Vísir - 20.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 20.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISSR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- j um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl 1 Saumastofan á Laugavegi 24 Smásögur um tónsnillmga. XV. Minni Rossini* *) var bagalega minnislaus. Sérstaklega átti hann erfitt með að muna mannanöfn. Þetta minnis- leysi hans varð oft orsök til að- hláturs þegar hann var-á manna- mótum. Það var t. d, einu sinni að hann hitti enska tónskáldið Bishop(1786 —1855). Rossini kannaöist við andlitið ogí|hei!saði Bishop fagn- andi: »Nei, komíð þér nú sæiir, Mr. — —« Þó að átt hefði að drepa hann, gat hann ekki komist lengra. En til þess að sýna og sanna vini sínum að hann myndi vel hver hann var, tók Rossini að blístra lag efíir Bishop: »When the Wind blows*. Þessu var tekið með hlátri, en Bishop, sem skildi hvern- ig í öllu lá, fók þessari kynlegu kveðju sem virðingarmerki. ílla væru þeir farnir tónsnilling- arnir, ef þeir væru yfirleitt jafn ó- næmir og minnislausir á t ó n- s m í ð a r og Rossini var á mannanöfn. En því fer líka fjarri að svo sé. Minni þeirra margra á tónsmíðar er stórfurðulegt. Um píanoleikarann mikla, Hans Ouido von Bulow (1830—94) er t. d. sögð þessi saga, sem ber vott um frábært næmi og minni: Svo bar við eitt sinn, að ungur tónsnillingur kom til hans með tón- smíð eftir sjálfan sig — Concerto fyrir slaghörpu — og bað Biilow *) Gioachino Antonio Rossini, ftalskt tónskáld, f. í Pesaro 1792, d. í París 1868. tSamdi fjölda söng- Ieika,^þar á meðal Wilhelm fell. að segja álit silt um verkið. Biilow kvaðst vera svo önnum kafinn að hann gæti ekki átt við það í svip, að athuga tónsmíðina, en kvaðst fús til þess siðar, er sér ynnist tími til þess. Sama kvöldið var Biilow staddur í samkvæmi — og var beð- inn að spiia. Unga tónskáldið var þar einnig og varð ekki aJllítið hissa er hann heyrði að Búlow lék tón- smíð hans, þ'á sem hann hafði feng- ið honum fyr um daginn, — léh hana frá upphafi til enda nótna- laust, og var það þó afarmikið verk. Th. Á. Misfellur hafa orðið á smásögum þessum í meðferðinni, sem óskast leiðréttar: VI. Guarneriusarfiðla Ola Bull var auðvitað ekki hin eina þess kon- ar fiöla, sem til var í heiminum, heldur hin eina með því |virðulega nafni: »Jósef konungur. X. Það ec ekki rétt, að »Adel- aide« sé víöfrægasta tónsmíð Beet- hovens, heldur er hún talin alþekt- ust af smálögum hans eða söngvum. Nokkur orð um björgunartæki, sem allir eiga að lesa. Ritsfjóri Vísis hefir lofað mér að taka þessar línur í sitt heiðr- aða blað og þakka eg honum fyr- ir það. Sökum þess, að Ægir er ekki eins útbreytt rif í bænum sem skyldi, og efni hans og stefna er þess eðlis, að allur fjöldi manna álýtur innihald hans sér óviðkom- andi, þá skrifa eg línur þessar og bið Vísi fyrir, svo að almenn- ingur lesi þær, því í rauninni er- um við öll sjófólk, þó við vitum ekki af því, skipið er stórt, það liggur út í reginhafi fyrir góðum grunnfærum, við sækjum matvæli í land þegar skortur er á skipinu, það land er meginland Norðurálfunnar. Sjórinn semyfir þarf að fara eru íslandsálar; skip- stjórar eru æðstu valdsmenn landsins, þeir fara í land eins og góðum skipstjóra ber, til að semja og gera ráðstafanir fyrir skipið og skipið sjálft er „ísland". þegar eg fyrst tók við ritstjórn „Ægis“ fyrir 2 árum, lét eg það vera mitt fyrsta verk, að skrifa um björgunartæki það, sem eg áleit að væri hið nauðsynlegasta fyrir báta og það var r e k d u f 1. AÖeins einn maður, sem kom á skrifstofu Fiskifélagsins og gerði fyrirspurn um þetta, virtist hafa áhuga á málinu, að slíkt björgun- artæki yrði-alment á bátum hér, en svo hefir áhuginn einhvern- veginn lognast út af, en slysin halda áfram. Á hinum 5 síðastliðnu árum, eru farnir í sjóinn hér við land á róðrarbátum og öðrum fleytum 279 manns, mest