Vísir - 02.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 02.05.1916, Blaðsíða 2
V„í SIR VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá W. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. 1 herbergi ásamt húsgögnum í eða nálægt miðbænum óskar eftir 1. eða 14 maí reglusamur ungur maður. — Áreiöanleg borgun. Afgr. vísar á. t Dorsteinn Tliorarensen bóndi á Móeiðarhvoli varð bráðhvaddur á laugardaginn 29. apríl. é Alit Englendinga á frönsku þjóðinni. (Lauslega þýtt úr »The Times«). Líkami minn jörðinni, sál mín guði, hjarta mitt Frakklandi. Þessar 3 smálínur fatin fréttarit- ari vor hripaðar upp á sprengi- kúlnahylki, er var í framraðarskot- gröf í Frakklandi, svo sem stein- snar frá fjandmönnunum. Ekki voru þessi orð ætluð til lesturs því síð- ur birtingar. Þau voru innan um ýms önnur orð af líku tagi. Og ekki hefði brezkur hermaður getað skrifað þau, heldur voru þau hugs- anir hins frakkneska liðsmanns, dregnar upp með ritblýi. Einkenni- leg voru þau, hjartanleg og fögur. Margt er furðulegt í ófriði þess- um, en mestum undrum sætir þó áreiöanlega siðgœði frakkneska hers- ins. Hugsið ykkur 20 mánuði her- virkja og tortímingar. Þriðja hver frakknesk kona í sorgarbúningi — mörg fögur og ágæt héruð eydd, og í óvinahöndum og enginn fyrir- sjáanlegur endir á þessum ósköp- um. Ein herdeildin kemur fram á vígvöllinn, þegar aðra þrýtur, — svona koll af kofli. Það kemur kyrkingur í þjóðlífið óg sparifé hálfrar aldar er á glæ kastað, og þó er þessi ómetanlegi og dýrmæti fjársjóöur, siðgæði hersins (Frakka) heill og óskaddur í heljarklóra fjandmannanna, sem enn eru margir og ægilegir. Mætti reyndar fremur segja að siðgæði ágætrar þjóðar vaxi æ því meir sern hærri kröfur #ru gerðar til hennar. Sívaxandi Blaðapo'ststofan er flutt úr gamla pósthúsinu í nýja pósthúsið og er gengið inn um vesturdyrnar. Útgefendur blaða og rita og aðrir, sem senda krossbands- sendingar, verða því að afhenda slíkar sendingar í afgreiðslustofu Landsbankans, við gatið á austurveggnum. r* Póstmeistarinn í Reykjavík 7s 1916. ^Sigurður^Briem^^ I jón Vilhjálmsson skósmiður hefir fiutt vinnustofu sfna í húsið nr. 4 við Vainsstíg. kröfum hefir Frakkland tekið með sívaxandi sálarþreki. Frakkland hefir verið mikið fyr, en tæpast nokkurn tíma jafnmikið og nú. Castelnau yfirforingi sagði við fréttaritara vorn : Frakkeska þjóöin kýs heldur að bera beinin á vígvellinum, en að þola þýzk þrælkunarbönd. Það gerir hún líka alveg áreiðanlega. í hinum mikla hreinsunareldi sífelds ófriðar hefir þessi gamli göfugi kynstofn látið skírast. Hann hefir týnt niður allri eigingirni — ef hún hefir annars nokkurn tíma verið honum eiginleg. Þessi kyn- stofn er bundinn traustu einingar- bandi og hikar ekki. Og ef létt- úð hefir verið mein hans, þá má líka segja eitthvað til málsbóta þeirri Iéttúð, sem lyftir huganum hærra við hverja pláguna og lætur menn örugga og ótrauða horfast í augu við örlögin. í fremstu röð, þar sem tryllingurinn er mestur og mót- staðan á að verða, í öllum fram- röðum varömanna, er róglegir bíða dauöans, sem ætíð er tilbúinn og við hendina — þar mætir manni djörfungarbros, gamanyröi, góð og greið svör og augsæ, en óumræði- leg vissa um yfirburði yfir fjand- mennina. Frakknesku hermennirnir (poilus) vissu öllum betur, jafnvel foringjum sínum og öllum okkur, að þýskararnir (boches) væru dæmd- ir menn. Þetta vissu þeir ósjálfrátt, þeim Iá það í blóöinu af 2 þúsund ára hernaðarreynslu. Enginn sagði þeim þetta, en þeir vissu það. Þegar þeir fengu orlof, fóru þeir heim og sögðu karli og kerlingu, að nú mættu þau gleðjast, því að komið væri annað hljóð í strokkinn. Eng- inn efi, en