Vísir - 18.04.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 18.04.1916, Blaðsíða 3
VtSIR Líf sá by rgðarf élagið er heiðarlegt, gott og mjög vel stætt félag, og stendur undir eftir- liti stjórnarinnar. Félagið kaupir veðdeildarbréf Landsbankans fyrir alla þá peninga, sem inn til þess borgasf á íslandi og hefir ‘ sjálfstæða íslenska læknisskoðun. , Tryggið líf yðar í þessu félagi öðrum framar. jUtoömxv. 5. grein í reglugerð um skipun slökkviliðs og brunaniála Reykjavíkurkaupstað 25. júní 1913 hljóðar svo: »Hverju húsi, sem virt er 10000 krónur eða meira skal »fylgja einn krókstjaki, hæfilega sterkur og mir.st 5 metra »langur. Sömuleiðis stigi, er sé svo langur, að hann »nái upp í glugga á efsta íbúðurharberbergi hússins. »Pessir hlutir skulu geymdir á tilteknum stað, er sé að- »gengilegur fyrir slökkviliðið.« Það hefir komið í Ijós, að húseigendur margir í bænum hafa brotið ákvæði þessarar greinar og eru allir húseigendur því aðvar- aðir um að koma því í lag, sem ábótavant kann að vera í þessu efni, fyrir lok þessa mánaðar. Slökkviliðsstjóri gefur nánari upplýsingar um hvernig krók- stjakar og stigar skulu gerðir og lætur 1. maí rannsaka hvort fyrir- mælum reglugerðarinnar sé fullnægt. Borgarstjórinn í Reykjavik, 6. apríl 1917. Aths. Félagið hefir aldrei unnið ólöglega á íslandi, en jafnan fylgt fyrirmælum íslenskra laga. Páskavörurnar súkkulaði og sultutau kökur og kökuefni er langbezt að kaupa \ Jí^öjtu y. Evmsetv. LÖGMENN ► < Bogi B.ynjálfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaður, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstofutími frákl. 12—1 og 4—6 e. h. — Talsími 250 — Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutnlngsmaOur Laufásvegi 22. Venjuiega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 vv Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Orundarstíg 4. Sími 533 — Heima_kl. 5—6 JSest aS \ Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 5 ---- Frh. Rupert hafði litið á hana. — Herra Tempest ejra nú víst alveg oröinn blindur. Er ekki svo, Rósabeila? Rósabella kinkaði kolli mjög ánægjulega. Hún lét ekki hina minstu meðaumkun í ljós. — Jú, hann er blindur, heyrn- arlaus og allur af göflunum geng- inn, hafði hún sagt mjög harð- neskjulega. Og svo er víst ýmis- legt að honum sem enginn þekkir nafn á nema ef til vill hann sjálfur. Þú veizt hvað mér leiðist sjúkt fólk, einkum ef það er nú orðið hund- gamalt. Það er svei mér nóg, finst mér, að verða að hafa Agnesi frænku í kringum sig með öllum sínum ímynduðu veikindum. Gerðu þér nú einu sinni í hugarlund hve skemtilegt það muni vera, að veröa að búa í sama húsi og gamall, hálfgeggjaður blindur karlfauskur, sem aldrei getur hreyft sig án þess að fella um koll a!t lauslegt, sem hann Kemur í nánd við. Rupert hafði þotiö á fætur og þrifið hatt sinn. — Jæja, Rósabella, hafði hann sagt. Eg ætla nú ekki að vera leng- ur, eg er hræddur um að eg muni ef til vill verða fyrir þér. Hann hafði með niestu herkjum stamað þessu út úr sér og sföðugt hring- snúið hattinum sínum milli hand- anna. Hann vissi varla í þennan heim né annan. Hann var að reyna að gleyma því sem Rósabella hafði veriö að segja. — Ó! hafði Rósabella sagt kæru- leysislega. Mér var hreint engin þægð í að þú kæmir. Eg varö meira aö segja reið þegar eg sá þig, en fyrst þú ert nú kominn hingað á annað borð, þá mátt þú gjarnan vera dálítið lengur. Það getur verið að eg geti notað þig til þess að gera eitthvað fyrir mig. Já, í sannleika sagt, þá man eg nú eftir ýmsu sem þú getur gert. Ungi maðurinn haföi hætt að hringsnúa hattinum sínum, og litið á hana. Hann hafði roðnað allra snöggvast. Hún var nú farin niður af borðinu og var að hnota skýl- una og ætlaði svo að setja hana á sig aftur. — Ætlar þú aldreí að breytast neitt, Rósabella. Ætlar þú altaf að vera svona köld og fráhrindandi? Ætlarðu aldrei að taka meiri hlut- deild í kjörum snnara? Aldrei að hugsa um annað en sjálfa þig og þfna eigin ánægju? Stúlkan hafði litið á hann alveg forviða. Hún hafði séð að hann var mjög æstur. Hún hafði ekki g«taö svarað undir eins. — Þegar eg hugsa mig betur um, Rupert, þá kemst eg að þeirri niðurstöðu að þú megir fara, hafði hún sagt með uppgerðar rósemi. Ef þú hefðir haldið áfram að vera vænn og góður drengur þá heföi mér ekki þótt nema gaman að því að hafa þig hérna hjá nrér stund- arkorn. En fyrst þú auðsjáanlega ert í vondu skapi, þá segi eg þér það hreinskilnislega að eg vil helzt vera án þín. Emma og þjónustu- stúlkan hljóta að koma eftir nokk- ur augnablik og eg get vel komist af með hjálp þeirra. En Rupert hafði staðið eins og þvara á gólfinu. Hann hneigði sig ekki og hann hélt áfram að standa kyr löngu eftir að hún hafði lokið máli sínu. — Rósabella, hafði hann sagt þegar hann loks rauf þögnina. Finst þér ekki að — að það sé kominn tími til að við förum að skilja hvort annað, þú og eg? Hann hafði litið á hana mjög hugsandi. Hún leit út eins og Austurlanda-gyðja, þar sem hún stóð í marglita kjólnum með rósa- klút vafinn um höfuðið. — Skilja hvað? hafði hún spurt rólega. Eg get ekki séð að við höfum neitt aö ræða um. Hendurnar á Rupert tóku aftur til að hringsnúa hattinum alveg ósjálfrátt. — Það er um framtíð okkar sem við þurfum að ræða, hafði hann sagt eftir augnabliks þögn. Viö verðum ef unt er að ráða við okkur hvernig við ætlum að haga lífi okkar í framtíöinni. Rósabella hafð hlegið kulda- hlátur. — Ó, kæri Rupert, hafði hún svarað mjög kæruleysislega. Hví viltu endilega vera að brjóta heil- ann um það sem ekki er unt að fá nokkra lausn á? — Ekki unt? Rupert fölnaði og varir hans skulfu. — Já, alls ekki unt, hafði hún sagt og bandað óþolinmæðislega frá sér með hendinni. Skilurðu það I ekki? Taiaði eg ekki nógu skil- merkilega? Hann hætti alt f einu að snúa hattinum og færði sig ögn nær henni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.