Vísir - 05.01.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 05.01.1916, Blaðsíða 3
V f'S IR ^veMið S&vútas t\újjei^^a sfcon o§ &amp&u\& $\m\ \$ö Drekldð CARLSBERG PILSNER Heimsins bestu óáfengu drykkir. * Fást alstaðar Aðalumboð fyrir fsland: Nathan & Olscn Nokkrir duglegir verkamenn geta fengið atvinnu hjá mér á Siglufirði næstk. sumar. > Agætt kaup. Ókeypis húsnœði og ferðir fram og aftur. (Hittist þessa viku kl. 6—8 e. m.) G-ustav G-rönvold, Qrettisgötu 20 A. Framsókn Fundur fimtudaginn 6. þ. m. kl. 8Vg í Q.-T.-húsinu. Mörg mál á dagskrá. Munið að mæta! Stjó rnin. [Munnl. kensla bæði fyrir börn og fullorðna, Kostar fyrir tvo saman 50 aura um tímann. A. v. á. S&VMt&ú$\xr Sturla jónsson Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutnlngsmaOur, Laufásvegi 22. Venjulega. heima kl. 11-12 og 4-5. Sími 21 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frákl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Pétur Magnússon yflrdómslögmaður, Grundarstíg 4. Sími 533 Heima kl. 5—6. Vátrygglngar. V átryggið tafalaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brit* ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gísason Sæ- og strfðsvátrygglng Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULINIUS. AðEltmbcösmaður fyrir ísland Cigarettur mest úrval f Landstjðrnnnni Prentsmiðja t>. Þ. Cletnentz. Trygð og slægð. Eftir Guy Bootby. 18 Frh. — Þér þurfið þess ekki, sagði Browne, eg skal gæta að númer- inu sjálfur. Hvort það hefir verið í ógáti að hann geröi það, vcit eg ekki, en víst er um það, að hann rétti öku- manninum hálft pund í gulli. Eins og allir aðrir ökumenn í London var þessi mjög ráðvandur og sagði því undir eins frá misgripunum og kvaöst ekki geta skift peningnum. — Við skulum ekkert kæra okk- ur um það, sagði Browne. Þér getið lagt afganginn í guðskist- una, bætti hann við hlægjandi. Maðurinn hló hjartanlega og kvaddi. Síöan snéri hann vagninum við og hvarf í þokuna. — Jæja, þá er að leita að nr, 43, sagði Browne við sjálfan sig. En þótt hann gerði sér góðar vonir, þá kom brátt í Ijós að hús- ið var ekki auðfundið. Hann gekk fram og aftur um gangstéttina dá- litla stund, Húsið fann hann hvergi. Loks : rakst hann á það. Sá hann þá, að það var Iítið snoturt hús, sem stóð dálítið frá götunni og var garður fyrir framan það. Dyrn- ar snéru út að götunni. ' Hann hringdi dyrabjöllunni. Augnabliki siðar stóð hann augliti til auglitis við stúlkuna, sem hann hafði bjarg- að fám mánuðum áður í Oeirang- ursfirðinum. Þegar hún hafði séð hann síðast hafði hann verið kiædd- ur sem ferðamaður, en nú var hann í frakka úr ágætu efni og haföi pípuhatt á höfðinu, og því var ekki von, að hún þekti hann undir eins. — Eg er hræddur um, að þér þekkið mig ekki, sagði Browne með viðkvæmni, sem honum var ekki ' eiginleg. En áður en hann hafði lokið við setninguna braust óp út af vörum stulkunnar — og Browne taldi síðar sjálfum sér trú um, að það hefði verið ánægjuóp. — Herra Browne, hrópaði hún. Eg bið yður fyrirgefningar, að eg kom pví ekki undir eins fyrir mig hver þér voruð. Þér hljótið að álíta mig ókurteisa. En eg átti enga von á, að sjá yður hér. — Eg frétti fyrir tæpum klukku- tíma síðan hvar þér ættuð heima, sagði Brówne, og eg gat ekki stað- ist freistinguna, að heimsækja yður. — En eg sem er svo ókunnug í borginni, svaraði hún. Hvernig er það mögulegt að þér skylduð heyra getið um mig. Eg hélt, að eg væri svo Iítið þekt, að enginn hefði hug- mynd um mig. — Þér eruð of hæverskar, svar- aði Browne með mesta alyörusvip. Svo flýtti hánn sér að bætá við: Eg get ekki sagt frá því, hve oft eg hefi hugsað um þetta hræðilega kvöld, þegar við sáumst fyrst. — Þér getið ímyndað yður, að eg hefi heldur ekki glemt því, svar- aði hún, og það er ekkl líklegt aö eg gleymi því fyrsta kastið. Þau þögðu bæði dálitla stund. Svo bætti hún við: En því læt eg yður annars standa hér úti. Viljið þér ekki koma inn fyrir? Browne var ekki lengi að þiggja það. Hann fylgdi henn undir eins inn í stóra skrautbúna stofu. — Viljið þér ekki setja yður niður, sagði hún og benti á stól við ofninn. Það er svo kalt og hráslagalegt úti að þér neitið ef til vill ekki einum tebolla? Browne drakk annars aldrei te, en hann vissi ekki hvað hann gerði nú og tók því undir eins á móti boðinu. — Hvernig þykir yður það best? spurði hún. Hvort viljið þér held- ur að eg búi það til eins og Rúss- ar eða eins og Englendingar? Hér hefi eg tekönnu og hér er >samo- varinn*, hér er mjólkin og hér er ein sneið af citrónu. Hvort kjósið þér heldur? Browne var svo viðutan, að hann varla vissi hvað hann sagði, en samt sagðist hann heldur vilja teiö »a la Russe«. Hún tók þegar f stað til starfa að búa til drykkinn. Browne glápti á hana á meðan liún stóð þarna hálfbogin yfir borðiö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.