í Kristjaníu er í iáði að yfirvöld-
in hafi framvegis eftirlit með því,
að ekki sé okrað á húsaleigu. Hefir
verið skorað á Iandsstjórnina að
banna ástæðulausa hækkun húsa-
leigunnar, og stungið upp á því, að
bæjarstjórnin skipi eftirlitsnefnd, er
hafi það starf, að skera úr því,
hvort ástæða sé til hækkunar í ein-
stökum tilfellum. Einnig á nefndin
að rannsaka kærur um of háa húsa-
leigu og ákveða hámark leigunnar
í hvert sinn, og gæti þetta því orð-
ið til þess, að áður ákveðin leiga
yrði lækkuð. Ennfremur er stung-
ið upp á því, að skipuð verði
nefnd til að skera úr deilum milli
húseigenda og leigjenda.
Norðmenn taka lán
Fjárinálatáðuneyti Norðmanna
hefir samið um lántöku við The
national Cily Bank of New York,
um ríkisián að upphæð 5 miljónir
dollara. f vexti eiga Norðmenn að
borga 6 af hundiaði en endur
greiða lánið á 7 árum.
Eftirmaður
Juan-Shi-Kais.
Juan-Shi-Kai gerði Kína að lýð-
veldi, þegar stundir liöu fram, geröi
hann sig sjálfan að keisara — og
Kína aftur að keisaraveldi Þá er
bara eftir að koma gömlu keisara-
ættinni að aftur, án þess að Juan-
Shi-Kai bíði tjón við það, og má
þá segja að hann skiljist vel við
alt saman. En sagt er, að hann
ætli að gefa uppgjafakeisaranum,
frá rekna, dóttur sína og alt ríkiö
eftir sinn dag. Uppgjafakeisarinn,
Huantsung, er barn að aldri, aðeins
9 ára gamall. Ætlar Juan-Shi-Kai
að taka hann að sér sem kjörson
sinn, er hann hefir fest honum
dóttur sína. Á þann hátt fær
Huantsung tvöfaldan rétt til ríkis-
ins, fyrst sem keisari af guös náð
frá fornu fari og auk þess sem
kjörsonur keisarans, því samkvæmt
eldgömlum kínverskum venjum á
kjörsonur sama rétt og skilgetin
börn. En um leið tryggir Juan-
Shi-Kai sér og sínum erfingjum
tignina.
Elsti sonur Juan-Shi-Kais, Juan-
koting, sem næsfur stóð til að erfa
tign hans, datt af hestbaki fyrir fimm
T I L M I N N 1 S:
Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11
Borgarst.skrifjt. í brunastöð opín v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8Va siðd
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1.
Landsbankínn 10-3, Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3
Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og4-7
Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d.
Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Ókeypis lækning háskólans
Kirkjustræti 12:
Alm. lækningar á þriðjud. og föstud.
kl. 12—1.
Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud.
kl. 2-3.
Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3.
Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið-
vikud. kl. 2—3.
árum og hefir síðan verið andleg-
,ur og iíkamlegur aumingi, Sagt
er að önnur böin hans hafi ekki
áunnið sér hylli og heiður í ætt-
landi sínu og mun því karli hafa
þótt ráölegast að fá sér tengdason,
sem styrkt gæti álit ættarinnar.
Skipakaup
á Norðurlöndum.
—o—
Eins og' áður hefír verið skýrt
frá hefir verið bönnuð sala á skip-
um úr Iandi í Danmörku, en und-
anþágur eru þó veittar, t. d. var
leyft að selja »Sterling«. — Aftur
á mófi hafa Norðmenn bannað
kaup á skipum sem eru eldri en
15 ára. — Hjá Dönum ber meira
á óttanum við að verða skipalausir
en Norðmenn eru sýnilega hræddir
við að kaupa gamla dalla fyrir það
geypiverð, sem nú er á skipum.
Liðsöfnun Breta.
—o—
Þ. 15. þ. m. gaf Derby Iávarður
skýrslu í efri málstofu enska þings-
ins um liðsöfnunina og kvað hann
árangurinn vera ágætan, og með
honum léti enska þjóðin það ótví-
rætt í ijósi, að henni væri full al-
vara að leiða ófriðinn til lykta.
Forsetakósning
i Sviss.
Sambandsþingið í Sviss hefir
kosið sambandsforseta fyrir næsta
ár fyrv. varaforseta Camille Decop-
pet með 185 atkv. af 188. Decop-
pet hefir átt sæti í sambandsráðinu
síðan 1912 og er 53 ára aö aldri,