Vísir - 05.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 05.01.1916, Blaðsíða 2
VfSIR VISiR A f g r e í ð s I a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. gufuhreinsað, Iyktarlaust. cl Tilbúinn SængurfatnaBur." % Lengi getur ílt versnað ------ Nl. Hér áminst Ieið sýnir, að það er alls ekki útilokað, að gangverðs- verðlag útlendra mynta muni hér hjá oss einnig að einhverju leyti miðað verða við gangverð sömu mynta í Dantnörku, en af þvíleiðir að allt hið mikla raus hr, »Merc.« um handahófsverk o. þ. h. verður að skrifast á hans stóra syndareikn- ing en ekki minn. Eg ötend við það, að bönkum er ekki vel og viturlega stýrt, ef bankastjórar vorir sjá ekki út hinn rétta tíma til kaupa og sölu og eins hitt að bankastjór- um vorum er í Iófa lagt, ef þeir gera skyldu sína, að reka kaup og sölu á enskri mynt þannig að við- unandi geti verið fyrir aðra en hr. »Merc.«, sem Iætur í grein sinni skilja á sér, að hann myndi fyllilega sætta sig við, þótt innkaups og sölu- mismunur enskra pd. sterl. væri kr. 1,50 á pundi, og eins hitt að þurfa fyrst að senda peninga héðan til danskra banka til greiðslu enskra viðskifta. — Já, lítilþægur er hr. »Merc.« óneitanlega í kröfum sínum til bankanna ísl., þar sem hann ekki kann að meta hin miklu hlunnindi, sem bankar þessir njóta hjá þjóð vorri, meira en svo, að hann telur sjálfan sig og aðra menn að meiri, sem sætta sig þannið viö, með öllu óviðunandi ísl. bankafyrirkomulag, að þeir möglunarlaust senda peninga til greiðslu breskra viðskifta til Kaup- mannahafnar og láta þarlenda banka greiða fyrir sig skuldirnar, sem þess utan oft ekki vinst tími til, ef varan á að greiðast gegn »konnossement« eða um hæl við móttöku eins og verrjulegast er að því er sjálfan mig snertir, sem hefi meiri og stærri við- skifti við England en sjálfur hr. »Merc.« — í stað þess einsog eg að heimta það af bönkum hér að þeir fullnægi svo skyldum sínum til þjóðfélagsins ísl, að þeir hlýfi mér og öðrum við fyrirhöfn og kostn- aði í viðskiftum vorum við um- heiminn, á sama hátt, eins og góð- ar bankastofnanir annara ríkja skoða skyldur sínar — þar sem verslun og viðskifti eru með réttu talin að vera lífæð þjóðanna — sú fjöræð sem fórnað er fyrir bæði fjöri og eignum. Þótt vér eins og nú er ástatt græðum á því, þegar því verður við komið, að senda greiðslufé enskra skuldskifta til Khafnar og láta.bank- . ana þargreiða skuldir vorar til enskra viðskiftavina vorra; þannig græddi eg á þeirri aðferð eitt skifti 60 kr. á 100 pd. sterl. greiðslu, þá er sú fyrirhöfn með öllu óviðunandi og ekki vel til þess fallin að bæta versl- unarlegt sjálfstæði Iands vors, þjóðin verður því að láta sér skiljast það, að gera þær eindregnu kröfur til banka- stofnana vorra, hvað sem skrifum hr. »Merc« líður, að þær hlýfi henni fyrir slíkri hneisu, að ísl. kaup- menn þurfi að flýja á náðir danskra banka til þess að firrast peningatjón við ísl. banka í viðskiftum þeirra við aðrar þjóðir. Að eg berst.fyrir þessu verð eg að telja míg mann að meiri fyrir, en ekki að minni eins og hr. »Merc.« Iangaði til sbr. þankastrik hans 3, sem án efa væri réttara að lesa úr þannig: J. B. Næst síðasta greinin í seinusfu ritsmíð hr. »Merc.« er ekkertannað en ein lokleysan af mörgum og því ekki svaraverð fremur en allt hitt, að eg engu að síður hefi brotist í gegnum allar lokleysur hr. »Merc.« og hrakið þær orði til orðs, er ekki af viðhöfn við rökfærslur hans, því þær eru allar staðlausar, eins og allir sjá sem nenna að lesa greinar mínar, heldur af því að eg tel málið afar mikilsvert, ekki að eins fyrir verslun og viöskifti landsins heldur einnig fyrir framtíö sjálfra banka- stofnananna því farið gæti hér svo að þær spenni hér bogann svo hátt, að hann springi í höndum þeirra. Því eftir því sem viðskifti landsins aukast, eftir því fara Iíkurnar vax- andi fyrir því, að hér geti þrifist nýtísku gullbanki. Kæmi hér slíkur keppinautur — sem vonandi verður fyr eðaseinna, þá tel eg það næsta ólíklegt, að ísl. bankarnir til lengdar verði látnir njóta viðskifta minna og annara sjálf- stæðra knupmanna, síst ef þeir halda enn áfram uppteknum hætti, að liggja sem martröð á viðskiftalífi Iandsins við útlönd. Að síðustu skora