Vísir - 11.01.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 11.01.1916, Blaðsíða 4
Flutningur Landsbankans. í grein í Morgunblaðinu, sem fram kemur sem ritstjórnargrein, en mikil ástæða er til að ætla að til sé orð- in í einhverri annari sktifstofu en blaðsins, er svo aö orði kveðið, að að flestir séu sammála um að það geti verið varhugavert að reisa banka- húsið mjög langt frá miðbænum. — En blaflið vill ekki blanda sér í þá deilu, vegna þess að það veit aö það hefir þegar fyrir lönguveriðá- kveðið hvar reisa skuli bankarin að nýju. Er síðan rakin saga banka- byggingarmálsins eftir bréfum og skjölum, sem fyrir liggja í Stjórnar- ráðinu, og leitt í ljós að banka- stjórnin hafi frá upphafi viljað byggja í horninu milli Hverfisgötu og Ing- ólfsstrætis, og að ákveðið hefir verið að byggja þar. — En einnig sést aö bankastjórnin hefir séð sig um hönd og óskað að byggja annars- staðar. Af hverju leiðir þá Mbl. að of seint sé að ræða um það, hvar hent- ast sé að byggja bankann? Af því sem Mbl. birtir út bréfa- viðskiftum banka og landsstjórnar- innar sést það hvergi, að banka- stjórnin hafi tekið endanlega ákvörð- un um þetta. Það síðasta sem hún leggur til málanna er: að gert verði við gamla bankahúsið og flutt í það. — Að vísu neitar landsstjórn- in um það, og byggir þá neitun á því að þingið, sem heimilaði kaupin á bankarústunum, hafi ætlast til þess að landssíminn yrði á sínum tíma fluttur þangað. En ekki er óhu^s- andi að bankastjórnin tæki þá það ráð, að kaupa aðra lóð í miðbænum. Eg get ekki betur séð en að enn sé nægur tími til fyrir Mbl. að »blanda sér í deiluna*. — Nema það viti til þess að einhver annar en bankastjórnin, t. d. þessi eini maður, sem það af náð sinni virðist vera að bera blak af, hafi ákveðið að bankinn skuli reistur »mjög langt frá miðbænum«. Það mun ekki ólíklega til getið, að þessi »eini maður* sé ráðherra sjálfur. — En eg trúi þvítrauðlega að hann ætli sér að banna banka- stjórninni að byggja bankann í mið- bænum, þó honum hafi fundist bankastjórnin reikul í ráði um þetta mál. Ef hann er sammála Mbl. um það, að það muni flesfra manna mál, að varhugavert geti verið að reisa bankann mjög langl frá mið- bænum, þá geri eg ráð fyrir því, að hann kjósi heldur að firra bank- «nn vandræðum í framtíðinni en að »negla« bankastj. á glappaskoti því ttta hún kann að hafa gerf, er hún _____________________VÍSIR_________________ Mótor bátu r. Af sérstökum ástæðum er ágætur mótorbátur til sölu. Allar upplýsingar ásamt mynd at bátnum eru hjá M. Sveinssyni, Laugavegi 59. NÝKOMIÐ; Stórt úrval af silkjum — Svuntur á börn og fullorðna (hvítar og mislitar). — Lastingur, margir litir. — Lífstykki, fl, teg. — Vasaklútar — Stúfasirs o. fl. o. fl. Versl. GULLFOSS. TILBOB óskast í mótordælu og sjálf- heldustiga^ sem bæjarstjórnin hefir ákveðið að kaupa. Nánari upplýslngar á skrifstofu borgar- stjóra ti! 15. þ. m. — VI N N A - m» samdi um kaup á lóðinni við Hverf- isgötu. Og þegar þess er gætt, að Iands- stjórnin þorir ekki að gefa bank- anum eftir söluna á bankarústunum, vegna þess að þingið hafi ætlað landssímanum þær, þá