Vísir - 24.06.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 24.06.1916, Blaðsíða 3
v t s;t r I Jást \ o$ s^emv\ Je\3\v h\í Bifreiðaíélaffi Reykjavíkur Mjög gott norðlenzkt SALTKJÖT j « s t \ LOGMENN HHBB Pétur Magnusson, yfirdómslögmaður, Hverfísgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gfslason yfirróttarmálaflutningsmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 • Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaður, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstofutími frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsimi 250 — Prentsmiöja Þ. Þ. Clemenfz. 1916 jm^TRYGGmGARUj Vátryggiö tafarlaust gegn eldi vörur og hiismunl hjá The Brlt• isli Dominion General lnsu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. Q. Gfslason Dei kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nlelsen, Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Aðalfundur r Eimskipafél. Islands hófst í gær á hádegi í Iðnaðar- mannahúsinu. Að honum höfðu verið afhenlir hluthöfum og um- boðsmönnum þeirra aðgöngum. með samtals 14338 atkvæðaseðl- um. Atkvæðin skiftust á hluta- eignina þannig: Landsj. (hlutafé 400 þús. kr. 4099 atkv. Umbm. V.-ísl. (hluta- fé 67700 kr. 1000 — Aðrir hluthafar: a. Samkv. fyrsta útb. með 212825 kr. b. Skv. út- b. V»’15 m. 18150 — 230975 kr. 9239 — Formaður félagsins setti fund- inn og tilnefndi fyrir hönd stjórn- arinnar fundarstjóra E g g e r t Briem yfirdómara en hann kaus sér skrifara Gísla Sveinsson yfirdómslögmann. Tók fundurinn þvf næst til starfa samkvœmt dagskránni: Fyrst gerði fórmaður félagsins grein fyrir starfsemi félagsins og fór lauslega yfir skýrslu þá, um hag félagsins og framkvæmdir frá stofnfundi 17. janúar 1914 til ársloka 1915, sem útbýtt hafði verið prentaðri til fundarmanna. Mun Vísir við tækifæri birta úr henni kafla en láta nægja að þessu sinni að geta þess, að útgjöld félagsins hafa orðið kr. 6,150,38 undir áætlun þeirri sem gerð var í upphaflega hlutaútbððinu, mið- að við heilt starfsár og að frá- dregnum sérstökum kostnaði vegna ófriðarins. Tekjurnar hafa orðið það hærri en hlutaútboð- ið gerði ráð fyrir að nema mundi kr. 274.861,49 á heilu starfsári. — Ennfremur má geta þess, að símskeyti hafði borist til félags- stjórnarinnar þ. 19. þ. m. frá hluta- fjársöfnunarnefnd V.-ísl. og í er skýrt frá að nú séu að fullu inn- borgaðar þær 200 þús. króna, sem V.-ísl. upphafiega gerðu ráð fyjir að ieggja fram, Hafa þá ca. 2000 krónur vanheimtst af því hlutafé sem lofað hefir verið. Gjaldkeri félagsins.EggertClae- sen, gaf yfiilit yfir reikninga fé- lagsins og gerði athugasemdir við hann út af einstökum athuga- semdum endurskoðenda, er flest- ar stafa af skemdum þeim, sem urðu á skjölum félagsins í brun- anum mikla í fyrra. Var sfðan reikningurinn samþ. í einu hljóði. B. H. Bjarnason kaupmaður hafði borið fram tillögu um að þakka stjórninni fyrij starfhenn- ar og það hve skýr og vei gerð- ur reikningurinn væri að öllu leyti og sérslaklega fyrir það hve hár ágóðahluti félagsins væri. — Sú tillaga var einnig samþykt f Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 64 ---- Frh. Henni virtist, þvert á móti, að erfiðleikarnir og hugarstríðið fara svo óöfluga vaxandi meö hverjum deginum, að henni fanst það nú vera að verða alveg óbærilegt. Hún vildi ekki vera aö rifja upp fyrir sér þessa sorgaratburði síöast liðinna vikna. Hún reyndi aö gleyma þessum dögum þegar grunur hennar fyrst vaknaði, grunurinn sem nú var orðinn að fullri vissu. Þaö var ekkert unnið við það, sagði