Vísir - 14.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1916, Blaðsíða 2
ViSIR ! f EIMSKIPAFELAGr ÍSLANDS. Aðalfundur. Aðalfundur Hlutaféiagsins Eimskipafélags íslands verður hald- inn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, föstudaginn 23. júní 1916 og hefst kl. 12 á hádegi. Dagskrá: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæð- ur fyrir henni og leggur fram tii úrskurðar endurskoðaða rekst- ursreikninga til 31. desember og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Tillögur um lagabreytingar. 4. Kosning 3 manna í stjórn félagsins í stað þeirra, er úr ganga samkv. hlutkesti. 5. Kosinn endurskoðandi í stað þess er frá fer, samkvæmt hlut- kesti, og einn vara endurskoðandi. 6. Tillögur um aukning hlutafjárins 7. Heimild til að láta byggja eða kaupa skip. 8. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlui- höfurrt, og umboðsmönnum hluihafa, í Báruhúsinu (niðri) dagana 15.—17. þ. m. kl, 1—3 og 5—7 síðd. Rétt tll að sækja fundf félagsins hafa þeir e i n I r, sem staðið hafa sem hluthafar á hluthafaskrá 10 næstu daga áður en fundurinn er haldinn (sbr. 10. gr. félagslaganna). Reykjavík 9. júní 1916. ST JÓRNIN. VISIR Afgreiðsia blaösins á Hótel island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Valiarstrætf. Skrifstofa á sama staö, inng. frá Aðaistr. — Ritstjórinn tll viötais frá U. 3-4. Sími 400.— P. O. Boz 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þarfást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Og einokunarsamningariiír. Út af greinum þeim sem birst hafa hér í blaðinu um samninga þá, sem Steinolíufélagið hefir ver- ið að reyna að þröngva kaup- mönnum, vélbátaeigendum og öðrum sem keypt hafa steinolíu af því, og þar á meðal jafnvel opinberum stofnunum, til að gera við sig, hetir Vísir fengið áskor- anir úr ýmsum áttum um að birta samninga þessa orðrétta og þau önnur gögn í málinu, sem hann hefir tök á. Hér fer á eftir: 1° Samning- urinnsem steinolíukaupendur eiga að undirskrifa og 2° bréf frá fé- laginu, sem sent er hverjum kaup- anda til útskýringar og áréttingar. Samningurinn hljóðar svo: Hérmeð staðfesti eg að hafa keypt af Hinu íslenzka steinolíufélagi (sem hér eftir verður táknað með bók- stöfunum »H. í. s.«) alt það, sem eg þarfnast eöa nota handa sjálfum mér eða öðrum frá 1. júní 1916 að telja af hreinsaðri steinolíu, þ. e. a. s. steinolíu, sem notuð verður til ljósa eða mótora, svo og af smurningsolíu til véla og annars, fyrir það verð og með þeim skil- málum, sem H. í. s. ákveður fyrir viðskiftamenn sína alment hér á landi, og að öðru leyti samkvæmt hinsvegar rituðum söluskilmálum. Gegn þessari skuldbinding áskil eg, að H. í. s. greiði mér uppbót fyrir hverja keypta og borgaða tunnu af steinolíu og smuriiingsolíu, og fer upphæð uppbólarinnar eftir því, hversu margar tunnur eru keyptar og borgaðar á almanaksári, þannig: Fyrir 1— 49 tunnur 35 au. pr. tn. — 50—199 — 50--------- — yfir 200 — 75 -------- Uppbót þessi skal greidd eftir lok hvers almanaksárs, þegar hægt verð- ur að sjá, hversu mikil hún á aö verða. Eg skuldbind mig til þess að fylgja nákvæmlega því verði, sem H. í. s. ákveður að skuli vera út- ö/uverð á steinolfu og smurnings- olíu þar sem sala mín fer fram, og selja með því verði í raun og veru án þess að Iáta viðskiftamönnum í té nokkur þau hlunnindi, hverju nafni sem nefnast, sem beint eða óbeint verði til þess að Iækka út- söluverð mitt á olíunni niður úr því verði, sem H. í. s. hefir á- kveðið. Rjúfi eg samning þenna, eöa hins vegar rifaða söluskilmála, í nokkru atriði, t. d. með því að kaupa ofan- greindar vörur hjá öðrnm en H. í. s., þá fellur niöur réttur minn til framannefndrar uppbótar. Ennfrem- ur ber mér að greiða H, í. s. í skaöabætur kr. . . . fyrir hvert