Vísir - 13.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 13.01.1916, Blaðsíða 2
VfSIR VISIR Afgreiðsla biaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. • Skrifstofa á sama stað, inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 1—3. Sími 400.— P. O. Box 367. hf\8ut Q£ ^ÚUtV,! gufuhreinsað, lyktarlaust. §• Tilbúinn Sængurfatnaður. í§ Þegnskylduvinnan. Eins og öllum er kunnugt, samþykti síðasta alþingi að fram skuli fara almenn atkvæðagreiðsla um þegnskylduhugmyndina, sam- hliða alþingiskosningunum að hausti. — Jafnframt munu orð hafa fallið um það, að þetta væri gert að vilja og áskorun ung- mennatélaganna. Málið horfir þó eigi allskostar svo við frá okkar hálfu. Mjög margir ungmenna- félagar hafa verið hlyntir hreyf- ingunni frá uppi. Hún hefir ver- ið rædd á fundum víðsvegar um land, og ritað dálítið um málið í Skinfaxa. En þær umræður hafa yf'rleitt altaf verið bygðar á þeim grundvelli að þegnskyldu- vinnan væri nokkurskonar verk- legur skóli fyrir lífið, og jafnframt til skemtunar. Starfið átti að vera mjög margbreytt, og þótti held- ur hilla undir frá þeirri hlið, þar sem vinnuvísindin komu til sög- unnar. — En ef framkværra átti þegnskylduvinnuna eins og for- göngumaðurinn og ungmenna- félögin höfðu hugsað sér hana, þurfti mjög mikinn og góðan undirbúning, þjóðin að skilja hugmyndina og unna henni, margir vel mentir verkstjórar að vera til, og þing og stjórn til langframa málinu fylgjandi. En í vetur er leið gerðist það í málinu að skólafélagið í efri deild Menta- skólans hafði það nokkrum sinn- um til umræðu, kaus í það nefnd og fékk einn þingmann, herra Matthías Ólafsson, til að hreyfa því á þingi. í stað þess að reifa málið eða setja það í nefnd, sem rar.nsakaði það, skaut þingið af sér ábyrgðinni á þjóð- ina, en þó öllu helst á ung- mennafél. En það er als ekki rétt, Óeðlilegur vöxtur er kominn í hreyfinguna, og mun fátt gott af leiða. Nú á þegnskylduvinnan eingöngu að vera erfiðisvinna. Engir þeir verkstjórar eru til, sem trygging er fyrir eða trú á, að mikið sé af að nema. Vinnu- vísindin ekki nema hugmynd enn hér á landi. Málið er frá sjónar- miði okkar ungmfél. komið alt of fljótt inn í þingið, enda ekki að okkar tilhlutun, og hugmynd- in orðin gerbreytt, vinnan orðin að persónuskatti |á þjóðina. Að vísu hefir landið mikla þörf fyrir slíka vinnu, t. d. til vegagerða. En áður en við greiðum atkvæði um málið verðum við að athuga það á ný og sjá hvort við sætt- um okkur við nýja grundvöllinn. Ef við höldum fast við hina fyrri skoðun, og fastráðum að stefna að hinu upprunalega marki,: þá getur komið til mála að við verð- um að Ieiða atkvæðagreiðsluna hjá okkur, með því að málið sé ótímabært. Skinfaxi óskar eftir stuttorðum greinum um þetta efni. S k i n f a x i. * * * A t h s. Grein þessi er hér birt vegna þess að hún kemur úr aðalher- búðum þegnskyldunnar, frá ung- mennafél., og hyggur Vísir að hann geri þeim þægt verk með því að hjálpa til að útbreiða hana. — Mikil nauðsyn er á því að menn athugi málið vel, áður en til atkvæða verður gengið; en þessi kvatning til rækilegrar íhugunar ætti að verða hin áhrifa- mesta, er hún kemur frá helstu forvígismönnum málsins. > Bannvara í pósti. Bretar hafa, eins og kunnugt er af skeytum til Vísis, tekið upp þá nýlundu að skoða pakka- póst milli Norðurlanda og Hol- lands annarsvegar og Bandaríkj- anna hins vegar. Hefir þá kom- ið í Ijós að talsvert af bannvöru er sent með pósti frá Banda- ríkjunum. Meðal annara skipa sem Bretar fluttu til Kirkwall til rannsókuar, var Óskar II. Á því voru íriðarkrossfarendur þeir sem kendir eru við Ford bifreiðasmið. Tóku Bretar 55 póstpoka með togleðursbögglum, sem fara áttu til firma nokkurs í Svíþjóð. Segja Bretar að það firma hafi gert sig bert að því að lauma vörum til Þýskalands. Togleður þetta var um 4000 pund að þyngd. Og enn þá meira kveðast þeir hafa tekið úr öðrum skipum. Sænska stjórnin mótmælti þessum aðför- um og lét hart mæta hörðu. Kyrsetti hún allan pakkapóst frá Englandi til Rússlands, sem senda átti um Svíþjóð. Manntjón Breta. Asqith stjórnarforseti skýrði nýlega frá .