Vísir - 13.03.1916, Síða 4

Vísir - 13.03.1916, Síða 4
VlSIR Njósnir í Sviss. Bæjarfréttir. Framh. frá 1. síðu Bjarni Jónsson frá Vogi hélt fyrirlestur í gær um þau áhrif, sem ófriðurinn hefði á sam* göngur vorar. Komst hann að þeirri niðurstööu, að þýzkar vörur hefðu hækkað um 50 prct. og væru nú næstum ófáanlegar. Óþægindi við samgöngurnar væru mikJar og margar. T. d. hefði Eimskipaféhg fslands talið sig hafa tapað viö þær, frá því það byrjaði starf sitt síðastl. ár, til áramóta, um 175 þús. krónur. Þar af um 48 þús. krónur fyrir legudaga í Englandi, sem skipin hafi verið tafin þar við rannsókn á farmi, pósti o. s. frv. Likt myndi vera um önnur fél. er héldu skipaferðum uppi hér á milli. Mætti álíta það tjón um 1,000,000 kr., og fyrir aðrar afleiðingar sem ófriðurinn hefði haft á vöruverö og fl. mætti gera annað eins, eða að ófriðurinn kostaði íslendinga nú á ári um 2 milj. króna. Til þess að bæta fyrir samgöng- um vorum áleit hann að stjórnin ætti að fá samning við Englend- inga um, aö láta verslunarskip vor óáreitt, líkt og Magnús Stephensen hefði gert 1810, þegar Engiend- ingar voru í ófriði við Dani. Eins ætti að beina verzl. viðskiftunum meir til Vesturheims og hafa þar mann fyrir íslendinga hönd, Slys vildi til á mótorskipinu »Vindy« frá Akureyri. Jens Jóhannsson á Njálsgötu 55 lenti með fót í vélinni og lærbrotnaði. Fóturinn var tek- inn af honum í gær. Kappskákir þreyttu í gær Taflfélag Reykja- víkur og Taflflokkur Framtíðarinnar (Mentaskólinn), og fóru leikar svo, að bæði félögin unnu jafnmikið. Töflin fóru svo: Taflfélagið 1. tafl Br. N. Jónsson (hvítt) 0 2. — Stefán Kristinsson (sv.) x/2 3. — Lúðvík Bjarnason (hv.) 1 4. — Dr. ÓI. Daníelsson (hv.) 0 5. — Þorl. Ófeigsson (hv.) 1 21/, Taflfl. Framtíðarinnar. 1. tafl Stgr. Guðmundss. (sv.) 1 2. — B. G. Björnss. (hv.) V* 3. — Jónas Sveinsson (sv.) 0 4. — Br. Stefánsson (hvítt) 1 5. — Ingimar Jónsson (svart) 0 ~2V^ Þessi niðurstaða er Taflflokknum til mesta heiðurs og veröa taílfél.- menn að herða sig ef betur á að takast, en þess ber þó að geta, að bestu menn þeirra tóku ekki þátt í kappskákunum. Skipafregnir: í s 1 a n d á að fara vestur annað kvöld. Útsvörln. Niðurjöfnunarnefndin hefir nú lokiö störfum sínum og útsvara- skráin er komin út. Hæst útsvör hafa verið lögö á: hlutafélagið Kvöldúlf og H. P. Duus kr. 14,000. I Er það hæsta útsvar sem sögur fara j af hér á landi. Frá Balk&n. Albanfa — Búlgaría. Sagt er að Búlgarastjórn hafi til- kynt stjórn Austurríkis, að hún mundi skoða það sem fjandskap við Búlgaríu, ef prinsinn af Wíed yrði aftur Iátinn taka við völdum í Al- baníu. — Er ekki ósennilegt að deilur kunni að rísa út af þessu með Búlgurum og Austurríkis- mönnum, því að eftir þessu ætla Búlgarar sér Albaníu, en Austurrík- ismenn munu varla unna öðruin hennar eu sjálfum sér. Rúmenfa. Á þingi Búlgara komst forsætis- ráðhertann, Radoslavoff svo að oröi, í umræðum um dýrtíðina þar í landi, að þó að Rúmenía væri að nafninu til hlutlaus, þá væri hún fjandsamleg Búlgurum í verki og gerði alt sem unt væri, til að hefta innfluíning á matvöru til Búlgaríu, legði jafnvel hald á vörur sem kæmu frá bandamönnum Búlgara. ,Keisara-bIóðbaðið’ Svo kaila ensk blöð orustuna við Verdun, og segja að engum manni öðrum en keisaranum, sé trúandi til aö fyrirskipa slíkt blóðbað. — Særður franskur hermaður segir: Við gengum yfir heilar fylkingar fallinna Þjóðverja. f þröngu kletta- gili einu stóðu þeir dauðir hundr- uðum saman, þar sem þeir höfðu orðið fyrir skothríð vélbyssa vorra, og studdi hver annan. Heill skógur sprengdur í loft upp. Þjóðverjar Iögðu mikið kapp á að ná Caures-skóginum, fyrir norð- an Beaumont. Frakkar vörðu hann af miklurn ákafa, en á meðan kom verkfræðingasveitin sprengjum fyrir á víð og dreif inn í skóginum. Að því loknu hélt franska liðið undan, en þegar það var komið á óhultán stað og skógurinn var orð- inn fullur af þýskum hermönnum, var skógurinn sprengdur í Ioft upp og fórust Þjóðverjar þar hundruð- um saman. Líkkistur. Miklar birgðir fyrirliggjandi. Séð um jarðarfarir ef óskað er. Sími 93. Hverfisg. 