Vísir - 03.01.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 03.01.1916, Blaðsíða 3
$aft\tas ^újjewaa s\Uon Mtt\pa\nti S\m\ \96 PRJÖNATUSKUR BMmMuigiK—miwan —r— BBMMMM1—— kaupir hæsta verði gegn peningum út í hönd. Kristján Jónsson, Sími 286. Frakkastíg 7. Chairman og Vice Chair Cigarettur mr eru bestar, "1P® REYNiÐ Þ Æ R Þœr fást í öllum betri verslunum og í heildsölu hjá T. Bjarnason, Umboðsverslun Templarasundi 3 Sími 513 ^est aB au^sa \ "^3 \s\. $>k\xuiMJ\xr útual. Sturla jónsson. ögmcnn Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutningsmaður, Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5. ^ Vátryggingar, i V átryggið tafalaust gegn eldi | vörur og húsmuni hjá The Brit- i. ish Dominion General Insu j ance Co. Ltd. t Aðalumboðsm. G. Gísason Sími 21 j ________________í Sæ- og strfðsvátrygglng Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aöalstræti ö (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miðstræti 6, Tals. 254. A. V. TULINIUS. Atelin fccösiriaöur iyrir ísland Pétur MagnússOn yfirdómslögmaður, Grundarstíg 4. Sími 533 Heima kl. 5—6. Cigarettur mest úrval í ttttiantega. Prentsmiðja Þ. Þ. Ciementz. < Trygð og slægð, Eftir Guy Bootby. 16 --------------- Frh. — Hvað meiniö þér með að hjálpa hennni? spurði Browne. Haldið þér að hún séíkröggum? — Okkar á milli sagt, svaraði hinn, þá held eg ekki, að hún sé efnuð, að minsta kosti lá henni mikið á að selja þessa mynd. Browne hrökk við. Það særði tilfinningu hans að hugsa til þess, ef stúlkaii hefði þurft að auðmýkja sig fyrir þessum manni, til þess að fá lífsnauðsynjar sínar. Hann þakk- aði manninum fyrir kurteisina, bað hann um að senda myndina eins fljótt og hann gæti heim til sín. Svo hitti hann Foote á gangstétt- inni fyrir utan. — Þú hefir svei mér ekki verið fljótur, svaraði Jimmy gremjulega, þegar þeir gengu upp strætið. Keyptirðu nokkuð í búðinni? — Vertu ekki svona vondur, Jimmy, sagði Browne og brosti. Þér fer það ekki vel. Þú ert sá allra besíi náungi, sem til er í heiminum, þegar þú ert í góðu skapi. En þegar þú ert það ekki, ertu ótfalega leiðinlegur. — Að heyra hvernig moldin fýkur í Iogninu, sagði Jimmy hálf- hlæjandi. Annars þarftu ekki að hlaupa af þér tærnar, eg veit ekki til að okkur liggi svo sérstaklega á. Browne hafði ekki nokkra hug- mynd um, að hann gengi nokkuð hraðar en hann var vanur, en nú hægði hann á sér. Svo fór hann að blístra glaðlega. — Hvað á nú þetta aö þýöa? sagði Jimmy. Þú veist þó .vel, að eg hala að heyra blístrað úti á götu. Hvað í dauðaum gengur að þér í dag? Fyrir fáum augnablik* um varst þú í versta skapi og hafð- ir alt á hornum þér. Svo álpastu inn í þessa búð og kaupir málverk og nú Iætur þú eins og þú sért ekki með öllu viti. — Það er ekki rétt, eg er með öllu viti, sagði Browne, og nú skal eg einmitt sýna það ljóslega, því að nú ætla eg að láta kveða dálítiö að mér. Hann nam staðar og lamdi niður í gangstéttina með regnhlífinni sinni. Eg ætla að lialda sýningu. Já, meira að segja góða sýningu. Eg ætla að leigja eitt mál- verka sýningahúsið og útbúa það eftir nýjustu týsku. Eg ætla að hafa listdómarana í vasanum, og málarana líka, og vilji þeir ekki segja að það sé besta sýningin sem sýnd hafi verið á þessu ári, þá skal eg aldrei kaupa eitt einasta verk þeirra. Svo hélt hann áfram og tók undir handlegginn á vini sínum. Það sem að þér er, Jimmy, það er, aö þú skulir ekki hafa vit á málverkum. Það er ekkert í heim- inum sem jafnast á við það að hafa listnæmt auga.| Ekkert! AIIs ekkert, — Eg hefi heyrt þig segja þetta áður, og nú sagöir þú það nægi- lega hátt til þess að skemta öllum, sem eru á götunni. En ef þú ætlar að fara að kenna mér að dæma um málverk. hér á Regentstræti, og það í annari eins þoku og núna, þá skal eg segja þér að eg hleyp undir eins heim. Eg er ekki milj- ónaeigandi og þoli ekki annað eins. En hver fjandinn er annars að þér, Browne. Þú ert kátur eins og skólastrákur, og svei mér sem eg get skilið hvernig nokkur maður fer að því, að vera kátur í annari eins bölvaöri þoku og þessari og vera þó sarnt með fullu viti. — Þoka, drengur minn, sagði Browne með mesta kátínusvip. Eg get fullvissað þig um, að það er ekkert til í heiminum, sem er eins yndislegt eins og þokan. Eg elska hana. Eg dáist að henni. Þú getur talað eins mikið og þú vilt um Frakkland og sólskin, — hvað er það í samanburði við London og þokuna. Þokan varð mér einu sinni ti! blessunar og eg er illa svikinn, ef hún verður það ekki oftar. Þú ert ágætur strákur, Jimmy. Eg get ekki kosið mér skemtilegri félaga. En eg loka samt ekki augunum fytir göllum þínum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.