Vísir - 27.02.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 27.02.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island SÍMI 400. 6. árg. Sunnudaginn 27. febrúar 1916 57. tbl. f Gamla Bíó • Sprengingin Ástarleikur í 3 þáttum, leikinn af þektum dönskum leikurum, svo sem Hr. Einari Zangenberg. Hr. Anton de Verdier. frk. Ellen Rassow. __ Leikfélag Reykjavíkur. í kvöld Tengdapabbi, Sjonleikur í 4 þáttum eftir Gustaf af Geijer8tam. Pantaðta aðgöngumiða sé vitjaö fyrir kl. 3 þann dag sem leikið er, annars verða þeir þegar seldlr öðrum. 3sv. aötv^\>asaSt\. — I. BINDI — "¦K* 150 uppáhaldssönglög ÞJóðarinnar með raddsetningu við allra hœfi. in !lmr!?t\°a ódýra8ta i8len8ka "ótnabók- JJ"d 5 hefl|- komið til þessa. Prentuð sterkan o"bl*^m\ N°rt,Ura'fU " u vandaðan pappir. Ómissandi fyrir aIla söttgvini latidsins! Fæst h& öllUm bóksölum. Verð4kr- Innb. 5kr. Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Hið ísl. kvenfél. heldur ársfund mánudaginn 28. þ. m. kl. 81/ í Iðnó. Ibúð. 3~4 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu frá 14. maí< Wrtur A. FJeldsted, (símastöðin á Auðnum). m Bæiaríróttir mM........ . . Afmæli á morgun: Eyjólfur Teitsson, ökum. lngiríður Brynjólfsdóttir, ekkja. Jón Jónsson, Héöinshöföa. Sigurður Eggerz, sýslum. > Afmæliskort með íslensk- um erindum fást hjá Helga Arnasyni í Safnahúsinu. Erl. tnynt. Kaupm.höfn 7. febr. Sterlingspund kr. 17,15 100 frankar — 61,50 100 mörk — ? R e y k j a v í k Bankar Sterl.pd. 17,55 100 fr. 63,25 100 mr. 67,50 1 florin 1,55 DoII. 3,85 Svensk kr. Pósthús 17,55 63,00 67,00 1,55 3,90 101V, Stúkan »Ársól« heldur árshátíð sína í kvöld í Goodtemplarahúsinu. Fisksalan í Englandi. Fiskverðið er nú að sögn farið að lækka svo í Englandi, að í ráði er að botnvörpungarnir fari að hætta ferðum þangað með fisk í ís. Fasteignarsala. Sigurjón Sigurösson, trésm., hefir selt Þorsteini Þorsteinssyni hús sitt við Templarasund. Sigurður Lýðsson yfirdómslögm. fór ekki til Vest- mannaeyja á Gullfossi ( gær. Tengdapabbi var leikinn í gær fyrir troðfullu húsi og voru nær allir aðgöngu- miðar til dagsins í dag pantaðir fyrirfram, Næst veröur Ieikið á miðvikudag. Kýr á uppboði. í gær var haldið uppboð á 9 eða 10 kúm hér í bænum. Þrjár voru seldar á 255, 265 og 285 kr. en hinar boönar inn, en boðið f þær 240—270 kr. Smjörlikið sem allir vilja er nú altat til í Nýhöfn, Erzerum fallin. « Áður en símslitin urðu voru komnar hingað fréttir um það, að Rússar væru komnir að borginni Erzerum, í Kákasuslöndum Tyrkja, og höfðu þeir hafið skothríð á borgina. Tyrkir höfðu þar mikinn her til varnar, eða um 100 þús. hermanna og vopn nóg og skot- færi. Af viðureign þeirri eru nú komnar nánari fregnir hingað í blöðum. Grimm orusta stóð í 5 daga og lauk henni svo, að Tyrkir gáfust upp og tóku Rússar borgina. Hafði kviknað í borginni á mörg- um stöðum, en Rússum tókst að slökkva eldinn. Talið er að Rúss- ar hafi náð þarna um 1000 fall- byssum og handtekið allan ber Tyrkja sem í borginni var. Margir herfræðingar líta svo á að þessi sigur Rússa sé afarmikils viröi, og ef til vill þýðingarmesti sigurinn sem bandamenn hafa unn- ið, vegna áhrifa þeirra er hann muni hafa á afstöðu Balkanþjóð- anna, Grikkja og Rúmena. Vopnuð kaupför. —:o:— Utanríkisráðherra Þjóðverja hefir nýlega afhent sendiherrum hlutlausra þjóða í Berlín, tilkynningu um, að frá 1. mars næstkomandi muni þeir skoða vopnuð kaupför óvinaþjoða sömu lögum háð og herskip. Segir ráðherrann að breska stjórn- in hafi látið enskum skipaeigeud- um í té fallbyssur og skotfæri handa kaupförum. Hafi Bretar lýst yfir því, að skipin 'hefðu vopn með- ferðis eingöngu sér til varnar, og að þau mundu ekki nota þau nema á þau væri ráðist. Hann heldur því og fram, að Bretar hafi síðast- liðið ár gert meira að því að út- búa kaupför sín með vopnum en áður og þau noti vopnin ekki ein- göngu til varnar heldur einnig til sóknar, sérstaklega gegn kafbátunum. Hann segir og að flotamálastjórn- in breska hafi á laun gefið kaup- förunum skipun um að ráðast á þýska kafbáta hvar sem þeir sjáist. Segir hann að Þjóðverjar hafi náð í þessar skipanir í bresku kaupfari. Segist þýska stjórnin senda stjórn- Mýja Bíó lax með nelið. Framúrskarandi gamanleikur í 3 þáttum leikinn af Pathé Fréres í París. Aðalhlutv. leikur hinn óviðjafnanlegi gamanleikari Max Linder, Appelsínurnar í lýhöfn eru svo dæmalaust svalandi og sætar. um hlutlausra þjóða þessa aðvör- un, svo að þær geti varað þegna sína við að taka sér far eða senda vðrur með vopnuðum kaupförum óvina Þýskalands. Whisky-gerðarMs. —:o:— Lloyd George hefir ákveðið að leggja Whiskygeröarhús á Eriglandi og bkotlandi undir hergagnaráðu- neytið og fara að láta búa þar til hluti, sem nauðsynlegir eru í hern- aði. Undanfarið hafa hús þessí búið til efni, sem höfð eru til skot- færagerðar. Talið er að whisky muni hækka í verði á Englandi við þetta, þar sem lftið eða ekkert verður fram- leitt af því á næstunni. Dewar whisky-gerðarmaður hefir spáð því, að flaska af venjulegu whisky muni bráðlega verða seld á 10 sh.í smá- sölu. Flugvélar uppi yflr Kaupmannahöfn Ensk blöð skýra frá því 14. þ. m. að þýsk flugvél hafi verið á sveimi yfir Kaupmannahöfn. Danska stjórnin hefir kært yfir þessu til Þýskalands. Gerhveitið góða, er aftur komið í N ý h ö f n.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.