hún við sjálfa sig, að vera að kalla fram aftur endurminninguna um alt þetta. Það eina, sem hún gerði sér Ijósa grein fyrir nú, og var alveg fullviss um, var það að maður hennar væri henni ótrúr og drægi hana á tálar. Hún var í engum efa um sigurhrós Rósabellu, — óvinar síns. En jafnframt var henni líka fullkomlega ljós skyldan, sem á hennar herðum hvíldi, skilda henn- ar sem konu og húsmóöur, skylda hennar gagnvart stöðu hennar í mannfélaginu, og síöast en ekki sízt skyldum hennar gagnvart hinni sjúku og veikluðu kouu, sem hún unni svo heitt, pg sem hún vissi að bar hag barna sinna og velferð svo mjög fyrir brjósti. Já. Þessar skyldur allar höföu miklu meiri rétt til að krefjast allrar athygli Katrínar, heldur en hitt að sökkva sér niöur; í hugarvíl út af atburðum síðastliöinna vikna eða tveggja mánaða. En samt sem áður áttu þó þær stundir sér stað, sem hún gat ekki gleymt þessu. Og þannig var nú einmitt ástatt þar sem hún sat ein og grúfði sig niöur, morguninn sem iengdamóö- ir hennar kom. Það var framkoma manns henn- ar, gagnvart henni, sem hún furð- aði sig mest á, Var hann hræsnari? Væri hann sekur um slíka var- mensku aö vera að draga sig eftir konu þess manus, sem hann kall- aöi vin sinn, og ef vald frú An- trobus yfir honum var svo ríkt að hún gæti látið hann svona fljótt gleyma trúmenskunni gagnvarteig- inkonu sinni, þá var það ekkert undarlegt að hann hefði verið fær um að villa henni sjónir og draga hana á tálar. Þegar hún nú leit yfir liðna daga þá furöaöi hana á því, að hún ekki skyldi hafa getað getið sér þess til hver hætta hjúskaparlífi hennar gæti stafað af Rósabellu. Og henni myndi aldrei hafa kom- ið það tit hugar, að neitt slíkt ætti sér stað, hefði ekki einhver umhyggjusamur, leyndur vinur hennar sent henni hvert nafnlaust bréfið á fætur öðru, og opnað augu hennar fyrir því, sem manni henn- ar og Rósabellu fór á milli, og leitt henni fyrir sjónir hve lítið öf- undsverð aðstaða hennar væri, eins og sakir stæðu í raun og veru. Og í þessuní hræðilegu bréfum var ekki aðeins talað um ótrú- mensku Filipps nú gagnvart henni, heldur var það einnig boriö á hann, umsvifalaust og ótvírætt, sem hún sjálf hafði borið kvíðboga fyrir áður en hún giftist, það sem sé að hann hefði aðeins gifst henni út úr neyð, til þess að ná í pen- ingana hennar, og til þess að gera vilja föður sítis. Þetfa var nú máske það, sem henni féll einna sáast. Hefði nú enginn skuggi verið fallin á ástúðlegt samkomulag þeirra hjónanna, þá hefði þaö verið Kat- rínar fyrsta verk að sýna Filipp þessi bréf, og láta hann ráða hvað hann gerði við þau. En nú fanst henni það ekki eins auðvelt aö gera þetta, enda var maður hennar, þegar bréfin fóru að koma, í þriðja sinn á þremur vikum farinn að heiman í einhverj- um erindagerum, sem hann ekki lét hana vita um. Um erindagerðir hans hafði hún raunar lítið brotið heilann áður, en nú fanst henni það liggja opið fyrir hvers vegna þessar burtuver- ur hans frá heimilinu væru orðnar svo tíðar, og vegna hvers hann ekki segði henni frá orsökinni til þeirra. Það kom heiini því ekki svo mjög á óvart sú frétt sem Edward Antrobus færði hetini, sama dag- inn sem maður hennar fór, að Rósabella kona sín væri líka farin að heiman til borgarinnar. En henni fanst samt sér ekki unt að aumka hann þó hann tilbæði í einfeldni sinni þetta viltidýr, sem hann hafði eignast fyrir konu og þráö svo mjög að fá. Þetta tók nú af allan efa. Og þegar Edward var farinn gat hún ekki tára bundist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.