eg á hr. »Merc« að koma fram með, máli sínu til sönnunar, útskrift af reikningum bankans, sem sýni tap og vinning þeirra á kaupum og sölu útlendra mynta, því af þeim reikningi myndi margur maður með verslunarviki geta farið nærri um það, hvort þeir herrar, bankastjórarnir ísl., eru fylli- Iega starfi sínu vaxnir eða ekki. Þrjár fyrstu málsgr. í seinni rit- smíð hr. »Mec«, finst mér vera til- valinn bautasteinn yfir allar lok- Ieysurnar, sem fram eru komnar frá hans hendi í bankamáli þessu, bið eg því lesendur mína að koma þeim fyrir á sínn rétta stað til ævarandi heiðurs mínum vitra(!) stéttarbróður, sem er svo einstaklega sýnt um gagn og sóma stéttar sinnar. B. H. B. Glæfraförin. Saga frá Slesfu. ------ Frh. Eins og vofa fór eimreiðin í náttmyrkrinu og ofviðrinu. L. hafði ekki hirt að vekja kyndarann, því að hann vildi ekki gera óþarfa gauragang. Hann hafði að eins skroppið inn í klefa verkamannanna tíl þess að ná í yfírhöfn handa lækninum. Báðir höfðu þeir svo stigið upp í eimreiðina og hafði L. helt olíu í ofninn, til þess að glæða eldinn. Var svo eimreiðin komin af stað, ofurhægt fyrst í stað, en hraðinn jókst óðum. Friedrichs- híitte var fyrsta stöðin og komust þeir klakklaust fram hjá henni. — Teinarnir voru eins og þeir áttu að vera. Læknirinn fleygði sér ofan á kolin og reyndi að sofna til upp- bótar á þessu ónæði, en L. hafði gát á hvorutveggja í sinn, eldinum og hraðanum. Ekkert af því sem fram fór í kring, glapti hann neitt, hvorki lemjandi ofviðrið ué nátt- myrkrið er grúfði yfir öllu. Óhapp var svo óhjákvæmilegt, að mannlegum augum gat ekki sýnst mögulegt að fara þessa för. En L. hafði ekki úr mörgu að velja, hann gat ekki annað en falið sig forsjá Drottins. Læknirinn hefir frá- Ieitt haft hugmynd um hættuna, sem yfir þeim vofði, því að annars hefði hann varla gerst svona rólegur á þessari kvíðvænlegu stundu. Þeir voru komnir framhjá Zawad- sky, næstu stöðinni við Wossowska, og var ekki langur vegur eftir. Alt hafði til þessa" verið með kyrrum kjörum og L. var farinn að verða vonbetri. Hann Ieit á kiukkuna og höfðu þeir að eins verið eina stund og eftir svo sem fjórðung stundar gat læknirinn verið kom- inn til drengsins. Því nær sem dró takmarkinu, þess órórra varð veslings föðurn- um. Nú er hann var kominn svona nálægt barninu sínu í dauða- teygjunum, var það með mestu Tl L M I N NIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarstskrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætí 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. herkjum að hann gætti stillingar sinnar. Hann greiddi gufunni enn betra gang og bjóst til að bæta á eldinn, en er hann var að beygja sig til þessa, hrökk eimreiðin ákaft til og ógurlegt óp heyrðist í myrkr- inu. L. rétti sig ósjálfrátt upp og horfði eins Iangt og hanrt gat. Varð hann þess skjótt vísari, að hann hefði verið að fara þvert yfir veg- inn. Hvað var nú þetta? spurði Iækn- irinn, er vaknaði við vondan draum af hristingnum. Ekker tsérlegt, svaraði L. og leyndi sér ekki óstyrkurinn í röddinni. Við erum þegar komnir, eftir örfáar mín- útur. Hann hægði á vélinni, ósjálf- rátt og eins og í leiðslu. Hið óg- urlega angistaróp, er hann hafði heyrt, hafði svo að segja stöðvað blóðið í æðum hans. Honum var það fyllilega ljóst, hvað skeð hafði: vagn hafði eflaust verið ^að fara yfir brautina í þessum svifum og svo orðið árekstur og veslings vagn- stjórinn lá svo með veginum, fljót- andi í blóði sínu og ef til vill dauður. Nú voru þeir komnir. Læknirinn fylgdist með L. heim til hans, þar sem drengurinn var að berjast við dauðann. Og til þess að bjarga Hfi hans hafði maður orðið að missa Iífið. Veslings faðirinn átti fult í fangi með að komast upp stigann. Hann barði svo að dyrum og kona hans kom fram. Barnið var enn þá lifandi. L. sá andlit þess, hversu þaðvar afmyndað og hann heyrði korrið í því, er það dró andann. Og altaf gall við eyra hans ópið ægilega, er hann hafði heyrt fyrir skemstu. Ofurkappið og geðshræringin,sem hann komst í um nóttina fóru nú að hefna sín. Takmarkinu var að vísu náð, en nú voru kraftarnir að þrotum komnir, og meövitundar- laus féll hann á gólfið. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.