Vísir - 18.04.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 18.04.1916, Blaðsíða 2
v f s n? VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. 7 x bnum Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á LaugaYegi 24 Bankalóðin. . Því var haldið fram í óvitahjal- inu í Landinu um daginn, að Hótel Reykjavíkurlóðin væri óhæf fyrir »framtíðarbanka», nema keypt væri til viðbótar við hana ræma af Vallarstræti. — En ekki hafði blað- ið fyrir því að finna þeim |Orðum sínum neinn stað. Hægðarleikur er það fyrir hvern ' og einn að fullvissa sig um hvað hæft er í þessari staðhæfingu, með því að bera saman lóð þessa og íslandsbanka. Þar sem lóðin er mjóst, er hún breiðari en íslands- banki. Afgreiðslustofa bankans á að sjálfsögðu að ná yfir þveran bankann, og verður þá breiddin nægileg. En ef bygt er á allri lóðinni, efast væntanlega enginn um að Iengdin verði nóg. En furða er, að blaðið, sem fjargviðrast svo mjög yfir því að Vísir hafi ekki aflað sér ábyggi- Iegra upplýsinga um þaö, sem hann skýrði ekki frá, skuli ekkihafaaflaðsér neinna upplýsinga um stærð þess- arar ræmu, sem það segir að þurfi að kaupa af bænum. — Að verði hennar viðbættu segir það að Ióðin mundi kost 130—140 þús. kr„ ef verð hennar yrði það sama á fer* meter hvern og í Ióðinni sjáifri. Ræma þessi er þríhyrningur — grunnlínan um 56 metrar og hæð- in 2. Stærðin er því um 56 fer- metrar. — Ef Landið hefði viljað afla sér ábyggilegra upplýsinga, t. d. hjá bankastjórninni, þá hefði það sennilega komist að raun um að verð þessarar ræmu næmi ekki j 30— 40 þús. kr„ heldur aðeins 6216 krónum I mesta lagi, ef verð- ið yrði 111 kr. fyrir hvern fermeter. En sá verðmunur, sem með því yrði á þessum tveim lóðum, getur ekki haft nein úrslitaáhrif á þetta mál. — Þar sem verðmunurinn er ] ekki meiri, þá verður þaö að ráða l hvor staöurinn er hentugri. DRENGIR, sem vilja ganga í Skátafélagið »VæringJar«, gefi sig fram við Ársæl Gunnarsson, Lækjargötu 12 A, eða Hall Þorleifsson Miðstræti 6. Sérhver góður drengur, sem gengur í félagið, leggur góðu málefni Iiðsinni og vex sjálfur við það. NB. Ef einhverjir drengir kynnu aö vilja ganga í félagið, en eru ekki færir um að kaupa einkenisbúning, er þeim heimilt að vera með án þess. Við Hafnarstræti yrði bygt á alla vegu við bankann. En við Austurstræti verður aldrei bygt gegnt honum að sunnan, og þar yrði hann á gatnamótum þriggja gatna rétt við sfmastöð og Póst- hús. Við Hafnarstræti yrði um- hverfis hann vagnaskrölt og annar hávaði frá höfninni, kolareykur og önnur óhreinindi. (Þó aö smáhýs- in sem þar eru nú verði rifin nið- ur). — Við Hafnarstræti yrði hann litlu eða engu betur settur fyrir viðskiftamenn hans en við Hverfis- götu. Eldhættan yrði þar engu minni, ef ekki meiri, en þar sem hann var áður. — En pestarbæli yröi hann fyrir alla starfsmenn hans, sólarlaus og fuilur af reyk ef opnaðir væru gluggar. — En við Austurstræti yrði hann á fallegasta stað í bænum, móti sól og við grasi gróinn völl og bezta stað í bænum fyrir öll viöskifti. Þaö hefir verið ráðgert að byggja bangann 18 metra breiðan og 38 melra langan. Ef afgreiöslustofan á að ná yfir þveran bankann, þá er óþarft að hafa hann 18 metra breiðan, miklu hentugra að hafa hana lengri, í náinni framtíð hlýt- ur afgreiöslunni að verða breytt þannig, aö gjaldkerar verði tveir. Annað hvort verða t. d. sparjsjóöur og veðdeild skilin frá, eða útborg- anir og innborganir aðskildar. Hent- ugast væri þó að hafa alla afgreiðsl- una á sama stað, og þá tvfmæla- laust hentugra að hafa afgreiðslu- herbergið langt en breitt. Varla er ráð gerandi fyrir því, að tilætl- unin sé ekki aö láta afgreiðslustof- una ná yfir þveran bankann, held- ur aö hafa smáherbergi meðfrain annari hliðinni, enda væri þá 18 metra breidd tæplega nægileg. Annars væri fróðlegt að fá að vita hvað Landið á við með «fram- tíðarbanka«. Hugsast gæti, að rit- J stjórinn hefði, uppgötvað eitthvað j nýtt í bankaafgreiöslumálum, sem ! algerlega kollvarpaði öllum hug- j myndum núlifandi manna um þau! Aðfangadags- kveldið. — Smáaga eftir D. — Klukkan var orðin 5 á aðfanga- dagskveldið. Veður var hið besta, tungl í fyllingu en skýjað loft. Jörð var auð, nema hvað það hafði gert föl fyrir dagsetrið.