Vísir - 11.03.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 11.03.1916, Blaðsíða 4
VÍSiR Háskólahátíðin sem stúdentar háskólans stofnuöu til í Bárubúö á sprengidagskvöld, hafði vcrið fjölmenn og skemtileg. Þátttakendur um 130. Hófst hátíð- in með borðhaldi. Formaður Stúd- entafélags háskólans, Gunnar Sig- urðsson frá Selalæk, setti hátíðina og bauð menn velkomna. Steinþór Ouðmundsson talaði fyrir minni háskólans og kennaranna, rektör háskólans, Guðm. próf. Hannesson fyrir minni stúdentanna og Gunnar Sigurðsson fyrir minni kvenna. Síðan var dansað fram á morgun. 17. júní hélt samsöng í gær óg í fyrra- dag. Sem vænta mátti, var aðsókn mikil og skemtun góð. Sungu þeir einsöngva: Einar Indriðason, Pétur Halldórsson og Ragnar Hjörieifs- son. Þótti allur söngurinn fara vel, en einkum þótti mikið koma til Sommernat (eftir Myrberg), Olaf Tryggvason (Reissiger) og Fred- mans song nr. 33 (Bellmann). Loftskeytin.! Mörgum manninum þótti ein- ksnnilegt, að svo brá við, að þeg- ar blööin tilkyntu að sæsíminn væri kominn í Iag, þá höfðu þau engin skeyti aö birta. En svo er rr-ál með vexti, að efamál et að leyfilegt sé að birta loftskeytin, þeg- ar síminn er í lagi, nema þá að íandstjórnin láti gera það. Botnvörpungar 2 komu til bæjarins í nótt, báðir nýkeyptir frá Hollandi. Eru það fiskiveiðafélögin Haukur og Defensor sem þá eiga. Heita þeir Porsteinn Ingólfsson og Pór. Skipafregnir. 0 u 11 f o s s fór frá Leith á leið til Kaupmannahafnar 4. marz 1 s1 a n d kom í morgun frá útföndum. Hafði skipið meðferðis frá Vestmannaeyjum lík Jóhann- esar Einarssonar stýrimanns af Valtý. C e r e s fór frá Leith í gær á leið hingað (norður um land). B o t n í a fer að líkindum frá Leith 4. þ. m., beina leið hingað. Frá útlðndum komu á Islandi: Oustaf Orön- vold, Hanson kaupmaður, Han- sen bakari, Magnús Magnússon kennari, Vestskov verslunarstj. og kona hans o.fl. Frá Ameríku kom Jón Sigurðsson fyrrum fó- getafulitrúi. Verkamannastr aumur og v i n n u ekla. Eitt af mörgu sem verkamanna- félag þessa bæjar þyrfti að íhuga og leita að þeim leiðum, sem framkvæmanlegastar væru til þess að geta veitt mótspyrnu, er hinn mikli verkamannastraumur er hingað stefnir á hverjum vetri, og hrifsar að meiru eða minna leyti atvinnu þá, sem hér er fá- anleg í bænum síðari hluta vetrar og vor úr höndum bæjarmanna. Margt af þessum mönnum er hingað safnast eru sveitabændur, er fara hingað til þess að afla sér peninga, þann tímann sem þeir hafa minst að gera við heimilið, eða þá vinnumenn þeirra sem sendir eru hingað af sömu á- stæðum. Ennfremur kemurhing- að fjöldi lausamanna, að vestan, austan og norðan, alstaðar að, að heita má landshornanna á milli. En það er ekki nóg með það, að þessir menn hrifsi atvinnuna úr höndum verkamanna bæjar- ins, heldur íþýngja þeir þeim persónulega með dvöl sinni hér. það mun ekki svo sjaldgæft, að þessir menn, er þeir hafa komið sér inn hjá kunningja, vini, frænda eða gömlum sveitunga, — slíku er þráfalt hampað þegar verið er að koma sér fyrir — hafi gætt þess vel að láta ekki ofmikið af hendi rakna, er þeir hafa farið,, fyrir aðhlynning og önnuróþæg- indi er þeir hafa valdið. Frá þessu eru. auðvitað heiðarlegar undantekningar. það mun ekki fjarri sanni, að allflesta daga, frá býrjun apríl til júníloka gangi eða hafi gengið undanfarin ár, einhverjir af bæjar- búum að meiru eða minna leyti vinnulausir vegna þessara að- komumanna, sem margir hverjir vinna daga og nætur þegar þess er kostur, meðan þeir eru og því miður munu hafa fundist hér þeir vinnuveitendur er hafa fremur tekið þessa menn en bæjarmenn, þó gnægð þeirra hafi yerið á boðstólum. Af hverju það hefir stafað, skal eg láta ósagt, en varla mun það fjarri að geta þess til, að það hafi átt sér stað, að þeir hafi boðið sig fyrir lægra kaup en bæjarmenn, einkum á helgi- dögum. Eg hefi oft unnið hér að eyr- arvinnu, uppskipun o. s. frv. og hefir mér ekki fundist að þeir innu að jafnaði betur en bæjar- menn, svo varla getur það stafað af því, að þeir gangi fyrir hjá vinnuveitendum, auðvitað hefi eg séð suma þeirra gæta þess vel að keppast sem best við meðan yfirmenn sjá til, en slíkir menn finnast alt af innanum. Eins