Vísir - 08.05.1916, Side 2

Vísir - 08.05.1916, Side 2
VI SI R VISIR A f g r e i ð s I a blaðsins á Hótel Ieland er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstrœti. Skrifstofa á sama stað, inng. irá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 3-4. Sírni 400.— P. O. Box 367. ÍJr frönskum Iðnm. Flugmaðurinn N a v a r r e. Ein afleiðing af hinum strjálu póstferðum hingað til lands er það, aö útlend blöð berast oss eftir dúk og disk og í svo stórum hrúgum, að það er varla vinnandi verk, að iesa þau öll. Þau fjalla einungis ura stríðið og endurtaka auðvitað oft hiö sama. Lesandinn er því orðinn yfir sig saddur af lestrinum um blóðsúthellingarnar og hryðju- verkin áður en hann er hálfbúinn með hrúguna, og þegar hann loks- ins leggur seinasta blaðið til hlið- ar, finst honum, að hann hafi orð- ið mjög lítiJs vísari, óljósar mynd- ir af vígstöövunum spelga sig í heilanum, en manna- og staða- nðfn gleymast jafnóðum, að fáum undanteknum. Ein af þessum und- antekningum er ungi flugmaðurinn franski Navarre, sem þegar hefir tekið þátt í 40 bardögum í loftinu og 14 sinnum sigrað. Það hefir oft verið talað um hann í frönskum blöðum og hon- um haldið fram sem fyrirmynd fyr- ir æskulýðinn rétt eins og kven- hetjunni frá Loos, og ber margt til að nöfn þeirra eru nefnd jafnhliða: Æska þeirra, snarræði og föður- landsást. Navarre er sagður all-einkenni- Iegur útlits, hann er þrekvaxinn en höfuðið lítið og oft líkt við fugls- haus, nefið er stórt og bogið eins og arnargoggur, augun Ijómandi og hvöss og Iftið bilið á milli þeirra, réttnefnd valsaugu. Hárið er hrafn- svart og þykt — hann setur aldrei upp húfu — og skegglaus er hann, enda mjög ungur. Brosið er barns- legt og blítf, og þó framkoma hans sé fremur ungæðisleg, kve hann í raunlnni vera feiminn og honum vera mjög ógeöfelt að tala um sjálf- an sig og það sem hann hefir af- rekað. En með kðflum er hann eins og fuglinn fljúgandi, sem ekki þolir á sér nein bönd og gleymir þá allri feimni og hæversku. Hann veit það vel sjálfur og af- sakar sig: »Eg veit vel að eg er dálítið kvn- 4 dugiega háseta og mótorista vantar á mótorbát í Ólafsvík. Óvanalega góð kjör. Finnið Jón Brynjólfsson PóstMsstræti 14 Mörk CARLSBERG Heimsins beetu óáfengu drykkir. Fást alstaöar Aðalumboð fyrir ísland Nahan & Olscn. Drekkið legur, en væri nokkuð unnið við það að eg væri einsog allir aörir?« Nei, sannarlega ekki, miklu frem- ur væri óskandi að margir væru eins og hann. Þegar á unga aldri fæddist hjá honum þessi löngun til að verða loftfimleikamaður. Hann var svo- lítili strákhnokki þegar hann fór að klifrast upp um öll þök í nágrenni verksmiðjunnar, þar sem faðir hans var verkfræðingur. Einn góðan veðurdag sá móðir hans með skelf- ingu að hann hafði bundið streng frá einum reykháf til annars og gekk eftir strengnum sem æfður streng- trúður. Brátt fanst honum heimiiið eins og búr og 16 ára gamall fór hann einn síns liðs til Japan, Þegar hann kom þaðan fór hann upp á eigiö eindæmi til Cotroy til að læra að »fljúga« í flugvélaskóianum þar. Skólinn átti því miður ekki nógu margar vélar, svo Navarre var að- eins búinn að læra aö fljúga beint áfram þegar stríðið hófst. Hann var þá tæpra 19 vetra gamall og bæði vegna æsku og vankunnáttu erfitt fyrir hann að komast í her- inn, en þangað vildi hann fyrir hvern mun komast Hann gerði sér lítið fyrir og för til Saint-Cyr- skólans, sagðist koma frá hinum fræga flugskóla — hann væri reynd- ar ekki orðinn flugmaður, en vildi fá að fara með flugmönnum, er fóru þaðan til