Vísir - 27.06.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 27.06.1916, Blaðsíða 3
________________ _______________ VlSlR V erslunarstaða. Stúlka sem þekkir vel til vefnaðarvöru, og sem hefur áhuga fyrir verslun, geíur fengið atvinnu við eina af stærstu verslun- um bæjarins. Hátt kaup. Eiginhandar umsókn merkt 119 sendist afgreiðslu þessa blaðs. Vepa mislinga. Meö því að eg ætla aö verja heimili mitt fyrir mislingum þá vil eg hérmeð tilkynna feröafólki þaö, aö eg get ekki hýst ferðamenn eöa selt þeim nokkum greiöa á þessu sumri. p. t. Rvík 26. júní 1916. frá Hæli. Umboðssala mfn á Síld, Lýsi, Fiski, Hrognum og öðrum íslenskum afurðum mælir með sér sjálf. mmm Áreiðanleg og fljót reikningsskil. —» INGVALD BERG Bergen, Norge. LeitlB upplýslnga h]á: Sfmnefnl: Útlbúi Landsbankans á Isaflröl, Beres. Bereen. Bergens Prlvatbank, Bergen. Laukur, onions — Perleög i glösum, Til ferðalaga er áreiðanlega best að kaupa I niður- soðið f Matardeiid Sláturfélagsins, Hafnarstræti — Sími 211. SAGA KVENNHETJTJOAE FEA LOOS besta og fróðlegasta frásögn frá ófriðnum, sem til er á íslensku. Fæst á afgr. Vísis. Skrifstofur H. Benediktssonar, Suðurgötu 8 B, fást á leigu frá 1. október næstkomandi. Semja ber við Pétur Þ, J. Gunnarsson. LÖGMENN ■■■■► ◄ Pétur Magnússon, yfírdómslögmaBur, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brtt- ish Dominion General Insu ’ rance Co. Ltd. Oddur Gfslason yflrréttarmAlaflutnlngsmaBur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Siml 26 Bogi Brynjólfsson yfirréttarmálaflutnlngsmaöur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [uppi]. Sriistofu timi frákl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916 Aðalumboðsin. G. Gfsiason Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V, Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. Með kuldaglott á vörum gekk frú Antrobus burtu frá þeim Kat- rínu og Rupert. En hvorki var hún ánægð né glöð í skapi. Hún gekk inn í hliðarherbergi, því hún vildi ekki vekja eftirtekt, og þurfti að fá tíma til að jafna sig. Hún var, satt að segja, bæði hissa og reið yfir því að Rupert skyldi sýna sér slíka mótstöðu. Reyndar haföi hún aldrei látiö sér detta í hug að minnast hans, á tneöan hann var fjarverandi, — hún þóttist hafa skilið svo við hann að hann væri alveg úr sögunni. Hún hafði, frá því fyrsta, álitið hann aðeins heimskingja, sem ekki væri ómaksins vert að gera sér neinar grillur úiaf. Og þó hann máske hefði þózt verða fyrir svo sárum vonbrigðum, að hann yrði að fara af landi burt, tii þess að reyna að gleyma og jafna sig. hvað gat henni komið það við. En einstöku sinnum, á meðan hún var aö Ieggja niður fyrir sér að- ferðina til þess að komast upp á milli Chestermeres og Katrínar, hafði henni þó flogið hann í hug, þessi uiaður, sem hafði elskað hana og tiibeöiö svo innilega, og myndi halda því áfram æfilangt, að því er hún taldi sér trú um. En nú var hann gerbreyttur. Nú var hann kaldur og rólegur og auðséð var að hann fyrirleit hana. Þetta sveiö henni sárt, einkum vegna þess að henni þótti valdi sínu misboöið með því. Var þessi kaldi, rólegi maður sami maðurinn sem látið hafði í Ijósi, aðeins fyrir rúmu ári síðan, svo heita og ákafa ást til hennar? Var þetta virkilega Rupert sjálfur? Qat þetta verið hann, sem hafði staðið þarna, og án þess að láta sér bregða séð hann koma á móti sér í allri sinni dýrð, hana, feg- urðargyðjuna sjálfa. Það var hræöi- legt að hugsa sér það. Hana svim- aðj við að hugsa til þess ef vald sitt væri þannig á förum, en þá vaknaði hatrið í hjarta hennar. — Eg skal kenna þeim að þekkja hver sterkastur er. Eg skal neyða þau til að viöurkenna þaö. Öll skulu þau verða grátt leikin. En h ú n skal þó fá að Ifða mest af þeim öllum. Hatrið til Katrínar varð æ magn- aðra. Hún hefði getað myrt hana með köldu blóöi, slitið hjartaö úr brjósti þessarar þögulu konu, sem hafði svo miklu sierkari áhrif en hún og nú hafði verið vitni að þessari auðmýkingu, sem hún hafði orðið fyrir af Rupert. Þaö þótti henni jafnvel sárast af öllu aö Katrín skyldi sjá það og heyra. Á leiðinni inn í danzsalinn sá hún manninn sinn standa við dyrn- ar, og vera alls staðar að gæta að sér. Hann var aldrei ánægður ef hann misti sjónar af henni. Hann að minsta kosti viöurkendi þó ein- veldi hennar. Hún brósti dauflega. — Með einu orði gæti eg feng- ið hann til að myrða hvern sem vera skyldi, tautaði hún lágt. Eg get notað hann ef —---------- Hún þagnaði alt í einu. Maöur, sem stóð í dyrunum, snéri sér við og kom auga á hana og gekk á móti henni. — Þér voruð búin að lofa aö danza viö mig, frú Antrobus, sagði hann með ákafa. Eg hefi verið að svipast að yöur en gat hvergi kom- ið auga á yður. Rósabella hló nú kuldahlátrinum gamla, og hristi höfuðið. — Nú danza eg ekki meira í kvöld. Eg er að fara. En þérmeg- ið fylgja mér út að vagninum, ef þér viljið. Eg ætla að segja yður leyndarmál sem þér ekki megið Ijósta upp. Eg er í pólitískum hugs* unum í kvöld. Eg hefi lofað Cheðermere lávarði að koma og hlusta á ræðu hans, og eg ætla að komast burtu héðan, án þess á beri, og það þegar í slað, þvi annars verð eg of sein. Þessi maður sem nú fylgdi henni út var mjög háttstandandi. Hann var hertogi, ógiftur, veliauð- ugur, ófríður og heimskur. En menn óttuðust hann alment ísam- kvæmislífinu, því hneykslissögur voru hans líf og yndi. Hann dáð- ist mjög að Rósabellu og hafði því ekki, enn sem komið var, bor- ið út neinar sögur um hana. Hún hefði nú áreiðanlega getað gengið frainj hjá honum í þetta sinn, en hún stóð við af ásettu ráöi. Hún þurfti að svala sér á þeim, sem stóðu henni í vegi, og það eins fljótt og unt var. — Eg er orðin dauðleið á þessu aðgerðaleysi. Hún lætur aldrei undan, nema hún sé knúð til þess. Og nú skal hún verða það í kvöld. Eg er að mestu tilbúin, og þetta flón, nertoginn þarna, skal hjálpa til að fullkomna ásetning minn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.