Vísir - 06.01.1916, Síða 2
VISI R
Afgreíðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl, 8—8 á hverj-
um degi,
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng. frá
Aðalstr.— Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 1—3.
Sími 400.— P. O. Box 367.
<J\W o$ JÖútvtv,
gufuhreinsað, lyktarlaust.
Tilbúinn SængurfatnaBur.
Ameríka
og Austurríki.
Wilson forseti virðist vera
maður ópennalatur og all-óspar
á stóru orðin, þegar hann er að
skrifa, en þar við lendir.
Allir minnast Lusitaníumálsins.
Wilson lét all-ófriðlega við Þjóð-
verja í fyrstu, en þeir fóru að
engu óðslega og teygðu svo úr
bréfaskittunum, að Wilson rann
reiðin áður en þeim lauk.
Réttu hálfu ári eftir að Lusi-
taníu var sökt (7. maí) sökti
Austurrískur kafbátur farþega-
skipinu Ancona, þ. 7. nóv. s. 1.
Meðal farþeganna voru allmargir
Bandaríkjaþegnar, og fórust marg-
ir þeirra. <£ftir því sem sagt er
frá þessum viðburði, hafa aðfar-
ir kafbátsmanna verið all-níð-
ingslegar; skutu þeir á skipið
varnarlaust er það hélt kyrru
fyrir, fult af saklausu ferðafólki,
körlum, konum og börnum, skutu
mörgum skotum áður en far-
þegarnir fengu tima til að kom-
ast í björgunarbátana.
Sem vœnta mátti, þóttist Wil-
son ekki geta tekið slíku með
þögn og þolinmæði. Hann sett-
ist því niður og skrifaði stjórn
Austurríkis bréf og var nú jafn-
vel þungorðari en nokkru sinni
áður. Talaði hann um »níðings-
verk, óhæfilegar og iöglausar
áthafnir, villimannlega ómensku,
sem alla siðaða menn hljóti að
bjóða við«. Krefst hann þess
að kafbátsformanninum verði
hegnt og allir Bandaríkjaþegnar
fái fullar bætur lífs og eigna og
— svars um hæL
Og svarið fékk hann, en í því
er sagt, að ákærur Wilsons séu
órökstuddar og í lausu lofti, eng-
ar sannanir Iiggi fyrir um það,
að aðförum kafbátsins sé þar
rétt lýst, né að nokkur Banda-
ríkjaþegn hafi beðið tjón af þeim.
Þykir það undarlegt, að Wilson,
í stað þess að færa lögfrœðis-
leg rök fyrir kæru sinni skuli
vitna til bréfaskifta sem hann
hafi átt um alt annað mál við
vfs;i
alt annað ríki. Austurríska stjórn-
in kvaðst engin kynni hafa af
því máli, en telur óvíst að nokk-
uð væri við það unnið að svo
væri. En ekki er stjórnin ófús
að ræða málið og henni þykir það
leitt ef saklausir menn hafa mist
lífið.
Þetta svar var sendiherra
Bandaríkjanna í Wien afhent þ.
14. desember s. 1. Frétst hefir
að Wilson hafi talið svar þetta
»ófullnægjandi«, og að hann hafi
skrifað stjórninni í Austurríki nýtt
bréf og enn harðorðara en það
fyrra. Var um tíma talið líklegt,
að slitið yrði stjórnmálasam-
bandi ríkjanna. — En þar við
situr enn.
Líklega lognast þetta mál útaf j
eins og Lusitaníumálið. En þó
svo færi, að stjórnmálasamband-
inu yrði slitið, þá er ólíklegt að
til beins ófriðar dragi með
Bandaríkjunum og Austurríki.
Enda gætu Bandaríkin lítið að
hafst annað en að hjálpa banda-
mönnum um skotfæri og skot-
silfur. En það mun miðveldun-
um finnast lítið til um og ekki
þykjast ver farin en áður.
Yfirlýsing
Venizelosar.
—:o:—
Vísir hefir áður'skýrt frá því, að
hvorki Venizelos né flokksmenn
hans hafi tekið þátt í þingkosning-
um þeim, sem fram fóru í Grikk-
landi í desembermánuði. En áður
en kosningarnar fóru fram, gaf
Venizelos út yfirlýsingu, sem hljóð-
ar þannig:
»Vér eigum nú að baki 50 ára
stjórnfrjálsa æfi. Lok þess tímabils
hefir þjóðin markað með afreks-
verki og komið sinni þjóðlegu
stefnuskrá að miklu leyti í fram-
kvæmd. En svo verðum vér að
horfa á það, að stjórnskipunin sé
tætt í sundur eins og pappírsblað.
Vér sjáum stöðuga hnignun í stjórn-
inni. Það rekur að fyrirkomulagi,
sem aðeins getur átt við í Iandi
þar sem einveldi er, þar sem ein-
valdsherrann er æösti valdhafi rík-
isstjórnarinnar.
Það er hreinasti skrípaleikur að
láta kosningar fara fram, þegar
meiri hluti þingmanna og flestir
frjálslyndu kjósendurnir hafa verið
kvaddir til herþjónustu. Flokkur-
inn lætur ekki hafa sig til þess, að
taka þátt í slíkum skrípaleik, sem er
ósamboðinn frjálsri þjóð og þjóð-
inni þvert um geð. Hann vill því
hvergi koma nærri kosningunum.
