Vísir - 27.02.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 27.02.1916, Blaðsíða 3
V í SIR ^újjetvaa stttoti o$ fcampawvw verskir erfiðismenn flytja til Norð- urálfunnar lækkar kaupgjaldið og hvítu mennirnir verða atvinnu- lausir. Að ófriðnum loknum verður bæði mannekla og dýrtíð í Norð- urálfunni og ágœtt tækifæri fyrir Kínverja til að fá þar markað fyrir vörur sínar og vinnu. En ófriðarþjóðirnar verða með skött- 5 Um og tollum að afla sér fjár fj til að borga herkostnaðinn og l íþyngja með því borgurunum og £ gera þeim enn erfiðara að stand- ast samkepnina við gulu menn- ina. — Til þess að vinna bug á þeirri samkepni er það auð- vitað vegur, að leggja háa inn- f'utningstolla á afurðir gulu mann- anna og banna þeim landvist, e'ns og Bandaríkjamenn hafa Þegar gert. En neyðarúrræði er Það. F. Vanti yður tóbak, cigarettur eða öl þá er það vafalaust best í Tóbaks- & Sælgætisbúðinni á Laugavegi 19. Sími 437. Atvinna. Nokkrar stúlkur geta enn fengið at- vinnu við fiskverkun hjá fiskiveiðafél. A 11 i a n c e. Þær sem kynnu að vanta vinnu geri svo vel Og snúi sér til undirritaðs sem er að hitta í Ananaustum allan daginn. 3ó¥\aww J&ewe&VMssow, Drekkið CARLSBERO PORTER Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrlr ísland Nathan & Olsen Oó^tast \ feæwutw Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Svuntur tilbúnar og morgunkjólar með afarlágu verði í Bárunni. Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðaiumboðsm. G. Gíslason Sæ- og strfðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboösmaður fyrir ísland Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Oddur Gíslasongg yfirréttarmálaflutnlngsmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 21 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250, Pétur Magnusson yfirdómslögmaður, Orundarstíg 4. Sími 533 Heima kl. 5—6. Saumastofan á Laugavegi 24 y aup\3 \ 5 \ Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. 71 ____ Frh. Eg skal fúslega lofa þag- mælsku, sagði Jimmy. Þú mátt segja mér hvað sem þú vilt án þess að þurfa að óttast að eg muni segja frá því. Þá þarf eg ekkert frekar að biðja þig um, loforð þjtt „ægir mér, sagði Browne. Svo hélt hann á'ram í láguni rómi og eins alvar- 1?8ur á svipinn og hann gat. Sann- 'eikurinn er sá, að stúlkan er fædd ,l5ssi. Faðir hennar varð fyrir þeirri 0®afu, að lenda í klúðri út af morð- 1 raun við keisarann. ~~ Líkiega nihilisti, sagði Jim- my Foote. ~~ Jæja, sagöi Browne og kink- a ' kolii. Samsærið komst upp. aðir Katrínar var tekinn höndum, sendur til Síberíu og dæmdur til æfilangrar þræikunar. Hann var þar í mörg ár. En þá var hann sendur til eyjarinnar Shaghalien, sem er fyrir austan strendur Síberíu, og þar er hann nú. — Og hvað svo? sagði Jimmy ogkinkaði kolli. — Jæja, svo eg haldi áfram sögu minni, sagði Browne. Tveim dögum eftir að við höföum borðaö hjá Lallemand þá.'fóru þær, frú Bernstein og ungfrú Petrowitch til Parísar í mjög áríðandi erindum, sem mig grunar nú að hafi eitt- hvað staðið í sambandi við útlag- ann. Eg elti þær, hitti Katrínu og bað hennar. Hún reyndi að sann- færa mig um, að þrátt fyrir það að eg elskaði hana, þá væri það alveg tvímælalaust að mér gæti ekki og ætti ekki að korna til hugar að kvongast henni. Hún hugsaði ein- ungis um mig og reyndi að sann- færa mig um þetta með því, að segja mér hvernig á öllu stæði. En það hafði ekki tilætluð áhrif á mig. Það sannfærði mig ekki um annað en þaö, hve göfuglynd stúlk- an var. — Eg býst ekki við að hún sé mjög loðin um lófana, sagði Jimmy. — Hún á ekki eyri fram yfir þrjú hundruð sterlings pund á ári, svaraði Browne. Og því skiftir hún á milli sín og frú Bernstein. — Og samt sem áður vildi hún afsala sér hundrað og tuttugu þús- und pundum á ári og stöðu ann- ari eins og þeirri að verða konan þín. — Já, svaraði Brówne, — Þá hefi eg ekki öðru við að bæta en því, að eg ímynda mér að hún eigi ekki sinn líka meöal miljóna, svaraði Foote. En fyrirgeföu mér, eg er altaf að taka fram í fyrir þér. Haltu nú áfram. — Golt og vel, sagði Browne. í stuttu máli sagt, hún endaði með því, að segja mér hina sorglegu æfisögu sína. Auðvitað sagði hún að það væri ekki unt að eg gæti kvongast henni þar sem hún væri dóttir glæpamanns. Svo hélt hún áfram og sagði mér að hún hefði frétt það nýlega, að faðir hennar væri alveg í dauðanum. Það virð- ist svo sem hann hafi verið þrot inn að heilsu síðustu árin og svo hafi að síðustu óheilnæmt loftslag, ill meðferð og vissan um það að fá aldrei að sjá framar þá, sem honum þótti vænt um, hjálpast að því að fara alveg með hann. Það er ekki hægt að búast við því að hægt sé að fá íyrirgefningu handa honum hjá rússnesku stjórninni. Það er þvi engin leið önnur hon- um til bjargar en sú, að hjálpa honum til að strjúka. — En, kæri Browne, sagði Foote. Það er þó vissulega alveg ómögu- legt að þú látir þig dreyma um, að hjálpa rússneskum fanga til að strjúka frá Shaghalien? — En það er einmitt það, sem ég er staðráðinn í að gera, svaraði Browne með venjulegum alvöru- svip. Hvað sem á dynur, þótt það kosti mig alt sem eg á, þá ætla eg samt að bjarga manninum úr því jarðneska helvíti. Reyndu, vinur minn, að setja þig í spor aumingja stúlkunnar. Hvað myndir þú hugsa ef eins væri ásfatt fyrir þér?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.