Vísir - 22.04.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 22.04.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g r e i Ö s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng Srá Aflalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá tí. 3—4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl SaumastoíaD á Laugavegi 24 Islensku kolin Félag siofnað til að reka námurnar. Guðmundur E. Guðmundsson, bryggjusmiður, fór utan 11. des. s. 1., í þeitn erindum að láta rannsaka nákvæmlega sýnishorn af kolunum í Stálvíkur-námunum. Úr för þessari kom hann nú með Botníu. Hefir Vísir hitt hann að máli, og verður hér á eftir skýrt frá árangrinum af ferð hans. Til þess að rannsaka kolin, fékk hannyfirverkfræðing sænsku kolanámanna, Svedberg, og full- yrðir hann að þetta séu stein- kol, en áhrif lofts og vatns valda því, að kolin yst í námunni eru frábrugðin öðrum steinkolum, þó að af sömu tegund séu. Til þess að þessi kol logi vel og brenni upp, þarf að mylja þau í smátt. Svedberg telur víst, að þegar komið sé svona 30 metra inn í námuna, verði kolin orðin svo góð, að þau megi nota sem skipakol. Guðm. dvaldi tveggja mánaða tíma í sænsku kolanámunum til að kynna sér námagröft. Síðan fór hann til Danmerkur til að reyna að koma á stofn félagi, til að byrja rekstur námunnar. — Fékk hann þar í lið við sig: Jón Sveinbjörnsson, Zoýlner stór- kaupm. og Hendriksen forstjóra Thoreféiagsins, en Handelsbank- inn í Kaupmannahöfn hefir lof- að að leggja fram fé. Ráðgert er að vélar þær sem þarf til að byrja námugröftinn, ogtrjáviðurtil húsabygginga verði sent hingað með næstu ferð Gullfoss. Vélar þessar kosta um 80 þús. kr. Verkstjóri hefir ver- ið. ráðinn og á hann að koma með sömu ferð. Hann er Finn- lendingur. Og sérstakt skip á að útvega til að flytja kolin frá Chairman og ViceChair Cigarettur eru bestar REYNIÐ ÞÆR. Þœr fást í öllum betri verslunum og í heildsölu hjá T. Bjarnason, Umboðsverslun Templarasundi 3 Sími 351 námunni hingað til Reykjavíkur. í ágústmánuði kemur verkfræð- ingur sem á að athuga*hvort til- tækilegra sé að byggja höfn við námuna, eða leggja járnbraut frá henni til Patreksfjarðar, Pegar grafið hefir verið 30 metra inn í námuna, og full vissa er fengin um gæði kolanna, er í ráði að stofna nýtt félag. Pað er gleðilegt, hve vel Guð- mundi hefir gengið í för þessari. Og gleðilegt hve horfur eru góð ar á því, að hér sé í raun 'og veru um auðsuppsprettu að ræða, þrátt fyrir alt trúleysi þingíins og þess ráðunauta. — En meiri myndi gleðin hafa orðið, ef þing- ið hefði brugðist svo við þessu máli í fyrra, sem því bar ótví- ræð skylda til, að láta landsstjórn- ina beitast fyrir þessum fram- kvæmdum og tryggja sér það, að sá auður, sem kynni að vera fólginn í þessari námu, rynni ekki að neinu leyti í vasa erlendra manna, svo sem nú eru allar horfur á. En jafnframt megum vér vera þakklátir þeim mönnum, eriendum og innlendum, sem leggja fram fé og fyrirhöfn til að hrinda málinu í framkvæmd, og þá fyrst og fremst Guðm. E. Guðmundssyni. Á þessum síðustu tímum er- um vér íslendingar farnir að finna það áþreifanlega, hverja þýðingu það getur haft fyrir verzlun vora, að þurfa ekki að sækja kol til annara þjóða. Og Reýkvíkingar og aðrir bæjarbúar á landinu, hafa illilega fengið að gjalda þess í vetur, að ekki var þegar í fyrra brugðið við og farið að vinna 1 kolanámu þessa, þegar þó var l fengin full vissa um, að þar var ! nœgilegt eldsneyti, en alt strand- j aði á því, að mönnum