Vísir - 09.05.1916, Síða 3
V ISIR
vexBuv fcaldtö í fcofeum jUdxésav $il.
^\dvtvssouav \ da$ W. ^ e. tv»
\ ^.-%.-tvús\uu.
Verða þar seldar þessar bækur:
Árbækur Espólíns, Biskupasögur, Lexicon poeticum, Cleasby,
Björn Halldórsson: Lex. Isl.-Lat.-Dan. Fritzner: Islensk orðabók,
Lagasafn alþýðu, Ljóðmæli Stefáns Ólafssonar og Jóns Þorláksson-
ar og margar fleiri ágætar bækur.
Skrifborð, bókaskápur o. fl.
Skipa-
og Bátasmíðastöð
A. H. Nielsens,
Stofnsett 1898. Kalundborg.
lýtísku dráttarbraut fyrir alt að 90 bt. tonna skip.
Eigin sögunar og hefliverksmiðjur.
Allir venjulegir bátalitir og tjara.
Allskonar skipavinna af hendi leyst.
Símnefni: Bedding.
Nokkrar sttilkur
geta fengið atvinnu við síldarsöltun á
Norðurlandi í sumar.
Semja ber við S. Jóhannesson Laugavegi 11.
Heima frá kl. 5—6 síðdegis.
4 herbergi
eldhús og stúlknaherbergi, ósk-
ast til leigu á góðum stað í
bænum. Tilboð merkt 100 send-
ist Vísi.
Pétur Magnússon,
yfirdómslögmaOur,
Orundarstíg 4.
Sími 533 — Heima kl. 5—6
VANDAÐAR og ÓDÝRASTAR
Líkkistur
seljum vlO undlrrltaðlr.
. Klíturnar má panta hjá
' hvorum okkar sem er.
Steingr. Guðmundsson, Amtm.st. 4.
Tryggvi Arnason, Njálsg. 9.
yaupv? \ 5 \.
Oddur Gfslason
yfirróttarmálaflutnlngsmaður
Laufásvegi 22.
Venjulega heinia kl. 11-12 og 4-5
Simi 26
Bogl Brynjólfsson
yfirróttarmálaflutningsmaður,
Skrifstofa í Aöalstræti 6 [uppi].
rifstofutimi frá k). 12— cg 4—6 e. s
— Talsími 250 —
SfctvdÆ au^s\t\$at
VátryggiÖ tafarlaust gegn eldi
vörur og húsmuni hjá The Brit-
ish Dominion General Insu
rance Co. Ltd.
Aðaiumboðsm. G. Gfslason
Det kgl. octr.
Brandassurance Comp
Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru-
alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28.
Áusturstræti 1.
N. B. Nielsen.
Barátta hjartnanna
Eftir
E. A. Rowlands.
23 ----
Frh.
Katrín gat ekki gleymt því hve
hræðilega illa henni hefði liðið nótt-
ina eftir að hún hafði fengiö bréf-
ið frá Filipp um, aö hann ætlaði
að heimsækja hana.
Henni hafði ekki komiö dúr á
auga alla nóttina. Ást og viöbjóð-
ur höfðu háð skarpa orustu I brjósti
hennar og hvorugt hafði sigrað.
Hún hafði kvatt Edward Antrobus
morguninn eftir án þess að nokkur
sæi á henni að hún hefði vakað,
og án þess að segja nokkuð ann-
að en það, sem hún heföi getaö
sagt við hvern sem var.
Hún hafði setið og lesið fyrir
móður sína, sem var mjög óróleg.
Stundirnar liðu svo að hún vissi
ekkert af því.
Þegar aö þvi leið, að hann færi
að koma vissi hún hvorki í þenn-
an heim né annan. Qleði — stjórn-
laus gleði yfir því að fá að sjá
hann aftur háði baráttu við dramb
hennar, sem kom henni til að fyr-
irverða sig fyrir gleðina, ogsvo —
og svo — kom hann.
