Vísir - 07.01.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 07.01.1916, Blaðsíða 1
Útgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island SÍMI 400. 6. árg. zmm. Föstudaginn 7. janúar 1916. sss 6. tbl. 1 O. O. F. 97179. • Gamla Bíó 9 Á refilstigum (Junglen). Lærdómsrík skáldsaga í 5 þátt- um 200 atriðum eftir hinn mikla jafnaöarmannaforingja Upton Sinclair. s\ð&«ta s'\tm m Leíkfólag Reykjavíkur. Hadda Padda. Sjónleikur í 4 þáttum eftir Guðmund Kamban. Verður leikín á laugardaginn og sunnudaginn. Pantaðra aðgöngumiða sé viijað fyrir kl. 3 þann dag sem leikiö er, annars verða þeir þegar seldlr öörum. Islenskt söngvasafn — I. bindi t— fest hjá öllum bóksölum bæjarins Kostar 4 krónur. Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Freyjuspor fást hjá Ársæli Árnasyni, Guðm. Gamalíelssyni, Bókabúðinni á Laugavegi 22, Bókaversl. Sigf. Eymundssonar og Isafoldar. Mann vantar til að hirða 3 kýr á heimili ná'ægt Reykjavík. Hlutakona óskast yfir vetr- arvertíðina á sama stað. Upplýsingar í Bankastræti 11. Jón Hallgrímsson. SÍMSKEYTI frá íréttaritara Vísis. Kaupmannahöfn 6. janúar 1916. Prlnslnn af Wied er á leið til Albanfu f broddi nýrra hersveita. Rússneska sóknarliðið er hætt statt hjá Czer- nowitz. Vilhjálmur af Wied, sem tók við ríkisstjórn í Albaníu eftir Balkan- ófriðinn flúði þaðan úr landi skömmu síðar á ítölsku herskipi. En í byrjun ófriðarins mikla gekk hann í þýska herinn og er nú líklega aö vitja ríkis síns með aðstoð Þjóðverja. Of seint. —o— Aðvörun til verkamanna, Llody George, hergagnaráð- herra Breta, hélt nýlega ræðu í neðrimálstofu þingsins, sem þyk- ir merkileg fyrir það hve ræki- lega hann tekur ofan í stjórn, þing og þjóð fyrir tómlæti þeirra í þessum ófriði. Segir hann að Bretar hafi orðið of seinir á sér í því nær öllum greinum, sem að ófriðnum lúta. Þetta eru aðalatriðin úr ræðu hans: Með því að spara hergagna- útbúnaðinum sóum vér manns- lífunum. Hvorki hermennirnirnir né ó- vinirnir vissu af þvi hve oss skorti sprengikúlur í vor þegar hergagnaráðuneyt'ð var sett á stofn. — Hermálasérfræðingarokkar trúðu á flísakúlur (shrapnel). Það leið j langur tími þangað til við sner- umst að sprengikúlunum (high explosives). f maímánuði smíðuðu Þjóð- verjar 250.000 sprengikúlur á dag, en við ekki nema 2,500 sprengi- kúlur og 13 flísakúlur. Það var því ekki að undra þó að mörgum væri órótt þá, bæði á vígvöllunum og hér heima. Eg hefi nú skýrt frá því hvað smíðað var í maímánuði. Eg get ekki sagt frá hvað smíðað var í nóvembermánuði — ekki enn þá- í seftembermánuði var eytt ó- grynni af skotfærum. Þá stóðu orustur í marga daga og janvel svo vikum skifti og samt var engin þurð á skotfœrum. Yfir- maður herforingjaráðsins sagði mér að hann væri ánægður með birgðirnar. Þessar skotfærabirgð- ir höfðum vér dregið saman á fjórum mánuðum, en bjuggum þœr til á ný á einum mánuði og bráðum munum við geta það á viku. Okkur gekk seint að komast í skilning um að mest væri und- ir því komið af hafa sæg af stór- um fallbyssum. Þær voru pant- aðar í sumar. Það er "ekki hægt að mola skotgrafirnar og hergarðana nema með stærstu fallbyssunum. Okkur gekk líka seint að skilja hvaða þýðingu vélbyssurnar hafa í hernaði. Nú er það mál kom- ið í gott horf. Mér er sagt að 90 af hverjum 100 manns særðra og fallinna særist eða falli fyrir vélbyssu- kúlum. í ófriðarbyrjun létum við hvert herfylki (battalion) fá 2 vélbyss- ur. Þjóðverjar létu hvert her- fylki sinna manna fá 16 vél- byssur. Vélar, sem hafðar eru til að smíða vélbyssur standa nú ó- notaðar vegna þess að ekki er hægt að fá æfða menn til að stjórna þeim. Hvort við berum sigur úr býtum í þessum ófrið er undir því komið að æfðir menn gefi sig fram. Við þurfum á 80 þús. æfðum smiðum að halda og 300 þús. verkamenn í nýju verk- smiðjurnar. Við þurfum að fá byssurnar til þess að hernaðurinn gangi að óskum næsta ár. Við verðum að fá nógu margar sprengikúlur til að mola þau varnarvirki sem eru á leiðinni. HJŒMS«5!l?Œ^a5!a!BÍMWEra ©s Nýja Bíó e^) Cleopatra. Myndin verður sýnd í heilulagi í kveíd. IN NIL E G T þakklæti flytjum við öllum þeim, er sýndu hlut- tekningu við fráfall og jarðarför okkar elskulegu móður og tengda- móður, Oddnýjar Pálsdóttur. Rvfk 6. jan. 1916. Jón Eiriksson. Sigriður Quðbrandsdóítir. En það eru ekki nógu margir æfðir verkamenn í smiðjunum. Því hafa óbreyttir verkamenn ekki vérið látnir koma í stað æfðra manna? Foringjar verkamanna sem sæti eiga á þingi, eru því samþykkir, en þegar á að koma því í fram- kvæmd, þá kostar það harða baráttu í hverju héraði, í sér- hverri borg í sérhverri verk- smiðju. — Verkamenn f verka- mannafélögunum eru því mót- fallnir. Það er undir vinnuveitendum og verkamönnum komið hvort ófriðurinn verður leiddur til far- sœllegra lykta eða herirnir eiga enn að hrekjast um bloðvöllinn í mörg ár. Verkamennirnir geta svarað því, En skyldi svarið ekki koma of seint — óheillaorðin í þessari styrjöld. Of seint farið af stað hér, of seint komið þangað, of seint tekin ákvörðun, of seint ráðist í þetta, of seint undirbúið. Það er eins og orðin »of seint* hafi elt heri bandamanna. Og ef við bregðum nú ékki skjótt við er illa komið góðu málefni sem svo margir hraustir drengir hafa látið líf sitt fyrir. Eg bið verka- menn og vinnuveitendur að láta ekki skrifa »of seint* fyrir ofan dyrnar á verksmiðjunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.