megnis menn á besta aldri, en hvað marga mun- aðarleysingja þeir hafa látið eftir sig, veit eg ekki, en það veit eg, að vandræði verða oftast á heim- ilum þegar fyrirvinnan fellur frá, og það jafnvel á efnaheimilum auk harma þeirra, mem mist hafa besta vininn sinn. það er verið að rita um það í blöðum hvers virði mannslífið sé, en er hér gert nokkuð í þá átt, að knýja menn til varúðar. — Glannaskapur og kæruleysi hefir aldrei verið talin sjómenska; en glannaskapur er það, að fara á sjó illa útbúinn að því er að not- um gæti komið til að bjarga bát og skipshöfn, fara á sjó segla- lítill, áralaus með lélegan mótor, eins og sögur fara af. Rekdufl hefir til þessa ekki verið notaðá bátum hér, en nú verður að ganga svo frá þessu, að duflin verði til sölu, svo að almenningur geti ekki afsakað sig með að enginn viti hvernig tæki þetta er, og fá- ist hvergi. Frh. á 4. síðu. Spákonan. Eftir Frédéric Boutet. Framh. Frú Lazzara hélt áfram. — Já, já . . . fyrjr 10 dögum síöan stóð orusta . . . snörp orusta. . . . Þeir r éðust á óvinina . . . Þét hafiö ekk fengiö bréf síðan.....kvíöinn angistin ... hin hræðilega angist. Maður þráir komu póstsins .... nær lífi en dauða. — Nei, nei, ver- iö þér óhrædd. . . . Það gengur ekkert að honum . . . hann er ó- særður. . . . — Guð minn góður . . . er það satt . . . hvrslaöi Theresa frá sér numin og sfakk neglunum inn í hönd frú Lazzara. — Hann er heill á húfi .... hann er heill, endurtók spákonan, án þess að hafa augun af vatns- flöskunni. Verið þér hughraust . . honum Itður vel ... bréfið hans kemur . . . Getur verið að það sé komið heim til yðar . . . Þér get- ið rólegar treyst því. . . . Er það satt ? er ,bað satt ? spurði Theresa og slökk upp utan við sig af fögnuði. En alt í einu fölnaði T I L M I N M I S: BaÖhúsið opið v. á. 8-8, ld.kv. tii 11 Borgarst.skrif.st. í brunastöð opírt v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. sarr.k, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími ki, 11-1. L. andsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinu v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 1V.-21/, síöd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðrnenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ó k e y p i s 1 æ k n i n g háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eynta-, nef- og hálslækningar á föstrrd. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar t Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. hún. Andlitið afmyndaðist, tárin streymdu úr augum hennar og hún hrópaði: Það er vitfirring, það er vitfirr- ing. Þér vitið ekkert, þér getið ekkert vitað. Það var viðbjóðslega gert af mér að fara hingað. Það var ósæmilegt af mér að auglýsa þann- ig kvíða minn..........Guð minn, guð minn, hvað eg er ógæfusöm. Hún hágrét, og bjarminn af græna Ijósinu geröi þaö að verkum að andlit hennaí sýndist náfölt. Frú Lazzara var r.ú komin til sjálfrar sín og staröi óttaslegin á hana. Theresa þerraði augun og gekk til dyra. Frú Lazzara hikaði snöggv- ast, en tók síðau í handlegg ungu konunnar og stamaði út úr sér með mestu erfiðleikum. Nei, bíðið þér við . . . Það er satt. Maðurinn yðar er heill á húfi . . . Eg veit það . . . Já . . eg veit það með vissu . . . eg veit það, það er satt . . . Eg get ekai fengið af mér aö láta yður fara frá mér svoua. . . . Það væri ljótt • . . Eg er sjálf svo óumræðiJega glöð. Hún þagnaöi og feita andlitið afmyndaðist af geðshræringu, en þar sem Theresa slarði á hana steini lostin, varö hún að skýra þetta nánara. Hlustið þér nú á: Eg á sjálf nákominn ættingja þarna úti. Það er sonur minn. Og maðurinn yð- ar er einmitt yfirmaður hans. (Hún roðnaði). Já . . . í bréfum sínum skrifar hann um hann og hina liðs- foringjana . . . Hann segir méralt. Þá skiljiö þér þetta víst, er ekki svo ?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.