örugg vissa —--------x) Ungir og gamlir, má segja börn og gamalmenni, inna af höndum ótrúlega mikla vinnu heima fyrir. Styrkustu armarnir eru í stríðinu, 1) Hér er feldur burtu kafli um konuna frakknesku, er rómarágæti henn- ar á þessum raunatímum. Þyí svipað hefir verið birt í blöðunum hér áður, en öllum daglegum nytsemdarstörf- um heldur þó áfram, sérstaklega í landbúnaði. Á ökrunum er hver sigurinn unninn á fætur öðrum af þeim, sein annars eru minna máttar. Gamalmennin hafa kastað ellibelg og æskulýðurinn þroskast. Innan um falibyssukjaftana þýsku eru vingarðarnir ræktaðir eins og áður. Þegar Zola var að lýsa slíku fyrir 45 árum, var það talið skálda- Ieyfir-en nú er sjón sögu ríkari. Hermálaráðuneytiö frakkneska hef- ir yfirstigið sjálft sig í framtaks- semi. Agi og alt fyrirkomulag er ágætt með öllum deildum frakk- neska hersins. Vistaforði og allar nauðsynjar eru tit taks hvar og hvenær sem er. Þetta eykur her- mönnunum kjark, að vita fyrir víst, að vistir og aðhlynning bíöa þeirra á hverri þúfu, rétt eins og á góð- um bæjnm. í loftinu uppi yfir þeim er haldinn vörður og alstaðar er fyrirhyggja. Briand, ráðuneytisforseta og Joffre ytrhershöfðingja er það mest og best að þakka, að þetta stríð hefir nú Iengst af verið háð af Frökkum með svo miklum hyggindum, æðru- Ieysi og snarræði, að slíks munu vart finnast dæmi áður. Foringjarnir eru síötulir og al- staðar nálægir, þar sem einhver mannraun er. Og hvergi á vest- urstöðvunum þykist fréttaritarinn hafa séð betra samkomulag milli yfirmanna og undirgefinna en í frakkneska hernum. Stéttarígurinn hefir þokað fyrir sameiginlegri ætt- jarðarást. Á dögunum, þegar hamagangur- inn var sem mestur hjá Verdun, ef til' vill einhver mannskæðasti bar- daginn, sem sögur fara af, átti frétta- ritari vor tal við Pétain yfirforingja, er var að athuga landabréf. Mætti nú ætla, að hann hefði verið að rannsaka svæðið umhverfis Verdun og virkin þar, Vaux o. fl. En það var nú eitthvað annað. Landabréf ið var af austurhluta Miðjarðarhafs- ins! Þetta gat foringinn Ieyft sér, T I L M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifst. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-0. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Klrkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. » kl. 12—1, Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. í&est au^sa \ *>3\sv af því að allar varúðarreglur voru fyrirfram teknar fyrir bardagann og hann gat reitt sig á undirforingja sína eins og sjálfan sig. Sama mátti og segja um alla hina for- ingjana, Joffre, Castelnau, Gournaud. Svona rólegir geta þessir menn verið, af því að alt er svo vel í garðinn búið, þeir hafa fyrirfram reiknað út allar aðgerðir fjand- mannanna. Þeim dylst auðvitað ekki að fyrir höndum eru erfiðir tímar, en skyldutilfinningin er svo rík í öllum her þeirra, fyrirhyggjan svo dæmalaus í stóru og smáu og aðstaðan því hin ákjósanlegasta, — enda traustið óbifandi. Og það er einmitt siðgœði þjóðarinnar og sálar- þrek, eins og áöur getur um, sem hér er traustasta undirstaðan. Með ánægjutilfinningu og djúpri aðdáun slítur maður sig frá þess- um göfugu mönnum, en einnig með fullri og öruggri meövitund um það, að ekkert af því sem vér gelum gert þeím til hjálpar, rná láta ógert. Stríðsbrauð. Hollendingar hafa átt örðugt um aðdrætti upp á síðkastið og er lítið til af hveiti í landinu. — Stjórnin hefir skipað svo fyrir að hætt skuli að baka hveitibrauð. Bakarar hafa nú sérstaka tegund brauða, sem nefnd eru stríðs- brauð. Hafa þeir farið að dæmi Þjóðverja og blanda ýmsum efn- um saman við mjölið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.