----Það var einkennilegt í firðinum þetta kveld, þegar hin dökku ský leyfðu gamla mána að lýsa honum. Það var eins og tilveran væri að benda öllum hugsandi mönnum á, að hún gerði það fyrir afmælisbarn- ið ástríka að sýna fjörðinn í svo fögrum búningi, enda kom það sér vel því það átti að messa f báðum kirkjunum og margir höfðu hugsað sér að ganga til kirkju. Loftið var þrungið af unaði, — það var andi kœrleiks og sann- leika sem var að leita rúms hjá fjarðarbúum. Það var eins og hann hygði sig finna rúm hjá þeim yfir jólanóttina.--Nei, — hjörtu fjarðarbúa voru flest lokuð,--------þeir œtluðu til k i r kj u, Það var alt uppljómað á Oimli, þegar tollvörðurinn gerði boð fyrir Christensen leynilögreglu- þjón. Heyrðu vinur, mig langaði til að tala við þig nokkur orð einslega. Þeir gengu afsíðis. — Svo er mál með vexti, að eg var að at- huga tollskýrslurnar af s/s »Mín- erfu« í dag, mælti tollvörður, en við rannsóknina komst eg að því að skipstjórinn hafði eitthvað óhreint í pokahorninu, svo eg bauðst til að strika út misfellurn- ar ef hann þóknaðist mér í ein- hverju. — Hann varð mér mjög þakklátur, og ^af mér 5 vindla- kassa af bestu tegund, og lang- ar mig nú til að leita ráða til þ^n um hvernig eg gæti komið þessu í peninga. Já kunningi, mælti Christensen, það er alt annað en gaman að koma slíku í peninga. Hérna þér að segja, eg veit að eg má trúa þér fyrir því, þá T I L M I N N I S: Baðhusið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifst. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8‘/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankínn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 17,-2'/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðaliælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóömenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud, kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. ld. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. EO undirritaður hefi í hyggju | að fara bráðlega upp í Borgar- ' fjörð, til að gjöra kaup á drátt- I arhestum og reiðhestum. Ef hér í bænum eru fleiri en | eg hefi átt tal við, sem vilja láta mig útvega sér hesta, komi þeir sem fyrst og tali við mig, Grjótagötu 10. Guðmundur Eyjólfsson. Heima eftir kl. 8 á virkum dögum. s\6metvY\ státlfcu* — vanar fiskverkun — geta feng- ið atvinnu á Austfjörðum í sum- ar. Hátt kaup. Semjið við Jón Sveinsson, Amtmannsstíg 4, — Heima kl. 4—6 e. h. fékk eg nokkrar viskíflöskur um borð, en eg er í hreinustu vandræðum með þær, þeir eru altaf á hælunum á okkur þess- ir bölvuðu vínsmyglar. Þeir voru allir á bryggjunni þegar eg fór upp, Doggi smoll, Óli straumur, Sölvi assistent, auðvitað að ná sér í brennivín. Það er annars Ijótt að geta ekki komið þeim í bölvun. Jæja, en hvað sem þessu líður, þá veit eg ekki hvaða ráð við eigum að hafa til að gera okkur mat úr þessu. Eg fór fram á það við hana frú Mar- gréti hérna á Gimli, þar sem hún er nú bæði húsráðandi og veit- ingakona, að hún seldi þetta fyrir mig. En veistu hvað hún gerir. Hún hótar að koma mér í bölv- un og reka mig þar ofan í kaup- ið úr stofunni sem eg hefi fasta á leigu hjá henni. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.