kom ekki j saman um, hvort kolin hétu: brúnkol, steinkol eða eitthvað annað. Lengi munu menn minnast þingsins 1915, ef náma þessi reynist vel, en gengur landinu úr greipum. Loftárásin á Leith. ■ Þegar sú fregn barst hingað á dögunnm, að skrifstofur Andrésar Guðmundssonar og afgreiðslumanns Eimskipafélagsins í Leifh, hefðu skemst mikiö af loffárás Þjóðverja á borgina, símaði Svafar Sigurbjarn- arson, umboösmaður Andrésar hér í bænum, fyrirspurn til hans um hvort nokkuð væri að hjá honum. Á miðvikud. kom svarið, og var á þá leið, að ekkert væri að (»all well<) Fyrirspurn. Hefir póstmeistari gert nokkrar ráðstafanir til að ná í póstinn úr »Botníu« með skipum þeim sem verið er að ferma í Englandi ? S v a r: Vísi er tjáð að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess aö fá póst frá Englandi með flutningaskipum sem eru að ferma þar, en sérstakar ráö- stafanir munu ekki hafa verið gerð- ar um Botníu-póstinn. Verður það víst að vera á valdi Breta, hvenær þeir skila póstinum aftur. Setxd'Æ att^svttgav tuttatttega. T I L MINNI3; Baðhúsið opið v. d. 8-8. l.d.kv. til 11 Borgarst.skrifat. í brnnastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími ld, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Hejga daga 10-12 og 4-7 Náttúmgripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-&. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v d Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartúni 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Okeypis lækning háskólans r , , Kirkjustræti 12: Alni. læknmgar á þriðjud. og föstud. B kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á miö- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Botnía kom hingað á miðvikud. snemma. Farþegar voru allinargir^með skip- inu auk þeirra, sem þegar hefir verið getið hér í blaðinu. Þar á meðal Gunnar Gunnarsson, riíhöf., Guðni. Guömundsson, bryggjusm., Carl Bartels, Karl Olgeirsson, verzlstj frá ísaf., Jakob Havsteen, og F. C. Möller umboðssalar, Debell, Jón Þorláksson verkfræöingur, Lud- vig Andersen, Kristján Kristjánsson skipstjóri, Ólafur Hjaltested, Soffía Helgadóttir, Pétur Ólafsson konsull frá Patreksfirði og Friðbjörn Aðal- steinsson símritari. Stúlkur til niðursuðu. Auglýst var eftir stúlkum til nið- ursuðu á dögunum, og ekki nema einu sinni, svo að ætla veröur að auglýsingin hafi boriö tilætlaðan árangur og einhverjar stúlkur gefið sig fram. — Furðar marga á því, að þær skuli heldur kjósa þau for- lög en aö ráða sig í vist á sæmi- legum heimilum. — En hvar er markaöur fyrir niðursoönar stúlkur? S p u r u 11. Slys. Jóhann Björnsson, bróðir Einars Björnssonar verzlunarstjóra hér í bænum, var á miðv.d. ásamt öðrum manni úr Hafnarfíröi að vitja um hrognkelsanet þar suðurfrá. Bátn- um hvolfdi undfr þeim og Jóhann druknaði, en hinn maðurinn bjarg- aðist. Bréfarónið. Þaö þykir nú fullsanuaö að póst- bréfin, sem Vísi voru send á dög- unum, hafi ekki verið tekin úr bréfakassa póslhússins utan frá, og að kassinn hafi ekki verið fullur það kvöld, sem þau voru Iögð í hann, en það var 23. f. m.; og sagt er aö sum bréfin hafi verið látin í kassann í auddyri pósthúss- ins. Þetta, og ýmislegt fleira, t. d. að sá sem bréfin tók vissi að Vísir hafði ekki leyst út bréfið og að buröargjaldið var reiknað 60 aurar (af vangá, f stað 8 au.) er talið sönnun fyrir því að einhver heima- gangur í pósthúsinu sé sekur um bréfatökuna. Frh. á 4. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.