Vísir


Vísir - 27.05.1916, Qupperneq 3

Vísir - 27.05.1916, Qupperneq 3
V ISI R §&Ui\ir óskast til sfidarvinnu á Siglufirði í sumar. Mjög góð kjöri &\x3\6nssot\. Bergstaðastræti 9. Heima 6—8 síðd. Nýja verslunin Sími 525. Hverfisgötu 34. hefir fengið mikið af nýjum vörum, t. d. Káputau, Morgunkjólatau, Krep Mússulín í blússur og Vasaklútar ... og margt fleira. —.. Góður mótorbátur ca. 8 tonna, með dekki, óskast á leigu í 2—3 mánuði í sumar frá miðjum júní að telja. Nánari upplýsingar gefur Vitamálaskrifstofan, Templarasundi 3. Vökukonu i i vantar að Vífilsstöðum. Nánari upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. y.. ?. u y. Vœringjar I Vinna á melunura í kvöld kl. 6V2. Munið að hafa með hrífu, reku, hjólbörur, vagn eða eitthvert slíkl verkfæri. Dugl. háseta og 3 stúlkur vanar fiskverkun vantar. Hátt kaup. Löng atvinna. Semjið strax við Jón Arnason, Vesturgötu 39. Sími 112. VATRYGGIMGAR 1 ■■BBSRB9 MMH Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G, Gfslason Agæt görfuð Sauðskinn fást í \)etslut\m {\ $, Orettisgötu 26. Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir; Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstrætj 1. N. B. Nlelsen. J^^LÖGMENN í hefir altaf starfsfólk á boðstólum — óskar líka eftir margs konar fólki Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gfsiason yflrréttarmóiaflutningsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12og4- Simi 26 SeudÆ auc^s\t\$av Bogi Brynjóifsson yflrréttarmáiaflutnlngsmaður, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstoiuiimi íiá k). 12— og 4— 6 e. — Talsími 250 — Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 41 ---- Frh. — Rupert sagði mér ailan sann- leikann í þessu máli eitt kvöld. Það var ekki hans sök þó trúlof- unin væri ekkl opinberuð. — Jæja, það liður varla á löngu þangað til Antrobus fær að kenna á þessari fljótfærni og óviðjafnanlegu heimsku. — Að hann skuli yfirleitt láta sér detta í hug að giftast. Hvað hefir hann að bjóöa nokkurri konu? Katrín sat mjög áhyggjufull. þetta var sönn sorgarsaga, þó langt væri frá aö hun væri fullsögð enn. Hún hafði aðeins í fáein skifti séð Rósabellu, og eins og aðrir dáðst að fegurð hennar og hæfilegleikum. Hún hafði orðið þess vör að eitt- hvað heimuglegt var á milli ung- frú Grant og Ruperts, en hún hafði ekki reynt neitt aö komast frekar eftir því, Hún var mjög sár Ruperts vegna. Sár, vegna þess að tónninn í um- tali manns hennar, miklu frekar en orðin sjálf, færöu henni heim sann- inn um það hvað þungu böli vin- ur hans hefði orðið fyrir. Henni féll þetta líka illa vegna Edwards Iávarðar. Hann var nú svo unggæðislegur ennþá, og honum hefði átt að fyr- irgefast heimskupörin af þeirri á- stæðu. Væri þetta eingöngu áfram- hald af gáleysinu og gapaskapnum, sem svo mjög einkendi framferði hans um þessar mundir, þá væri ekki mikill skaði skeöur. En samt sem áður, var þessi gifting nokk- uð frábrugðin venjulegum heimsku- pörum og unggæöis-andvaraleysi, og gat leitt til ógæfu og sorgar. Það var svo ómögulegt að hugsa sér Teddy, sem heimilisföður. Katrínu fanst að hún fengi óbeit á þessari stúlku, sem haföi gerzt konan hans. Henni fanst að þessi undarlega og óviturlega gifting bæri ekki vott um neitt annað en hégómagirni og ósæmilegt athæfi þessarar stúlku, er þannig brá trygð og trúnaði við heitbundið mannsefni sitt. Edward var, enn sem komið var, ekkert meira en yngri sonur her- togans af Oxford. En nafnbótina myndi hann, samt sem áður, hljóta ef bróðir hans, sem var farlama maður, dæi án þess aö hafa gifzt. Hann var ekki gáfaður, hafði ætíö verið slæpingi og var langt frá þvf að vera fullþroskaður. Hvernig gat þá verið hér um að tala nokkrar innilegar tilfinningar eða helga og hreina ást, þar sem einungis var verið að sækjast eftir hárri stöðu í mannfélaginu, og öll hugsanleg meðul notuð til að ná því takmarki. Hugarfar Katrínar Chestermere gagnvart Rósabellu breyttist smátt og smátt í fyrirlitningu. Hún myndi hafa fyrirlitið hvern einasta kvenmann, sem hefði hagaö sér eins og Rósabelia Grant hafði gert. En það var eðlilegt að henni sárnaði enn meir vegna langrar og gamallar vináttu við Edward. Og hvað Rósabellu, og aðfarir hennar snertii þá hlaut dómurinn að verða enn harðari þegar hug- leidd var ótrygð hennar, harka og fyrirfram ákveðin heitrof. Enginn hlutur, ekkert atvik gat á nokkurn hátt réttlætt breytni hennar. Frú Chestermere sat með bréf sín óopnuð í kjöltu sinni. Vitneskj- an um þessa sorg og ógæfu Ru- perts hafði varpað skugga á gleöi hennar og ánægju. Og hún bjóst við aö Edward myndi einnig verða ófarsæll í framtíöinni. Því hvaða hamingju gat það haft í för með sér að vera bundinn jafn eigin- gjarnri og kaldiyndri konu sem Rósabellu. Hún leit til manns síns, sem gekk fram og aftur um gólfið. Hann var órólegur, æstur í skapi. Hún stóö upp og gekk til hans hvatlega. — Þú mátt ekki láta þetta fá svo mjög á þig, kæri minn, sagði hún. Alt hefir hann þó ekki mist ennþá. Vináttu þína á hann enn óskerta, Filipp. Hann tók um báðar hendur hennar. — Ástin mín bezta, sagði hann með viðkvæmni í röddinni. Hon- um var þaö hin mesta hugfró að vita Katrínu í nálægð sinni. Það Iægði storminn og öldurnar á sál- ardjúpi hans. Þess lengur sem hann hugleiddi þessar leiðinda fréttir, sem hann hafði fengið, þess órórri hafði hann orðiö. Þess reiðari hafði hann orð- ið Rósabeliu, og þess meira hafði hann aumkast yfir Rupert. Og þaö var eins og hann óttaðist eitthvað sjálfs sín vegna, jafnframt þessu. Honum fanst það vera einhver óheilla fyrirboði, að fyrsti skugg- inn sem féll á hina nýju, fögru sælu- daga hans, skyldi vera runninn frá þeirri konu, sem hann taidi sér sjálf- ur trú um að hann fyrirliti.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.