Vísir - 02.05.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 02.05.1916, Blaðsíða 3
v; l-SII R Bandamenn taka grískar eyjar. Bandamenn hafa tekið á sitt vald ýmsar hafnir á eyjum Grikkja og á Grikklandi sjálfu. Gríska stjórn- in mótmælti þessum aðförum viö sendiherra bandamanna í Aþenu- borg. Þeir sögðu þetta gert af nauðsyn og lýstu yfir því að Grikkj- um yrðu afhentir þessir staðir aftur að ófriðnum loknum. v Samsæri í lew-York. Lögreglan í New-York hefir nú komist að því hverjir hafa bundist samtökum um að sprengja í loft upp skip þau sem flytja skotfæri og önnur hergögn til bandamanna. — Hafa 4 þýzkir menn í New-York verið teknir fastir. Voru 3 þeirra í þjónustu þýzkra gufuskipafélaga, sem héldu uppi samgöngum milli Þýzkalands og Bandaríkjanna. En einn átti efnafræðisstofu þar íborg- inni. Eru menn þessir taldir valdir að sprengingum á 33 skipum. ttmavvlegau Barátta hjartnanna Eftir* E. A. Rowlands. 16 ------------- Frh. — Katrín hefir gult hár og stór brún augu. Þaö er sagt að hún sé mjög falleg. Mér íanst hún vera eins og flestir aðrir, klunnaleg. Svo hún á að vera greifafrúin á Ches- termerel Það er fögui framtíð. Eg ætla nú samt að reyna að taka dá- lítið fram fyrir 'hendur forsjónar- innar áður en alt er til lykta Ieitt, sagði Rósabella við sjálfa sig. Menn veröa að reyna að skemta sér með- an þetta stutta líf endist og Ches- termere lávarður h'tur út fyrir að vera mjög skemtilegur maður. Mér finst að hann muni líka hafa gott af að tekið sé ofurlítið í Iurginn á honum. Því það er ekki nóg með það að Rupert hafi hálfan hugann hjá honum, heldur vogar hann sér líka að dæma mig og fmynda sér að eg sé ekki nógu góð handa Rupert. Eg sá það undir eins á honum. Hann skal fá að finna það »ð Rupert heyrir mér til með lífi 2>táWi\xr. JUUy \>»y stútfeuv sem seUa sév v stfdar- v\nnu \ sumat o$ vU\a Ja ^öy, a% le\ta sét u$p^s\n$a á "\3estuY$ótu W. \ Islenzkar kartöflur. úrvals kartöflur frá Auðnum eru til sölu í dag og á morgun. Finnið Hjört A Fjeldsted. Hótel ísland nr. 17, eða á Hússtjórnarskólanum á matmálstímum. LÖGMENM □ Œ VATRYGGIIMGAB edie: fæst í verslun 61. Þorvaldssonar. Hverfisg. 84. VANDAÐAR og ÓDÝRASTAR Líkkístur seljum vlð undlrrltaðir. . Kl8turnar má panta hjá , hvorum okkar sem er. Steingr. Guðmundsson, Amtm.st. 4. Tryggvi Arrtason, Njálsg. 9. Líkkistur. Miklar birgðir fyrirliggjandi. Séð um jarðarfarir ef óskað er Sími 93. Hverfisg. 40. Helgi Helgason Ráðningarstofan á Hótel Island hefir altaf starfsfólk á boðstólum — óskar iíka eftir maigs konar fólki. \ *>3\s\. Prentsmiðja Þ. Þ. Clemenlz. 1916. Pétur Magnusson, yfirdómslögmaður, Grundarstíg 4. Simi 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gfslason yfirréttarmálaflutnlngsmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogi Brynjóifsson yflrréttarmálaflutnlngsmaður, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstofutími frákl. 