því í enska þinginu að manntjón Breta í styrjöldinni hefði verið 9. des. samtals 528, 277 manns. Af þeim héfði því nær fjórði hver maður fallið. Kinnhesturinn. Smásaga frá stjórnarbyltingunni. Greifinn de la Borderie, herrann á Charmilly, Saint-Lonpes og fjölda annara höfðingjasetra, æddi um á póststöðinni og réði sér ekki fyrir óþolinmæði. Þingmannakosningarnar voru ný- afstaðnar, þ. 5. maí. Greifinn var enn stokkrauður í framan eftir lang- ar samræður við nokkra aðalsmenn úr grendinni, og í æstu skapi út af því að hann hafði ekki náð kosn- ingu, heldur annar maður. Hann þráði það nú öllu fremur, að kom- ast burtu af þessum slóðum, þar sem hann hafði orðið fyrir þeirri mestu smán, sem honum hafði að höndum borið — og Arrault póst- afgreiðslumaöur varð nú að gjalda ófara greifans. Voru ekki liðnar 3 mínútur síðan hann hafði heimtað vagn til Charmilly. —----Hann þrammaði fram og aflur með löng. um skrefum og hafði hendurnar fyrir aftan bakið, en þegar hann fór fram hjá vagnaskýlinu lamdi hann reiðulega í hurðina með stafnum. Loks kemur Arrault og tiikynnir honum ailra auðmjúklegast að vagn- inn sé til taks; herrann er beðinn að fyrirgefa biðina, herrann fær rösk- asta ökumanninn —JacqueHuot — og bestu hestana í hesthúsinu, hesta sem eru víðfrægir fyrir flýtir. Hann hefði getað sparað sér mælskuna, greifinn virti hann ekki þess að hlusta á hann, Með annan fótinn á vagnþrepinu kallaði hann til ökumannsins, sem stóð berhöfð- aður og þráðbeinn hjá hestunum: •Flýttu þérI Þú verður að aka með mig til hallar minnar á 20 mínútum. Tuttugu mínútur, skil- urðul* Hann tók úriö upp úr vestis- vasanum og leit á það. Vagnhurð- inni var skelt aftur, ökumaðurinn setti á sig hattinn og hljóp á bak öðrum hestinum. Vagninum var ekið af stað á fleygiferð. Það var nærri því míla vegár til CharmiIIy-hallar. Hann varð að láta hestana taka á því sem þeir áttu til, ef takast átti að ná þang- að á 20 mínútum. — En greifinn hafði skipað svo fyrir og í þeim tóni, að vissast var að hlýðnast því. Hestarnir stukku alt hvaö af tók, og Jacques Huot gerði það sem hann gat til að teygja úr þeim, fastákveðinn í því, að gera ekki til skammar orði því, sem af honum fór. — En alt í einu sá hann hvar stór fjárhjörð og uxahópur komu eftir hliðarstíg og dreifðu sér svo um veginn svona fimtíu faðma frá vagninnm. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-0) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin* 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á miö- vikud. kl. 2—3. Ökumaðurinn var neyddur til að hægja á sér til þess að tvíslrra ekki fjárhjörðinni og ef til vildi eiga á hættu árekstur, sem gæti orðið hættulegur bæði honum sjálfum og greifanum. Hann tók því í taum- ana og reyndi að spekja hestana með því að kalla vingjarnlega til þeirra. En loks varð hann að nema staðar, á annan hátt varð ekki komist hjá því að rekast á hjörðina. Greifinn rak höfuðið út um vagn- gluggann og helti skömmum yfir ökumanninn Jacque Huot ypti öxl- um. Hann átti ekki annars úrkosta en að bíða og hjörðin dreifði sér smátt og smátt. Þegar vegurinn var orðinn auður, var ferðinni haldið áfram. En Jac- ques Huot blés í lúðurinn og lamdi hestana árangurslaust, honum var ómögulegt að vinna upp þessar fimm mínútur. Nær hálftími var liðinn er hann ók vagninum inn í hallargarðinn. Hestarnir námu staðar fyrir fram■ an steinþrep hallarinnar, másandi og í einu svitalöðri. Greifafrúin kom út í dyrnar og þjónninn opnaði vagninn. Greifinn var ekki fyr kominn út úr vagninum, en hann tók upp úr- ið og sagði reiðilega: • Aulabárður! Þú ert 10 mínút- um of seinn! Og þú átt að heita röskasti ökumaðurinn! í stað þess að gefa þér þjórfé, hef eg tnestu löngun til að Iemja þig svo uni muni!* Og um leið reiddi hann stafinn til höggs, eins og hann ætl- aði að berja hann. Örvita af reiði, hrifsaði Jacques Huot stafinn af greifanum en fékk um Ieið rokna kinnhest, og ef greifafrúin hefði ekki í því gengið í milli, mundi greifinn, sem réði sér ekki fyrir reiði, hafa flogið á öku- manninn að öllum þjónum sínum viðstöddum, Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.