Vísir - 30.03.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 30.03.1916, Blaðsíða 3
VÍSiR Kveld skemtun í Bárubúð heldur Kvennréttindafél. íslands í Reykjavík fimtud. 30. mars kl.,8%. Fjölbreytt skemtiskrá. E. Hjörleifsson rith. les nýja sögu f fyrsta stnn. Hr. G! Thorsteinsson skemtir. -£- Karíakór. — Sýndar skugga- myndir o. fleira. Aðgöngumiðar seldir í bókaversl. ísafoldar, Sigf. Eymunds- sonar og Ársæls Árnasonar, miðvikudag og fimtudag og í Bárubúö frá kl. 4 fimtud. og kosta 1 kr. Nánara á götuauglýsinguml Chairman og ViceChair Cigarettur fMT' eru bestar, ~W^ REY.NI Ð ÞÆ R. Nokkrar dnglegar stúlkor geta fengið atvinnu við fiskverkun á Kirkjusandi hjá Hátt kaup I Agætt kúahe Þœr fást í öllum betri verslunum og f heildsölu hjá T. Bjarnason, Umboðsverslun Templarasundi 3 Sími 351 Líkkistur. Miklar birgðir fyrirliggjandi. Séð um jarðarfarir ef óskað er. Sími 93. Hverfisg. 40. Helgi Helgason \ *)3\s\ Prentsm. Þ. Þ. Clementz — 1016 fœst í Einarsnesi. — Afenóisí í Borgarnesi. Upplýsingar gefur Jón Björnsson & Co. Borgarnesi. CLÖQ M E N N n> ' -mmmm Oddur Gfslason yfirréttarmálaflutnlngsmaöur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Pétur Magnússon yfirdómslögmaOur, rundarstíg 4. O Sími 533 Heima kl. 5—6. Bogl Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aöalsiræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frákl. 12-1 og 4-6 e. h\ Talsfmi 250. Emmmmmmmmmmamm rRYGGíNGAR I mmmmm Vátryggið tafalaust gegn eldi vðrur og húsmuni hjá The Brtt- isk Dominion General Insu rance Co. Ltd. Áðalumboðsm. G. Gfslason Sse- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður fyrir ísland Det kgl. octr. Brandassurance Comp Vátryggir: Hús, húsgögn, vðrur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. ..--* N. B. Nielsen. VANDAÐAR og ÓDÝRASTAH Likkistur seljum vlö undlrrltaðlr. - , Klsturnar má panta hjá j^_ *' hvorum okkar sem er. ^> Steingr. Guðmundsson, Amtm.st. 4. Tyggvi Arnason, Njálsg. 9. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. 103 — Frh. — Ó, já, ó, já, svaraði hinn á frönsku, dóttir mín elskuleg. Þér verðið að fyrirgefa, mér er ekki unt að trúa því, að eg eigi að fá að sjá hana aftur. Skyldi hún þekkja mig aftur eftir svona langan líma? Þegar eg sá hana síðast, var hún svolíííil angi. — En hjarta hennar er hiö sama, sagði Browne, og eg get fullvissað yður um að hún hefir geymt minn- inguna um yður betur en flestar dætur myndu gera. Og henni eig- ið þér nú frelsi yðar að þakka fremur öllum öðrum. Ef hennar hefði ekki við notið, væruð þér enn í dýflissunni. En nú skulum við fara. Við eyðum'tímanum ífá- nýtt lijal, en ættum að hraða okk- ur þangaö sem við erum óhultir. — En hvað eigum við að gera við þetta? sagði Andrew og benti á bækurnar á borðinu, búshlutina á hillunni og ýmsa aöra muni sem voru á víö og dreif í kofanum. — Eg veit ekki, sagði Browne. Réttast væri að taka það með sér sem hægt er en skilja hitt eftir. Þó ekkert annað gagn sé að þeim, þá gætu þeir orðið eins konar gestaþraut fyrir þá sem koma hing- að á eftir okkur. — Eg óska þeim ánægju af ágizkununum, svaraði Andrew og leiddi gamla manninn út úr kof- anum. Browne varð á eftir til að slökkva á lampanum. Hann hló við þegar hann slökti. Það var hálf skrítið, að viðhafa slíkar varúðarreglur, þar sem allar líkur voru til að hann kæmi þangað aldrei aftur. Eldurinn í hlóðunum logaði fjörlega. Smátt og smátt myndi dofna yfir honum, logarnir deyja og eftir yrði glóð- in, sem smátt og smátt yrði svörf. Úti var skinandi stjörnuljos og þess vegna sáu þeir vel til vegar niður að spnum þar sem Mason skip- stjóri hafði lofaö að hafa bátinn til taks. En vegna þess hve máttfarinn gamli maðurinn var voru þeir hálf- tíina að komast þessa stuttu leið. Og hann hefði varla komist þetta, ef þeir, Andrew og Browne, heföu ekki hjálpaö honum. Þegar þeir komu niður að sjdnum var bátur- inn þar fyrir. — Eruð það þér, Philipp? spurði Browne. — Já, herra minn, það er eg, svaraði undirstýrimaðurinn. Skip- stjórinn sendi okkur af stað undir eins og hann sá merki yðar. — Það var ágætt, sagði Browne. Haldið þið nú bara bátnum stöð- ugum meðan við hjáipum þessum heiðursmanni um borð. Það var erfitt að koma herra Petrowitch út í bátinn, mennirnir gerðu það sem þeir gálu til að halda bátnum slöðugum og loks tókst það, og var þá ekkj beðið boðanna en haldið sem hraðast til skútunnar. Fyrst var dauðaþögn. Andrew hafði sýnilega sínar eigin hugsanir að rekja. Faðir Katrinar sat eins og dauður hlutur. En Browne var gagntekinn af einhverj- um kvíða, sem hann hvorki skildi né gat hrundið frá sér. Loksins komust þeir út að skút- unni og lögðu að stiganum. Þegar hann leit upp sá hann Mason skip- stjóra, Foote og Maas. Þeir lágu út yfir borðstokkinn. og horföu á þá. Þaö var umtalað fyrirfram, að mæðginin skyldu hittast inni í þil- farsklefanum, en ekki á þilfarinu sjáifu. — Getur hann gengið uppstig- ann sjálfur? spurði skipstjórinn. Ef hann getur það ekki, þá skal eg senda tvo menn niður til að bera hann upp. — Eg heid að við getum það einir, sagði Browne. Og með að- stoð stýrimannsins hálfdrógu og hálfbáru þeir, Andrew og Browne, sjúka manninn upp á skipið. — Hvar er ungfrú Petrowitch? spurði Browne. — Inni í klefanum, svaraði skip- stjórinn. Við héldum að hún vildi heldur vera ein þar. Hún veit að þið eruð komnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.