Vísir - 09.04.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 09.04.1916, Blaðsíða 4
^¦ran.-i.....¦ mrim m - - ¦ ¦ <**_ VÍSiR Símskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 8. apríl. Héruðin Kanton og Kvantung (f Kfna) hafa lýst sig óháð rfkisheildinni. Roosevelt verður f kjöri við forsetakosningarnar f Bandarfkjunum. I" l sem kynnu að vilja selja Laugarnessspítala, tj f^ 1 J um eitt ár frá 14. maí næstkomandi að telja * hérumbil 50 lítra af nýmjólk, heimflutta á hverjum morgni í hús spítalans, sendi mér tilboð sín með lægsta verði fyrir 15. aprfl næstk. Laugarnesspítala 18. mars 1916. fewat1 ^a^ú^ott. Bæjarfréttir. Frh. frá 1. síðu. * Bjarnaborgarkaupin. Á fundi bæjarstj. á fimtudaginn töluðu þeir H. Hafliðason og Sig. Jónsson með kaupunum, auk borg- arstj., en vegna rúmleysis í blaðinu var ekki hægt að birta ágrip af ræöum þeirra, enda alt tekið fram í ræðu borga'rstjóra sem meö þeim mælti. Sig, taldi líklegt að hann hefði verið mótfallinn kaupunum, ef hann ætti ekki sæti í fátækra- nefndinni og þekti ekki af eigin raun hve erfitt hún á með að fá húsnæði handa þurfalingunum. — Lfklegt er aö mál þetta verði bráö- lega athugað nánar hér í blaöinu. Einar Indriðason, .¦• bankaritari hefir tekið sér ættar- nafniö Viðar. Bankalóð. Nýjasta uppástunga um lóð handa Landsbankanum er sú, að bankinn eigi að kaupa Hótel ísland, rífa það og byggja á lóðinni. — Uppá- stungan er ágæt, þó ekki væri vegna annars en þess, að við þaö mink- aði brunahættan í bænum að mun. En sá galli er á, að margra ára leigusamningar eru á húsinu. — Annars segja sumir að það sé margsannað að Hdtel i'sland geti ekki brunnið. Nýtt bankamál. Sá kvittur gengur um bæinn, að nýft bankamál muni vera f aðsígi. Oifting. í gær giftu sig í Khöfn: Páll Sæmundsson, cand. og Magnea Ouömundsdóttir Jakobssonar (hafn- arumsjónarmanns). í Betei flytur P. Sigurðsson biblíufyrir- lestur í kvöld kl. 7 um: Félagslíf kirkjunnar. Skipafregnir. E/s 01 g a fer til Glasgow á morgun. Pósti sé skilað kl. 1. A r e kom í morgun frá Eng- lándi, Bjarni Björnsson endurtekur skemtun sína í kvöld í síðasta sinn. Hann fer til Vest- mannaeyja með Gullfossi. Hitt og þetta, Lyng til hernaðarþarfa. Sagt er að þjóðverjar hafi keyft feiknin öll af lyngi um öll Norðurlönd og látið flytja það til vígvallarins á Frakklandi. Nota þeir lyngið til varnar gegn eitur- lofttegundum, sem óvinirnir veita gegn þeim í bardögunum. Eru gerðir háir lynggarðar fyrir fram- an skotgrafirnar, og þegar eitur- loftið nálgast er kveikt í þurru lynginu, og hitnar þá loftið þar í kring og streymir upp. Með þeim loftstraumi berst svo eitur- loftið upp frá jörðinni og getur ekkert mein gert hermönnunum sem liggja í skotgröfum þar fyr- ir aftan. Eftir 100 ár segir vísindarit eitt enskt að hætt muni að nota hesta, gufu og raf- magn sem vinnuafl, þá verði aöeins notaðar vélar reknar með loftþrýst- ingi. Ljós verður þá ekki dýrara en vatn er nú og andrúmsloft í stór- borgum verður miklu hreinn vegna þess aö kól verða þá ekki notuð og hávaðinn á götunum hverfur. 