og nú standa sakir væri þess full þörf að geta beturtrygt verkamönnum bæjariss þá atvinnu sem vinnuveitendur hér geta veitt því ekki verður því neitað, að nú sem stendur kemur dýrtíðin harð- ast niður á verkalýð kaupstað- anna. Sveitamenn þar á móti standa vel að vígi, vegna árgæsku og hins afarháa verðs er þeir hafa fengið fyrir afurðir sínar. Frh. Víkingarnir frá Ganada Svo heitir hersveit sem verið er að stofna í miðfylkjunum í Canada. Eiga eingöngu aö vera í henni menn frá Norðurlöndum eða af norrænu bergi brotnir. Að lj'kind- um verða einhverjir íslendingar í þeirri sveit. Wilson sigrar. Wilson Bandaríkjaforseti tók ilia í tilkynningu Þjóðverja um að eftir 1. marz mundu þeir skoða öll vopnuð kaupför óvina- þjóða sem herskip. Hafði for- setinn lýst yfir því, að ef nokk- ur Bandaríkjaþegn léti lífið við það að vopnuðu kaupfari vœri sökt, þá mundi hann hætta öllu stjórnmálasambandi við Þýzka- land. Margir þingmenn í Banda- ríkjunum voru á gagnstæðri skoðun í þessu máli. Vildu þeir láta aðvara menn opinberlega við að taka sér far með vopnuðum kaupförum. Krafðist Wilson þá að greitt væri atkvæði á þingi hvort það skyldi gert eða ekki. Stóð fyrst rimma um málið í efri deild, því þar hafði Gore þing- maður úr flokki Wilsons komið fram með tillögu um að vara menn við vopnuðum kaupförum. Lauk deilunni svo að tillaga Oore var vísað frá með 68 atkv. gegn 14 atkv. Eftir því sem skýrt var frá í loftskeytunum fór fram atkvæða- greiðsla um málið í neðri mál- stofunni 8. þ. m. Vann Wilsön þar einnig sigur með miklum at- kvæðamun. r TAPAÐ — FUNDIÐ 1 Gullbrj'óstnál með gulum steini tapaðist á háskólaballinu í Bárubúð. Skilisr gegn fundarlaunum í Póst- hússtræti 13. [122 Tapast hefir »tugakvarði á leið frá Stýrimannaskólanum að Báru- búð, skilist gegn fundarlaunum á afgr. Vísis. [123 Tapast hefir lykill. Skilist í Þing- holtsstræti 11 gegn góðum fundar- launum. [124 í KAUPSKAPUR I Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiðislangsjöl og þríhyrnur eruávalt til sölu íGarða- stræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). [1 Morgunkjólar góðir og ódýrir fást og verða saiimaðir á Vesturgöfu 38 niðri. [2 Brúkaðar sögu og fræöibækur fást altaf meö niðurseltu veröi í Bóka- búðinni á Laugavegi 22. [40 Mjólkurhúsið á Grettisgötu 38 hefir nú hina ágætu Garðamjólk allan daginn. — Mjólk frá degin- um áður, óskemd, selst með afsiætti. __________________________[89 Sófi eða dívan óskast til kaups eða leigu. Afgr. v. a'. [113 Feröataska stór og góð óskast til kaups. Afgr. v. a'. [114 Brúkuð togarastígvél eru til sölu á Vesturgötu 30 (hjá Einari Jóns- syni skósmiður. [115 Gott rúmstæði til sölu með mjög vægu verði í Orjótagötu 14 B, kjallaranum. [125 r H ÚSN ÆÐI 1 Morgunkjólar hvergi betri né ó- dýrari en í Doktorshúsinu (Vesturg.) f3 3 herbergi handa einhleypum til leigu á Laugaveg 42. Semjið við Guðm. Egilsson. [84 2 herbergi fyrir einhleypa til leigu frá 14. maí. Afgr. v. á. [110 íbúð vantar mig 14. maí n. k. 2—3 eða 4 herbergi. Sigurjón Jónsson, pappírs- og ritfangaverzl. Laugaveg 19. St'mi 50*4. [112 Kona með son sinn upp- kominn óskar eftir 2 herbergjum með eldhúsi eða aðgangi að eld- húsi, hetst í Austurbænum, frá 14. maí. Afgr. vísar á. [120 1 herbergi með húsgögnum ósk- ast strax. A. v. á. [121 I — VINNA I / Tvær duglegar stúlkur óskast í vist frá 14. maí. L. Bruun Skald- breið«. [82 ------^--------------------------------------—- Stúlka, dugleg og þrifin, og vön matartilbúningi og öllum húsverk- um óskast í vist 14 maí. Hátt kaup í boði. Frú Hallgrímsson, Vesturgötu 19. [102 Rösk og áreiðanlega stúlka vel að sér í dönsku, skríft og reikningi óskar eftir atvinnu í búð eða bak- aríi. Afgr. v. á. [104 Stúlka óskast í vist 14. maí, hátt kaup. Frú Jörgensen Nýlendgötu 15 B. [107 2 kaupakonur óskast í Engey í vor og sumar. Uppl. í Þingholts- stræti 19 uppi, hjá Helga Thorder- sen, frá 12—3. [116 Hreinlegan dreng vantar á Rán. Uppl. í Söluturninum. [117 Barngóð stúlka óskast í vist á fáment heimili. Gott kaup. Uppl. Klapparstíg 1 A. [118 Stúlka óskast frá 1. apr. n.k. til 14. maí. Sigr. Oddsd. Vesturg. 24 [119

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.