40. Helgi Helgason Tveir háttsettir svissneskir herforingjar í herstjórnarráð- inu hafa nýlega orðið uppvísir að því að hafa skýrt Þjóðverjum frá ýmsum leyndarmáium banda- manna, sem þeim var kunnugt um, en máttu ekki segja frá, samkvæmt hlutleysisreglunum.— Stjórnin ætaði að reyna að þagga málið miður, svifti herforingjana raunar stöðu þeirra í herstjórn- arráðinu, en setti þá í háar stöður í hernum. 5n út af þessu reis svo megn gremja í Sviss, að stjórnin sá sér ekki annað fært en að svifta þá einnig þeim stöðum, og stefna þeim fyrir herrétt. — Sagt er að annar þessara manna sé nákunnugur eða jafnvel per- sónulegur vinur Vilhjálms Pýzka- landskeisara. Og alkunnugt var um þá báða að þeir væru miklir vinir Pjóðverja, enda ,höfðu þeir báðir verið lengi í Þýzkaland við herœfingar. Herdómur sá, sem dæma á í máli þeirra, verður skipaður 5 liðsforingjum úr þeim héruðum í Sviss sem þýzka er töluð í en 2 úr Ticino, og verða tveir þeirra undirliðsforingjar. Á það sér víst óvíða stað, að svo lágt stand- andi menn í hernum séu settir í dómarasæti, og er þetta dæmi þess hve almúginn má sín mik- ils í Sviss. Almenningsálitið er að vísu skift um það, hverri hegningu herforingjarnir eigi að sæta fyrir afbrot sín; að þeir eigi að sæta hegningu kemur öllum saman um. Þýzklundað blað, sem fylgir stjórninni, kemst svo að orði: »Hvernig sem dómurinn verður, þá getur svissneski herinn ekki notað þessa menn framar«. Og blað eitt í franska Sviss segir: »Með því móti einu, að deyja á vígvellinum í þjónustu þess lands sem þeir hafa þjónað á svo ó- viðfeldinn hátt, geta menn þess- ir gert sér von um, ekki fyrir- gefningu, en meðaumkvun«. Það er þannig enginn efi á því að mennirnir verði dæmdir, en óhjákvæmileg afleðing þess er talin, að hermálaumboðsmaður Þjóðverja í Sviss, sem er syst- kinabarn Bismarks gamla, verði hið bráðasta að hverfa heim. Framh. Siór og góð ferðataska óskasi til kaups. A. v. á. Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiðislangsjöl og þríhyrnur eruávalt til sölu í Garöa- stræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). [1 Morgunkjólar góðir og ódýrir fást og verða saumaðir á Vesturgöíu 38 niöri. [2 Morgunkjólar hvergi betri né ó- dýrari en í Doktorshúsinu (Vesturg.) [3 Brúkaðar sögu og fræðibækur fást altaf með niðursettu verði í Bóka- búðinni á Laugavegi 22. [40 Vagnhestur óskast keyptur eða leigður nú þegar. Magnús Blöndahl Lækjargötu 6. [127 Karlmannshjólhestur til sölu fyr- ir afarlágt verö. Upplýsingar í leðurverslun Jóns Brynjólfssonar Austurstræti 3. 136] 2 kaupakonur óskast í Engey í vor og sumar. Uppi. í Þingholts- stræti 19 uppi, hjá Helga Thorder- sen, frá 12—3. [116 Stúlka óskast í vist nú þegar um stuttan tíma. A. v. á. .s 134] 3 herbergi handa einhleypum til leigu á Laugaveg 42. Semjið við Guðm. Egilsson. [84 íbúð vantar mig 14. maí n. k. 2—3 eða 4 herbergi. Sigurjón Jótisson, pappírs- og ritfangaverzl. Laugaveg 19. Sími 504. [112 Einhleypur maður, óskar eftir að fá 2 herbergi með sérinngangi til Ieigu 14. maí (í austurbænum) Tilboð merkt »33« leggist á afgr. Vísis fyrir 15. þ. m. [131 1 herbergi með húsgögnum ósk- ast nú þegar, helst í vesturbænum. Afgr. v. á. [132 Herbergi v»ö eina af aðalgötum bæjarins og með sérinngangi, verð- ur til leigu frá 14. maí eða fyr ef óskað er, fyrir reglusaman einhleyp- an og áreiðanlegan mann. A. v, á. 1 loftherbergi til leigu. Afgr. v. á. [135 Budda með peningum hefir tap- ast, að Iíkindum á Gamla Bíó. — Skilist gegn fundarlaunum á Hverf- isgötu 75 (uppi). 137J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.