Vísir - 22.01.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 22.01.1916, Blaðsíða 3
[VÍSIR JDvd&Æ §att\tas Q&JJetiga sttvotx o$ feamp&vnn S\m\ ^^ Höfuðbólið Lágafell ásamt Lækjarkoti fæst ti'l ábúðar í far~ dögum 1916, Á jörðinni er og fylgir henni: *• Tvílyft íbúðarhús bygt af timbri að stærð 11 + 12 álnir með steinkjallara, ásamt viðbyggingu 8+11 álnir, einlyftri. Fjós af timbri og járni yfir 15 kýr. Heyhlaða áföst fjósinu af timbri, járni. bg steini sem rúmar 600 hestburði af heyi. Fjárhús yfir 200 fjár, bygt að mestu af timbri og járni. Vatnsleiðsla er bæði í íbúðarhúsinu og fjósú Tún jarðarinnar er að mestu slétt og gefur af sér í meðal ári 380 hesta af töðu, alt girt með gaddavír, Útheyskapur jarðarinnar er út frá túninu, og allur heyskapur hennar hefir af dómkvöddum mönnum verið metinn alls 2000 hestburðir. Hlunnindi jarðarinnar eru laxveiði í Leirvogum og hafa þar *• d. veiðst í þremur ádráttum 127 laxar síðastliðið sumar. Jörðin liggur 12 kílómétra frá Reykjavík og akbraut þaðan he>m í hlað. Hagbeit fylgir jörðinni mikið góð, bœði sumar og vetrarbeit. Jarðir þessar geta einnig fengist keyptar ef um semur verðið °g útborgað er minst 10,000 krónur. Lysthafendur snúi sér sem fyrst til undirritaðs eiganda jarðarinnar. Álafossi 17. janúar 1916. Bogi A. J. Pórðarson. Sen&\8 augl^sxnji&v ttmante£a. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Stríðið. Hvers vegna Þjóðverjar hljóia að verða undir, Hve lengí stendur stríðið? Ræðu um þetta efni líytur Jón Ölafsson, rithöf. í B á r u b ú ð í kvöld, laugardag kl. 9 síðd. Aðgöngumiðar á 50 aura fást í Bókaverslun ísafoldar og Sigf. Eymundssonar og við innganginn. Gamla búðln Hafnarstræti 20, inngangur um horndyrnar, selur ódýrastan Skófatnað og hefir miklar birgðir úr að velja. Oerið svo vel að kynna yður verð og gæði, áður en þér festið kaup annarsstaðar. Veggfóðurog borða kaupa allir í Grömlu búðinni Hafnarstræti 20, inngangur um horndyrnar. Um 200 tegundir nýkomnar. Oerið svo vel að líta á úrvalið. Húsnæöi, hentugt til vöru- geymslu og verslunar, óskast til leigu sem fyrst. — A. v. á. Oddur Gíslason yíirrétíarmálafíutningsmaöur, Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5. Simi 21 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaöur. Skrifstofa Aöalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Pétur Magnússon yfirdómslögmaður,5 Orundarstíg 4. Sími 593 Heima kl. 5—6. |f' Vátryggingar. J Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Sæ- og stríðsvátrygglng Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miðstræti 6. Tals. 284. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaöur fyrir ísland au^sa \ ^D \a\. 35 Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. Frh. í*4 er Browne vinur minn að a vitlaus, sagði Maas við sjálf- , S,S- Og það sem verra er, að ann gerir mér SVQ mjkjQ <5næ0j -6 oþægjndi< ^ þegsu stjgi má|s_ aft v*fi þó líklega rangt af mér, , reyna að veiða nokkuð upp úr a°nurn; Hann hefir nú fengið bit- ... 