Vísir - 01.05.1916, Síða 1

Vísir - 01.05.1916, Síða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMl 400 Skrifstofa og afgreiðsia í Hótel ísland SÍMI 400 6. árg. Mánudaginn 1. maí 1926. 118. tbl. GAMLA BIO Heimskautslandaför ameríku- mannsins Capt. Kleinschmidts í 7 þáttum. Sýnd öll í einu. — Kostuð af Carnegie-sjóðnum. — Elnhver besta mynd Palads-lelkhússins I Khöfn. Á mynd þessari er sýnt dýralfflö í Norðurheimskauta- löndunum og dýraveiðar á þeim slóðum. Það er ólíkt betri hugtnynd sem menn fá af þessari mynd, unt þetta og þessi lönd yfirleitt, en af því að lesa lýsingu heimskautafaranna, sem búa til ímyndaðar mannraunir til þess að gera för sína sögulegri. Það er svo fjöldamargt sýnt í þessari mynd sem oflangt yrði að telja upp hér, en yfirleitt er mynd þessi einstök í slnni röð, enda hefir kostað stórfé* að taka hana og verið mjög eftirsótt. Skemtileg og fræðandi mynd jafnt fyrir eldri sem yngri. Sökum þess hve myndin er löng og dýr kosta tölusett sæti 75, alm. sæti 40 og barnasæti 15 aura. — vanar fiskverkun — geta feng- ið atvinnu á Austfjörðum í sum- ar. Hátt kaup. Semjið við Jón Sveinsson, Amtmannsstíg 4, — Heima kl. 4—6 e. h. Uppboð. Fimtudaginn 4. maí þ. á. veiða 8 góðar kýr seldar við upp- boð að Lágafelli í Mosfellssveit. Samtímis verða seldir ýmsir þarf- legir munir. Uppboðið hefst kl. 11 x/2 f. h. Lágafelli, 25. apríl 1916. Dan. Daníelsson. Símskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 29. apríl. Irland er lýst í hernaðarásiandi. Maxwell er skipaður yfirhershöfðingi. Bandaríkjablöð eru vonlftil en þýzk biöð vongóð um að friðsamleg iausn fáist á deilunni milli land- anna- Fyrir nokkrufn dögum sendi brezka stjórnin út opinbera tilkynningu um að nppreisn, sem gerð heföi verið í írlandi, hefði þegar veriö bæl* niður. Nú er það sýnt, að meira hefir kveðið að uppreist þessari en fyrst var látið í veöri vaka, og þó verður ekki af þessu skeyti neitt ráðið um það hve mikið það er, því að vitanlega þarf ekki mikið út af að bera til þess að lönd og héruð séu sett undir herstjórn á þessum tímum. Khöfn 30. apríl Kut el Amara hefir gefisf upp fyrir Tyrkjum — s Setulið þar var 8970 manns. Carson og Redmond hafa í sameiningu lýst megnri óbeit á uppreistinni á Irlandi. Enski hershöföinginn Townshend hefir setið inniluktur í Kut el Amara í Mesapotamíu í 4 mánuði. Mýja Bfó Grunaður um giæp Áhrifamikill sjónleikur í þrem þáttum, leikinn af afbragðs- góðum þýskum leikeudum. Verð aðgöngumiða hið sama og venjulega. Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Œfingar verða fyrst um sinn á þriðjudögum, fimtudög- um og laugardögum kl. 8 e. m. stundvíslega Stjórnln. Frá Landsb.safninu: Samkvæmt 11. grein í reglum um afnot Landsbókasafnsins eru allir lántakendur ámintir um, að skila öllum þeim bókum, er þeir hafa að láni af safninu, fyrir 14. maí, og veiður engin bók lánuð þaðan 1.—14. mai. Landsbókasafnið 27. apríl 1916. Bæjaríróttir Afmæli á morgun: Anna C. Zimsen, ekkjufrú, Astrid^B. Kaaber, húsfr. Guðm. H. Jakobsson, verzlm. Kristjana Pétursdóttir, ekkja. Lára Magúsdóttir, ungfr. María Jónsdóttir, húsfr, Hafnarf. Paul Smith, símverkfr. Valborg J. E. Sigfússon, húsfr. Fermingar- og afmæfis- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Árnasyni í Safna- húsinu. Goðafoss kom hingað í gær að vestan og norðan. Meöal farþega voru: Pétur J. Thorsteinsson, Pétur Ólafsson frá Patreksfirði, Th. Krabbe verkfr., Fr. Nielsen umboðssali og Sigtr. Jóhannesson, byggingameist- ari. i Ferming fór fram í báðum kirkjunum hér í gær. Milli 4 og 5 hundr. heilla- óskaskeyti voru send út um bæinn frá landsímastöðinni. Erl. mynt Kaupm.höfn 28. apríl. Sterlingspund kr. 15,73 100 frankar — 56,00 100 mörk — 61,55 R e y k j a v í k Bankar Pósthús Sterl.pd. 16,00 16,00 100 fr. 57,00 57,00 100 mr. 63,00 64,00 1 florin 1,45 1,45 Doll. 3,55 3,60 Verkfallið. Botnvörpungarnir, Bragi og Marz lögðu út héðan í gær, með um helming skipshafna, aðrir skipverjar neituðu að fara. En þjark nokkurt hafði orðið milti skipstjóranna og forsprakka verkfaiismanna. f gær- morgun var skipstj. á Braga að kalla saman menn sína í landi, en er þeir voru komnir niður á bæjar- bryggjuna, þustu þar að þeir Ólafur Friðriksson, ritstjóri, Jón Back og Björn Blöndal og fleiri tnenn með þeim og bönnuðu hásetum að fara. Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.