Flokkurinn leggur alla ábyrgð á
herðar landstjórnarinnar, bæði á
því að stjórnmálin eru komin af-
vega og á þeim slysum sem slíkar
aöfarir í stjórnmálum geta leitt af
sér.
En einhvern tíma rekur að því,
R
að þær ytri kringumstæður, sem
þessu valda, verða um garð gengn-
ar. Ef þjóðin verður þá ekki sokk-
in svo djúpt í þessu stjórnmála-
kviksyndi, að trú vor á sigur
»hellenismans« verði ekki dauð,
þá mun frjálslyndi flokkurinn á ný
hefja baráttuna fyrir stjórnfrelsi
landsins, baráttu, sem vér þá get-
um háð óhultari en nú.«
Á þennan hátt gerir hann grein
fyrir afskiftaleysi sínu og flokks
sfns af kosningunum. En hann
segir ekkert um það, hvort hann
hafi ekki í raun og veru orðið þvf
feginn, að kontingurinn tók af hon-
um ráðin. — En það mun flestra
manna mál, að eins og nú er kom-
ið á Balkan, muni það vera Grikkj-
um fyrir bestu að láta kónginn ráða,
jafn aðgerðarlausir og bandamenn
eru þar.
Glæfraförin.
Saga frá Slesíu.
---- Frh.
Það var komið fram á dag, þeg-
ar L. kom aftur til sjálfs sín. Næt-
urviðburðirnir stóðu honum fyrir
hugskotskotssjónum. Höfuðþyngsl-
in voru svo mikil, að hann hafði
ekki vald á hugsunum sínura og
honum fanst eins og hann væri all-
ur í dróma. Endurminningin um
hinn ægilega árekstur um nóttina
og óp þess, sem misti lífið gagn-
tóku huga hans. Hann var þá vald-
ur að dauða eins manns eða fleiri
og þessu verði hafði hann þá keypt
líf barns síns. Átti hann nú rétt
á því? Mátti hann frelsa það, sem
honum var dýrmætt með kostnaði ^
annara? Hann bað til guðs, að
hann Iosaði sig við þessa hræði- -
legu martröð. Hann bað, ekki af
vana eða af nauðung, heldur með
því hugarþeli, sem eitt gat fróað
honum. Angist hans var nú enn
meiri en kvöldið áður; ókyrðin og
ásakanirnar ætluðu alveg að gera út
af við hann. Og svo var líka eftir
að vita, hvort drengurinn lifði þá
eftir alt saman.
f stofunni, þar sem L. Iá, var
fullkomin kyrð. Hann reyndi ár-
angurslaust að reisa höfuðið frá
koddanum, hann hné jafnharðan
niður aftur. En við þessa hrær-
ingu heyrði konan til hans og í
sömu andránni sá hann andlit henn-
ar, rautt af gráti, er hún grúfðist
niður að hónum.
María! reyndi hann að segja.
Elsku vinur, mælti hún, en hvað
eg verð fegin að heyra til þín;
hamingjunni sé Iof. Þú hefir ver-
ið svo lengi meðvitundarlaus og
læknirinn hélt fyrst að þetta væri
máttleysis aðkast.
T I L MINNIS;
Baðhúsið opið v, d. 8-8, ld.kv. til 11
Borgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, síðd
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1.
Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
. Helga daga 10-12 og 4-7
Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, siðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d.
Vifilsstaðahælið. Hcimsóknarb'mi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Ókeypis lækning háskólans
Kirkjustræti 12:
Alm. Iækningar á þriðjud. og föstud.
kl. 12—1.
Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud.
kl. 2—3.
Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3.
Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið-
vikud. kl. 2—3.
Hvernig líður Brúnó, er hann
lifandi ?
Já, fyrir guðs náð, læknirinn gerði
skurð á honum og það tókst mjög
vel. Hann sagði, að það hefði
varla mátt muna einni stundu, en
nú væri hann úr allri hættu. Hann
kemur bráðum aftur til þess að Iíta
á drenginn, áður en hann fer heim,
en hann var sóttur héðan til manna,
sem höfðu særst-við brautarslys.—
Það er sagt, að einn maðurinn sé
dauður, en margir særðir. Annars
veit eg ekkert nákvæmlega um þetta,
því maðurinn sem kom hafði hrað-
an á og gat ekki sagt meira. —
Reyndu nú að sofa og vera róleg-
ur, góði minn; eg kem svo aftur
til þín, þegar læknirinn kemur. —
Hún kysti svo mjúklega á enni
manns síns, en gekk síðan í næstu
stofu, þar sem barnið þeirra svaf.
Einn maður dauður, aðrir særðir
— ef til vill einnig til ólífis! Og
alt var þetta honum aö kenna! Að
vísu hafði þetta orðið mót vilja
hans, því að honum gekk ekki ann-
að til en að bjarga lífi barnsins.—
En var honum heimilt að fara af
stað um hánótt, þegar kyrð var
yfir öllu og ekkert merki gat orðið
gefið og hættan því enn ægilegri?
En hvað stoðuöu nú þessi heila-
brot og þessar ásakanir ? Ekki varð
hinn dauði aftur vakinn til lífsins
og ílysið varð ekki aftur tekið. En
hvað lá nú fyrir þeim, sem öllu
þessu hafði af stað komið? Væg-
asta refsingin hlaut að vera stöðu-
missir og fangelsi. En ennþá sár-
ari en atvinnutjón var þó rödd
samviskunnar, er um alla eilífð
ntyndi ásaka hann um dauða þessa
manns.
Ftamh.