Iiggur í aug- um uppi að hún álítur það nauð- synlegt fyrir landssímann að vera í miðbænum, og má þó nærri geta aö verr er bankinn settur »mjög langt frá miðbænum« heldur en símastöðin. Annars væri fróðlegt að vita hvort landsstjórnin tekur jafn mikið tiilit til tilœtlana þingsins í öllum heim- ildarlögum og í þessu. — Mundi ekki Mbl. t. d. vilja '.pyrjast iyrir um loftskeytin? Ef sá hefir verið t;!gangur Mbl., sem það lætur í veðri vaka, að bera blak af þessum eina manni, sem einstaka menn hafi viljað skella skuldinni á — kenna um að banka- húsið verður ekki reist á sama stað — þá sé eg ekki betur en að sú tilraun hafi að því leyti mistekisr, að engin rök önnur hafa verið færð fyrir því, að halda þurfi fast við ákvörð- unina um að byggja bankann við Ingólfsstrætip en meini Iandsstjórnin bankastjórninni að byggja annars- staðar, þá hlýtur skuldin að skella á henni. — Því hefir heldur ekki tekist að sýna fram á það, að lands- stjórnin geti ekki gefiö eftir söluna á bankarústunum, því að þingið . gerði ekkert annað en að heimila henni að haupa þær, gat ekki gert meira og hefði auðvitað alls ekki ætlast til þess að þau kaup færu fram hvort sem bankanum líkaði betur eða ver. A. B. Epii Vínbér Appelsfnur Hvítkál Sellerí Purrur Gulrætur Rauðbedur Piparrót og Drue Agurkur nýkomið í versl. Breiðablik. Sími 168. Freyjuspor fást hjá Ársæli Árnasyni, Guðm. Gamalielssyni, Bókabúðinni á Laugavegi 22, Bókaversl. Sigf. Eymundssonar og isafoldar. S t ú I k a óskast í vist nú þegar. A. v. á. S t ú I k a dugleg og þrifin ósk- ast nú þegar. Gott kaup í boði. Afgr. v. á. G ó ð stólka óskast í herbergi með annari, upplýsingar á Hverfis- götu 84. S t ú 1 k a vön saumum, óskar eftir að 'sauma í husum. Uppl. á Hverfisgötu 64 (uppi). KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekkleg astir, vænstir og ódýrastir, sömul. 1 a n g s j ö I og þ r í h y r n u r eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). M o r g u n k j ó 1 a r frá 5,50— 7,00 fást hvergi ódýrari né betri en í Doktorshúsinu við Vesturgötu. L í t i ð snoturt hús óskast til kaups, tiltekið verð og borgunar- skilmálar, merkt »H ú s«, sé lagt inn á afgreiðsluna fyrir 13. þ. m. L í t i ð hús á góðum stað ósk- ast til kaups. Afgreiðslan vísar á. Skrif borð (með skáptrm) ósk- ast keypt. Uppl. íprentsmiðju Þ. Þ. Clemenlz. 2 j a m a n n a f a r óskast til kaups A. v. á. Á g æ 11 Harmonium til sölu. fsólfur Pálsson. L í t i ð o r g e 1 í ágætu standi til sölu nú, Laugaveg 22 (steinh.), á sama stað úrval af Piano og org- elnótum. TAPAÐ —FUNDIfl M Sjálfblekingur fundinn. Vitjist í Ólsens-búð. Peningar fundnir. Vitjist í Ólsens-búö. S i! k i s v u n t a hefir tapast frá Stýrimannastíg 6, upp að Spítala- stíg 9. Skilist á afgr. Vísis. F u n d i s t , hefir gylt brjóstnál með bláum steini og silfursvíra- virkisprjónn með kross á. Vitjist á Njálsgötu 14 uppi og borgi auglýsingu þessa. KENSLA 9 D ö n s k u kennir Jakobína Jakobsdóttir Laugavegi 20 B. — Heima kl. 10—12. — H ÚSNÆDlg H e r b e r g i fæst leigt nú þeg- ar. A. v. á. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.