samn- ingsrof. Komi fyrir nokkurt samn- ingsrof af minni hendi, getur H. í. s. sagt samningi þessum upp fyrir- varalaust, en að öðru leyti verður samningi þessum eigi slitið nema frá 1. jan. árs hvers að telja, með uppsögn af hendi annarshvors máls- aðila, með minst 3ja mánaða fyrir- vara. Þó get eg,................... . . . . . eigi sagt samningnum upp fyr en frá 1. jan. 1920aðtelja. Ef stjórnarvöld íslands eða félög, eða einstakir menn, með beinum eöa óbeinum tilstyrk frá stjórnarvöldun- um fara að flytja tíl landsins vörur þær, sem ræðir um í samningi þess- um, getur H. f. s. sagt samningn- um upp fyrirvaralaust. Rísi málsókn út af samningi þess- um, skal báðum málsaöilum skylt að svara til sakar fyrir gestarétti Reykjavíkur, með sama fyrirvara og innanbæjarmenn. Þegar samningur þessi gengur í gildi, falla niður allir fyrri samning- ar málsaðila um kaup á steinolíu og smurningsolfu. Bréfiö er á þessa leið: »Þar eð komið hafa í ljós við byrjun árs þessa mjög margir erfið- leikar, bæði hvað snertir útvegun á nægrt steinolíu til íslands og sömu- leiðis á nauðsynlegu rúmi í skip- unum, biðjum vér yður, ef þér framvegis ætlið að kaupa olíu þá, sem þér þarfnist, hjá oss, að skrifa undir hjálagðan kaupgjörning og endursenda oss hann sfðan með næstu póstferð. Oss mun þá auð- veldara að gera oss einhverja hug- mynd um, hve mikillar steinolíu þarfnast. Samkvæmt þessu munum vérfrál. júní þ. á. að telja, aðeins selja steinolíu ef vér höfum slíkan kaupgjörning í höndnm og mun- um vér gera vort ítrasta til þess, þrátt fyrir hina afar erfiðu aðstöðu sem nú er, að útvega þessum við- T I L MINNiS; Baflhúsið opið v. d. 8-8. Id.kv. til 1! Borgarst.skrifáf. í bnmastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. ki. 12-3 og 5-7 v.d Isiandsbanki opinn 10-4, K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siöd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafniö opið P/,-21/, siðd. Pósthúsið opifl v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og háislækningar á föstud. kl. 2—3. Tanniækningar á þriðjud. kl. 2—3. Aiignlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud, kl. 2—3. landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. skiftamönnum vorum hina nauðsyn- legu olíu. Um leið notum vér tækifærið til að minna yður á, að samgöngum milli Reykjavíkur og hinna ýmsu hafna er mjög ábótavant í ár, Rúmið í skipunum er því pantað fyrirfram fleiri mánuðum áður en þau fara, og vér getum því ekki nógsamlega btýnt fyrir yður að senda allar panfanír með löngum fyrirvara«. Félagið ber það fyrir sig, að í byrjun ársirts hafi komið fram ýmsir örðugleikar, sem geri þess- ar ráðstafanir nauðsyniegar. En væntanlega dylst það engum manni að slíkt er fyrirsláttur einn. Fyrst og fremst munu allir minn- ast þess, að félag þetta hóf starf- semi sína hér á landi einmitt með samskonar einokunarsamningum, og vóru þá engir slíkir örðug- leikar fyrir hendi. í öðru lagi mundi félaginu nœgja, að fá á- ætlun kaupmanna um hve mikið þeir muni þurfa af steinolíu til ársins, og virðist þó jafn- vel það hljóta að vera óþarft, því að félagið hlýtur að vita nokkurnveginn nákvæmiega hve mikil olíuþörf landsmanna er, er það um mörg ár hefir haft með höndum nœr alla steinolíu- sölu hér á landi. — En vitan- lega gæti félagið verið alveg ó- hrætt um samkepni hins opinbera ef það ekki ætlaði sér að selja olíuna óhæfilega dýrt, og þess vegna liggur líka í augum uppi, að þessi hnapphelda, sem það er að reyna að smeygja á kaup- menn, væri líka alveg óþörf ef það ætlaði ekki einmitt að selja vöruna óhæfilega dýrt. Vísir hefir heyrt, að enginn hinna stærri kaupmanna hér í bæ ætli að »forskrifa« sig, og er það gleðiefni, og vonandi er að þeir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.