Vísir - 13.01.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 13.01.1916, Blaðsíða 4
VÍSIR Bæjarfréttir. Framhald frá 1. síðu. Samverjinn byrjaði » gær og úthlutaði 88 máltíðum. Gestir voru 78börnog 10 fullorðnir og auk þess var einu veiku barni send mjólk heim. Gjaf- ir eru sama sem engar komnar ennþá, en búist við þeim næstu daga. Þeim, sem langar til að sjá Samverjann við störf, ættu helst að koma milli 11 og 12, þá er að- sóknin mest. Gjöfum til Samverjans er veitt móttaka á skrifstofu Vísis. Kolaverð er nú kr. 9.75 á skp. hér í bæn- um, þar sem það er lægst. Síminn til Lerwick er bilaður og lrefir Vísir því ekkert símskeyti fengið í dag. Siys vildi til í klæöaverksmiðjunni á Álafossi í fyrradag. Var þar mað- ur, Sveinn aö nafni, að smyrja öx- ul, en hrasaði og festi vinstra hand- legg í ganghjólinu. Brotnaði upp- handleggsbeinið og hold marðist. Landlæknir var sóttur til mannsins og vonar hann að Sveinn verði jafngóður af meiðslinu. Nýi dansiskólinn heldur dansleik í Bárunni á laug- ardaginn fyrir nemendur sína. Brottför liðsins frá Gf allipoliskaga. Asquith stjórnarforsefi skýrði nýlega nánar frá í, brottflutningi liðsins frá Suvla-flóa og Anzac. Kvað hann herinn ekki hafa mist nokkurn mann við burtflutning- inn en 3 hefðu særst. Sex fall- byssur voru skildar eftir, en skemdar fyrst, og lítilsháttar af vistum. Alt annað hefði herinn flutt með sér. Jarðir á Snæfellsnesi. Herra ritstjóri. Af því að þér óskið upplýsinga um jaröir á Snæfellsnesi, læt eg yður vita að í Breiöuvíhurhreppi veit eg af 14 jörðum, smáum og stórum, sem nú eru í eyöi og hafa verið fáanlegar, sumar til kaups fyrir lítið verð og sumar til ábúöar, sumar kirkjueign, sum,ar landsjóðseign, og einhverjar bænda- eign og eiga 12 af þessum býlum rekafjöru við sjó og útræði má hafa á þeim öllum vor og sumar, jarðirnar eru hér nefndar: 1. Öxl, 2. Stóru-Hnausar, 3. Grímsstaðir, 4. 5. 6. og 7. á Arnarstapa, 8. Laugabrekka, 9. 10. og 11. í svo kölluðu Einarslóni, 12. Hólahólar, 13. Eyri á Arnarstapa, 14. Selvellir. Flestar eru jarðir þessar nú húsa- Kjörskrá, til bæjarstjórnarkosningar 31. þ. m. liggur frammi á bæjarþingstofunni frá 14, til 27. þ> m. að báðum dögum meðtöldunv Borgarstjórinn í Reykjavík, 12. janúar 1916. K. Zi'msen. U 1- - Háseta og kolamokara vantar á e.s. Yeslu Menn snúi sér til skipstjórans K JÖRSKRÁR til alþingiskosninga verða lagðar fram á bæjarþingstofunni 1. febrúar næstkomandi. Borgarstjórinn í Reykjavík, 12. janúar 1916. K. Zimsen. v)\S fœst leigð frá 14. maí næstkomandi. — Upplýsingar gefur Páll Halldórsson, skólastjóri. Postulíns-Bollapörin með uppMeyptu rósunum o. m. fl. er nýkomið í ÍOLASUND. Steinolían þessi hreina og góða ameríska er nú komin, og selst mjög ódýrt í stórum og smáum kaupum hjá Jóh. Ögm. Oddssyni. Laugavegi 63 lausar, en tún á flcstum slegin meira og minna og þess vegna vel gróin og góö til ræktunar. Kunnugur. D ö n s k u kennir Jakobína Jakobsdóttir Laugavegi 20 B. — Heima kl. 10—12. — — VINNA — Fiskverkun. Maður sem hefir séð um fisk- verkun mörg undanfarin ár, óskar eftir slíkri atvinnu. Hefir góð meðmœli. A. v. á. S t ú I k a óskar eftir vist nú þegar, helst formiðdag. A. v. á. S t ú I k u r geta fengið að læra að sníða karlmannsföt eftir mjög nákvæmu máli. Afgr. v. á. S t ú 1 k a dugleg og þrifin ósk- ast nú þegar. Gott kaup í boði. Afgr. v. á. G ó ð stólka óskast í herbergi með annari, upplýsingar á Hverfis- götu 84. KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekkleg astir, vænstir og ódýrastir, sömul. I a n g s j ö 1 og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Morgunkjólar frá 5,50— 7,00 fást hvergi ódýrari né betri en í Doktorshúsinu við Vesturgötu. 2jamannafar óskast til kaups A. v. á. S k y r frá Einarsnesi fæst allan c’jgrn í Bíulasliæli 7. 50 aur k í 1 ó i ð . Nýr balikjóll til sölu. Upp- á Hverfisgötu 49 (uppi). S k y r fæst á Grettisgötu 19 A. Á g æ t sölt grásleppa og rauð- magi, fæst í bæjarskúrunum frá 1—2 á daginn. í Bókabúðinni á Lauga- vegi 22 fást: Heljarslóð, Þuríður formaður. Íslandsvísur, Þyrnar. Dönsk ísl. orðabók Eitt eintak af hverju. ^ TAPAÐ — FUNDIfl S v æ f i 1 v e r, merkt E. S. tap- aðist í Laugunum, laugard. 8. þ- m* Finnandi skili því á Laugaveg 49 A (uppi) mót fundarlaunum. B r j ó s t n á 1 fundin. Vitjist á Vesturgötu 21 og borgi auglýs' ingu þessa. H ÚSNÆ D I H e r b e r g i fæst leigt nú þeg' ar. A. v. á. L í t i ð h ú s óskast til leigu frá 14. maí. Tilboð merkt: xLeig11' hús«, sendist Vísi. 4ja herbergjaíbúð helst í austurbænum, vantar mig 14 11131 eða 1. okt. næstk. Jón Ófeigsson, — Sími 357.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.