Tours í september mánuði 1914. Bragðið hepnaðist, hann fór með flugmönnunum,'en að eins til að vinna að skotgröf- um og því um Iíkt. Lfkaði hon- um þetta illa því hann vildi fljúga en ekki klifra, eins og hann sjálfur komst að orði. Einn af félögum hans, er tekið hafði próf sem flugmaður, en varð að láta sér lynda sömu vinnu og, Navarre gat loksins komið ár sinni svo fyrir borö, að honum var lofað flugmannsútnefningu, Hann átti að mæta^frammi fyrir höfuðsmannin- um til að sýna skjöl og skilríki og notaöi Navarre tækifæriö til að ná sér í sömu stööu. Hann fór með vini sínum til höfuðsmannsins, og þegar hinn síðarnefndi var búinn að skoöa hin umræddu skjðl, sneri hann sér að Navarre : »En hvar eru yðar skjöU ? fTh. reyna að lenda á Irlandi. Aðfaranótt 21. april gerðu þjóðverjar tilraun til að koma vopnum á land í Irlaudi. Höfðu þeir komist til írlands á skipi, sem virtist vera verzlunarskip hlutlausrar þjóðar, en var í raun og veru þýzkt hjálparbeitiskip. Bretar urðu varir við skipið áður en það kom nokkru af farmin- um í land og söktu því. Kaf- bátur var i för með skipinu, en hann komst undan. Ýmsir af skipshöfninni á þýzka skipinu voru teknir höndum og þar á meðal Sir Roger Casement í þýzkum hermannabúningi. Daginn eftir hófst uppreistin á Irlandi. Er auðsætt að uppreist- armenn hafa staðið í sambandi við þýzkaland og að líkindum hefir Roger Casement verið aðal upphafsmaður þess. Casement er írskur að aett og hefir verið mjög illviljaður Englendingum síðan ófriðurinn hófst. Hann er TiL M í N N I S: Baðhúsiö opið v. d. S-8. Id.kv, til 11 Borgarst.skrifat. í bntnastöö opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8‘/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.timi kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssímlnn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið l'/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgöin 12-2 og 4-í>. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaöahælið. Hciinsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ökeypis lækning háskólans • Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1, Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. ld. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. fæddur 1864 og gekk snemma í þjónustu ríkisins og var ræðis- maður Breta á ýmsum stöðum í Afríku og Suður-Ameríku Hann átti mestan þátt í því að fletta ofan af grimdarverkum þeim, sem framin voru á innfæddum mönnum í héraðinu Putumayo í Peru. Var mikið um það mál talað árið 1912. Casement var herraður árið 1911 og hætti ræðismannsstörfum 1913, í ó- friðarbyrjun var Sir Roger Case- ment á Englandi, en hélt brátt vestur um háf. Gekk hann þar mjög í berhögg við Englendinga bæði í ræðu og riti. Skoraði hann á Ira að sitja hjá og gefa sig ekki fram til herþjónustu. Hann undi ekki lengi í Banda- ríkjunum. Hugðist hann nú að sækja þjóðverja heim og kom sér í skip og hélt til Noregs. — Munu menn muna eftir því að sagt var að breskl sendiherrann í Kristjaníu hefði lagt fé til höf- uðs Casement meðan hann var í Noregi. Síðan hefir Sir Roger dvalið í þýzkalandi. Hefir hann verið hafður þar í miklum met- um. — Hefir hann gert alt sem hann hefir getað til að æsa íra gegn Englendingum og jafnvel sagt að hann hafi fengið hertekna menn af írsku kyni til að berjast gegn sínum fyrri samherjum. Sir Roger var fluttur til Lon- don og er hafður þar í varð- haldi. Ætlar stjórnin að láta höfða mál gegn honum fyrir drottin- svik.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.