2000 göngustaii átti Játvarður 7. Bretakonungur þegar hann dd. Sagan um Stóia-Björn og andarnefjuspikið Eftir J. F. Rönne. ------ Frh. Enginn hreyfði sig. Þá sagði kaupmaðurinn: Á ekkt að yfirheyra þá? Yfirheyra, sagði sýslumaður, yfirheyra. — Jú, náttúrlega á að yfirheyra þá. Það verður að kalla þá fyrir sjórétt, — hann tók um ennið - nú fer eg að sækja I réttarbókina. Hann flýtti sér af stað, en þeg- ar hann var kominn spölkorn frá bryggjunni sneri hann sér við og kallaði: Er kofinn lœstur? Látið þið undir eins slagbrand fyrir dyrn- ar svo þeir komist ekki út. Að fjórðungi stundar liðnum kom hann aftur með réttarbók- ina og hafði sett upp einkennis- húfuna. Menn þyrptust í smá- hópa skamt frá kofanum. Sýslu- maður lét bera" þangað borð og var það sett spotfakorn þar frá, hann settist við það, tók penna og dýfði honum ofan í blekbytt- una og skipaði réttarvottunum að Ijúka upp. Réttarvottarnir otuðu hvor öðr- um fram. Hvað er þeíta, sagði sýslu- maður og hnyklaði brýrnar. Ætli sýsiumaðurinn vildi ekki heldur Ijúka upp sjálfur. Hvaða vitleysa, Ijúkið upp þeg- ar í stað. Annar réttarvotturinn læddist að dyrunum, ýtti frá slagbrand- inum og hratt hurðinni upp. — Síðan hopaði hann aftur á bak svo nærri lá að hann velti dóm- araborðinu um koll. Allir steinþogðu. Halló, kallaði sýslumaður. Hann fékk ekkert svar. í nafni laganna, halló, kallaði sýslumaður þá. Einhver hreyfði sig inni í kof- anum og iitlu síðar kom Stóri- Björn fram í dyrnar. Hann var að nudda stýrurnar úr augunum. Vertu kyr inni! Vertu kyr inni! kallaði sýslumaður og ýtti stóln- um aftur á bak, svo hann gæti flúið ef þess gerði þörf. Björn horfði forviða á sýslu- mann. Pað var auðséð að hann botnaði ekkert í því hvað hér var um að vera. Niðurl. I FÆðl I HÚSNÆÐI Herbergi með húsgögnum fást ieigð frá 1.—14. maí á Bergstaða- stræti 29. [76 Til leigu er stór stofa og björt (móti sól) og lítið herbergi. Gas og vatnsleiðsla fylgir. A. v. á. [107 Skemtileg herbergi til leigu frá 14. maí. A. v. á. [108 Stofa mtð húsgögnum til leigu frá 14. mai í Tjarnargötu 40, hjá Krabbe. [122 Snoturs herbergis, helzt móti sól, óskar einhleypur kvennmaður frá 14. maí. Uppl. í Þvottahúsinu á Skólavöröustíg 12. [123 Frá 14. maí er til leigu eitt sól- ríkt herbergi, á ágætum stað í bæn- um, mjög hentugt fyrir einhleypan kvennmann eða karlmann. A. v. á. • ____________[124 Góð stofa með forstofu og að- gangi að síma er tit leigu á Stýri- mannastíg 9. [125 Þrjú herbergi ásamt eldhúsi og gtymslu dskast frá 14, maí. Áreið- anleg borgun. Tilboð merkt »25« leggist inn á afgr. Vísis. [126 I T A P A B — F U N Ð I 0 Fundin silfurbrjóstnál. Viljist á Laugaveg 51. [127 Tapast hefir silkiregnhlíf með grænu handfangi. A. v. á. [128 Úr fundið. Vitjist á Spítalast. 8. [129 r KAUPSKAPUR Fæði fæst í Ingóifsstr. 4. [8 Morgunkjólar smekklegastii, vænsí- ir og ódýrastir, sömuieiöisiangsjöl og þríhyrmir eruáva'lt til sðlu í Garða- stræti 4 uppi. (Gengið upp ivá Mjóstræti 4). [I Komið og skoðið svuntur og morgunkjólana í Doktorshúsinu Vest- urgötu. [68 Morgunkjólar úr góðu vaskaiaui fást á Vesturgötu 38 niðri. [97 Gulrófur kaupir Lauganesspítalin. _____________________(113 Vísir 201. tbl. (1. júlí) og 247. tbl. (16. a'g.) dskast keypt strax i prentsnijðju_Þ. Þ. Clementz. [114 Oóð síld til sölu með tækifæris- verði. A. v. á. [130 Ferðakista óskast til kaups eða jeigu- A. v. á. [131 Lifandi skjaldbaka er til sölu á Laugaveg 20 B (uppi). [132 r - VI N N A — 1 Stúlku vantar á matsöluhús frá 14. maí. A. v. á. [104 Roskin kona óskar eftir ráöskonu- störfum frá 14. maí. Uppl. á Frakka- stíg 20. [116

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.