Katrín sat í millum skugga
trjánna og fól andlitið í höndum
sér. Hún lifði upp aftur hið ógleym-
anlega augnablik. Hún skaif af
áhrifum tilfinninga þeirra sem gripu
hana, er hún hafði horftá dökka,
failega andlitið hans — og heyrði
áxöfu, hjartnæmu orðin sem hann
sagði.
Það hafði verið hljómur í rödd-
inni sem hún haföi aldrei heyrt
fyr. Því næst hafði hann tekið hana
í faðm sér og þrýst henni að
hjarta sér.
— Katrín, elsku litla stúlkan
mín!
Ó! hvaö paö var Ijótt af henni
að efast um hann. Ljótt að hýsa
svo rangar hugmyndir um hann.
Ljótt að hugsa sér hann kaldlynd-
an, eigingjarnan og tilfinninga-
lausan.
Hann eiskaði hana! Filipp, hetj-
an hennar — æsku-ástin hennar!
draumar hennar í uppvextinum,
ástríða fullvaxta konunnar! Filipp
— elskaði hana!
Engin orð nokkurs tungumáls
voru nógu yfirgripsmikil eða nógu
falleg til að lýsa sælunni sem ríkti
í hjarta Katrínar þetta kvöld.
Þau höfðu setiö og talað saman,
lengi, lengi, og hver stund sem
leið tengdi þau fastar saman. Og
honum varð betur og belur ljóst
hve yndisleg og hrein hún var,
konan sem forlögin höfðu gefið
honum.
Honum var mjög á móti skapi
að fara frá henni.
— Eg verð aö fara. Eg lofaði
móður minni því. En þú kemur
þegar í stað til borgarinnar, gerir
þú það ekki, Katrín?
— Verð eg aö gera það? spuröi
hún háif-hnuggin. Það er svo
yndislegt hérna.
Hann tók hönd hennar og kysti
hana innilega.
— Móðir mín verður ekki á-
nægð fyr en þú kemur til hennar,
það veit eg fyrir víst, sagði hann
og í augum hans lýsti sér óvenju-
leg hugarrósemi, er þau hvíldu á
fagra andlitinu við hlið hans. Og
svo eru það fötin.
— Fötin, sagði Katrín, og á
röddinni var sami rólegi kæruleys-
isblærinn, sem hafði haft svo mikil
álhrif á Edward, en Chestermere
var hann nýr og honum þótti hann
yndislegur.
— Blessaðir segið þér mér ekki,
að þér ætlið að fara að kvænast
mér, til þess að eg geti fengið
falleg föt, sagði hún. Eg er engan
veginn venjulegur kvenmaðnr,
Filipp. Mér er gersamlega sama um
kjóla, og um hattinn er það að
segja, jæja, gott og vel — hún
ypti öxlum snoturlega — biðjið
þér móður mína að segja yður
eitthvað um reynzlu hennar af mér
og fötunum mínum.
— Jæja, þó aö hattarnir freisti
yðar ekki, þá komið þér til borg-
arinnar, Katrín, af því aö — hann
lækkaöi róminn og geröi sig blið-
ann — af því að eg verð þar og
mig langar til þess að þú komir
góða mín.
í kinnar hennar haföi færzt heit*
ur roöi, og hann fékk hjartslátt er
hann sá leiftriö, sem brá fyrir í
augum hennar.
— Þér eruð 'nerra minn og
meistari, og eg verð aö hlýða,
sagðl hún og hló.
Hláturinn var talsvert óeðlilegur.
Því að þótt hún hefði gleymt sér
í bili, því að þótt ástin og gleðin
hefði um stund varpaö burtu öllu
stærilæti og allri þvingun, þá hafði
Katrín samt ekki gefið tilfinningum
sínum mjög lausan tauminn.
En Chestermere var ánægður.
Hann þekti hana nú, og hann
þekti það ástarmagn til hans, sem
falið var í hjarta hennar.
Hann fór frá henni, eins og
sagt hefir verið, hikandi.
— Þú ætlar afl koma á morg-
un, sagöi hann í bænarróm, á
morgun. Þú gerir þaö!