12—1 og 4—6 e. — Talsími 250 — Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Det kgl. octr. Brandassurance Comp Vátryggir: Hús, húsgögn, vðru- alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. og sál. Og hann skai fá að finna að eg er kona sem vert er aö elska en ekki að fyrirlíta. Að kvöldi hins næsta dags heim- sótti Chestermere þær Katrínu og móöur hennar. Hann hafði gengið frá brautarstöðinni til þorpsins, og var því orðinn þreyttur. Hann hafði sofið mjög lítið og fundið nokkuð tii sama lasleikans sem hann hafði kent er hann danzaöi við Rósa- bellu. Þessi lasleiki var honurn nýr. Hann hugsaði að hann hefði reynt of mikið á sig, en vildi annars sem minst um það hugsa, því að þá datt honum Rósabella í hug. Hann var rciður við sjálfan sig ,fyrir það, hve mikið hann hugsaði um Rósa- bellu, og þær hugsanir voru ekki sem fegurstar. — Hún er alveg hjartalaus kona og í hæzta máta fyrirlitleg. Hún er algerlega tilfinningalaus. Þetta sagöi hann við sjálfan sig hvað eftir ann- að. Og þetta er stúlkan, sem Ru- pert elskar. Það verður aö stíja þeim sundur, annars gerir hún út af við hann. Þaö er eitthvað óeðli- legt við hana. Mér finst hún vera norn, Hann reyndi til aö hætta að hugsa um hana og fara að hugsa um Katrínu í staöinn. Hanji hafði ekki séð hana síðan hún var lítil. Og hann mundi þá eftir hve fögur og yndisleg hún hafði verið í aug- um hans. Margot og móðir hans höfðu skrifað honum mikið um fegurð og mannkosti Katrínar. Margot hafði einu sinni sent honum mynd af henni, en hún haföi glatast á leiö- inni. Og nú vissi hann eknert hvaö beið hans. Þegar hann kom heim til þeirra mæðgnanna, þá gekk hann beint inn um hliðið og inn í garð- inn. Dyrnar voru opnar upp á gátt og það sást ekki nokkur maður þar nálægt. En þegar hann kom inn, þá gekk stúlka fram úr skugg- anum og ávarpaði hann: — Velkominn heim, Filípp, sagði hún og hendur hennar skulfu og hún var tjáföl. ' Hann greip um hendur hennar og leit á hana. Hjarta hans fyltist fögnuði. Það var hin sama Katrín, sem hann haföi skiljð eftir þegar hann fór að heiman og þá var hún dálítiö breytt. Hún var orðin full- orðin kona og bar sig vel. Hann dró hana nær sér og tók hana í faðm sér. — Litla Katrín mín. Blessuð litla stúlkan mín, stamaði hann ósjálfrátt. Katrín tók á móti ástaratlotum hans. Hún gleymdi öllum áhyggj- um þeim sem hún hafði haft hans vegna vissi ekkert annað en það, aS hún, var sælust allra kvenna. Chestermere kysti hana aftur og aftur. — Hefi eg nú loksins orðið ást- fanginn? sagði hann við sjálfan s'g> Þegar Katrin leit brosandi fram- an í hann. En þá brá fyrir í hug- skoti hans myndinni af Rósabellu. Honum fanst hún brosa að honum og eins og hana langaði til að svara spurningunni. V. Rupert haföi liðið illa um nótt- ina sem danzleikurinn var hjá frú Dorrilion. Rósabella var ekki heima þegar hann heimsótti hana daginn eftir, til þess að færa henni blóm, eða svo var honum sagt aö minsta kosti. En hann heyrði til hennar inni áöur en hann fór burtu. Hann heyrði hana syngja inni í herbergi hennar og vissi því að hún vildi ekki við hann tala. Og hanfi fór burtu dapur í huga og honum fanst sólskiuið úti vera myrkur. Hann reika§i fram og aftur um göturnar og vissi varla hvað hann var að fara. Eftir nokkurn tíma var hann kominn inn í stofu til frú Ches- termere. Honum fanst ætíð að hon- um létti við aö heimsækja hana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.