5 millí tannanna og myndi a af stað undir eins ef eg * að fá hann til að vera kyrr- *n, p . - L j. c8 get ekki betur séð, en að sé AVltur,eSasfa sem eg £et gert nj! aö bíða átekta, horfa hljóöur á, fra • ' Um s'nn' en SrfPa sv° je ' e',ls og fjandinn úr sauðar- gStiUm þegar me8t dður á> eintiie?ar hann hafði lokið þessu U1' sínu i þá kveykti hann sér í enn einum vindlingi og fór svoað leita að kvðldmatnum. Þessi fyrsta nótt, sem Browne var í París varð honum vökunótt. Hvort heldur það var að kenna ferðinni daginn áður, eða atvikinu sem fyrir hann hafði komíð á göt- unni, það vissi hann ekki. Það eina sem hann vissi fyrir víst var það, að hann gat með engu mðti sofið. Hann reyndi árangurslaust öll þau ráð sem hann gat hugsað sér. Hann gekk um gólf stundarkorn, þamb- aði kalt vatn, fór síðan upp í rúm- ið og reyndi að úiiloka allar hugs- anir, en alt varð árangurslaust. Svefnguðinn heyrði ekki bænir hans. Geislar morgunsólarinnar hðfðu fyrir löngu gægst inn með glugga- tjöldunum áður en hann gat sofn- að. Þegar þjónninn kom inn um morguninn til þess að hjálpa hon- um til að klæða sig, þá var hann sifjaður eins og hann hefði ekki sofnaö nokkurn dúr. En ekki mátti hann vera að því, að liggja írúm- inu. Meðan hann var aö borða, þá hugsaði hann um hvað hann ætti nú að gera. Átti hann að labba fram og aftur um götuna í þeirri von að hitta Katrínu, þegar hún kæmi út úr húsinu? Eða átti hann að ráðast á garðinn þar sem hann var hæstur og berja upp á í húsinu og biðja um að fá að tala við hana? Þótt hann dauð- langaði til að fá að tala við hana, þá fann hann nú að það var nokk- uð viðurhlutamikið að neyðá ná- vist hans upp á hana ef hún svo ekki skyldi neitt vilja við hann tala. Samt afréð hann að ná tali henn- ar, hvað sem það kostaði. Þegar hann hafði matast, þá fór hann út til að leita hana uppi. Skýin, sem höfðu þakið himininn kvöldiö áður, voru nú horfin. Hann sá nú yfir sér heiðan himininn en hressandi morgungolan lék um hann. Það voru mörg fögur augu sem horfðu á þennan hraustlega Englending, þegar hann gekk um götuna. Hann bar sig eins og hermaður, hann bar sig svo sem hann væri ekki vitund þreyttur eftir svefnlausa nótt- ina. Alt í einu stóð hann augliti til auglitis við ungfrú Petrowitch. Hann tók alveg ósjálfrátt ofan, svo stóð hann augnablik eins og negldur við jörðina, og vissi ekki hvað hann átti að segja. Þótt hann væri steinhissa á þessum fundi, þá var hún þó ennþá meira forviða. Hún staðnæmdist fyrir framan hann og ýmist fölnaði eða roðnaði. Hún horfði á hann hræðslulega. — Herra Browne, hvað á þetta að þýða? spurði hún að lokum. Hún tók andköf um leið og hún stamaði út úr sér orðunum. Eg bjóst sannarlega ekki við að hitta yður hér í París, — Eg þurfti að fara hingað vegna áríðandi verka sem eg þurfti að gera, svaraði hann, án þess að blikna. Hann horfði á hana um leið og hann sagði þetta, til þess að sjá hvaða áhrif alt þetta hefði á hana. Hann fullyrti síðar, að hann hefði aldrei fyr né síðar séð hana eins órólega á svipinn. En þó við séum mjög undrandi hvort í okkar lagi yfir þessum fundi, þá finst mér ekki að við ættum að standa hér lengur í sömu sporum, hélt hann áfram. Hann fann ekki neitt heppilegra í svipinn til að segja. Má eg ganga spölkorn með yður ?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.