Vísir - 05.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 05.07.1916, Blaðsíða 2
ViSIR VISIR A f g r e ! ð s I a biaðsíns á Hótel Island er opin frá kl. S—S á bverj- uni degi, Inngangur frá Vaiiarstrætl. Skrifstofa á sania stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn tll viðtals frá kl. 3—4. Síml 400.— P. O. Box 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Siml 269 Morgunblaðið og matvörurnar skemdu. —o— Morgunblaðsritstjórinn er iðinn við kolann. >Vondar og skemdar matvörur« hefir hann haft til eyðuíyllingar síð- ustu vikurnar. Þar er verið að drótta því að kaupmönnum yfirleitt, að þeir selji vafasamar og sviknar matvörur. Einhver mun þó hafa kent í brjósti um ritstjórann og bent hon- um á, hve fráleit þessi nýsmíð hans væri, með því að allir heiðarlegir kaupmenn myndu kosta kapps um að hafa góðar matvörur á boðstól- um, og að samkepni í vöruvönd- un sé jafn sjálfsögð hér á landi sem annars staðar, þar sem frjáis verzlun er. — Ræð eg þetta af merkilegri grein í Morgunblaðinu í gær. Fyrirsögn greinarinnar er: > Vond- ar matvörur« og hljóðar ein klaus- r an þannig: »Hér á landi, þar sem ef til vill einn einasti heildsali getur birgt upp alla kaupmenn að einni vöru, þá gæti vel fariö svo, að ekki fengist annað en annars- eða þriðja flokks vara, og það eru svik gegn almenningi í heild sinni. — Á þessu sviði myndi ekki vera um samkepni að ræða í vörugæðum og eftirlit því nauð- synlegra«. Með þessu hygzt ritstjórinn að hitta naglann á höfuðið. Er það heildsalanna að bera af sér höggið, og læt eg þá um það. Hitt er, að meiri en meðal grunn- hygni þarf til þess aö ætla,' að einn einasti heildsali geti birgt upp alla kaupmenn að einni vöru. Ritstjórinn spyr sjálfan sig, hvert senda eigi allar þær sviknu vörur, sem framleiddar eru í heiminum. Spaklegt er svarið. Hingað til Iands kveður hann þær sendar. Á íslandi segir hann | opinn markað fyrir skemdar og sviknar vörur, því hér er dítil vöru- þekking fyrir hendi og ekkert eftir- Iit.« Kaupmenn kunna líklega ritstjór- anum þökk fyrir »komplímentin«. Ritstjórinn segir að saft og sætu- mauk hafi ill áhrif á magann til lengdar og hljóti því að vera mengað sýrum og sakkaríni Veslings maðurinn! Ætli þessi magakvilli, sem hann minnist á muni ekki orsakast af of mikilli umhugsun um vondan mat eða illa tuggnum matargreinum. »Annars staðar, þar sem stjórn- semi er orðin dálítið þroskuð, þá hafa opinber stjórnarvöld eftirlit með matvörugæðum« segir ritstjórinn. Þetta er alveg rétt og það eina sem sagt er af einhverju viti hjá ritstjóra. Hifði þeir sneið sem eiga. — Eg tek undir meö ritstjóran- um: Meira eftirlit. Eftirlit bæði til sjós og lands. G. Eúsneskt kveníolk í stríðinu. 1— o— Frh. Allstaðar á Rússlandi finnur mað- ur iil þess, að konan reynir sitt ýtrasta tll þess, að standa mannin- um jafnfætis. Hjá verkalýðnum og smábóndanum vinnur hún hina sömu vinnu og maðururinn, og tekur þátt í öllu hans starfi og fé- lagsskap. Hjá ríku og mentuðu flokkunum reynir hún ætíð aö fylgjast með manni sínum að minsta kosti. Það eru margir staðir til í Pét- ursborg og öðrum borgum lands- ins, sem notaöir eru fyrir fólk að koma saman í á kvöldín, til að tala um mentamál, stjórnmál, trúmál og hvað annað, og taka þátt í því konur og karlar. Eg hefi oft orð- ið hissa að hlusta á ungar stúlkur ræða mentamál, stjórnmál, trúmál og hitt og annað viö mentaða menn, og þær huldu fyllilega upp sínum skoðunum. Slíkt finn eg ekki hjá þjóð minni. Nú, þegar maður athugar þetta frelsisjafnræði karla og kvenna, er það þá nokk- uð til að furða sig á, aö fjöldi rúss- neskra kvenna eru í stríðinu ? Nei, þær eru svo Vanar við að skoða sig sem jafnoka mannsins, og að vinna hvaöa vinnu sem er sam- hliöa honum, að það, aö fara í karlmannabúning og grafa sköt- grafir eöa gera hvaða annan her- mannastarfa sem er, veldur engu hneyksli, hvorki hjá konu eða karli. En hvað mundi heyrast hjá ensku og ameríkönsku þjóðunum ? Eg þarf ekki að segja það, þú veizt lesari góður, hvað það er, sem fólk myndi segje. En hjá hverri af þessum þremur þjóðum er þá siðferðistilfinningin mest þroskuð? Siðferðishúgniynd Rússa er nokkuð öðruvísi en okkar. T. d. er hjóna- skilnaður mjög sjaldgæfur hjá Rúss- um, því kirkjan leyfir hann ekki. En samt eru þar hjónaskilnaðir, er í sannleika eru mikið mannúðlegri en þessir löglegu hjónaskilnaðir okkar. Þegar rússneskum hjónum kem- ur saman um, að þau ættu ekki og geti ekki lengur búið saman, þá er það alt sem þau þurfa að gjöra og gjöra — að tilkynna aðstandend- um og nágrönnum, að þau séu ekki lengur gift, og ailir álíta það fullnægjandi, og það er svo ekkert meira um það. Og vilji annað eða bæði giftast á ný, er það gert á sama hátt, með því að eins að til- kynna það nágrönnum og aðstand- endum, að í augum guðs og sjálfs sín sé þau gift, og Rússland álítur það fullnægjandi, þó að kirkjan | hafi ekki og geti ekki helgað það. — Rússneska þjóðiu varð mjög æf út af því að Maxim Gorky, hin- um mikla rússneska rithöfundi, var i &annað af Bandaríkjastjórninni, að taka sér bólfestu þar með konu i sinni. Bandáríkjastjórnin sagði, að Gorky væri ekki kvæntur konunni sem nú var með honum, og þess vegna væri hans »mórall« ekkinógu góður fyrir sig. En Gorky og kona hans höfðu tilkynt rússneku þjóðinni, að þau væru gift f guðs augum, því þau elskuðu hvort annað og það dugði á Rússlandi, en hjá ensku þjóðunum er siðferðið á svo háu(?) stigi, að Gorky var ólíðandi og óalandi. Rússa undrar mjög á hinum mörgu löglegu hjónaskiln- : uðum í Bandaríkjunum. Þetta frjálsræði í vali til hjóna- bandsins, er eitt af því, sem hefir lyft rússnesku konunni upp, og gert hana að jafningja mannsins í flestum greinum. Kvenfólkið tekur alt eins mikinn þátt í stjórmálum og öðrum framfarahreyfingum með þjóðinni, eins og karlmennirnir. — Já, það eru konur til meðal Rússa sem standa eins framarlega í menta- og stjórnmálum eins og beztu karl- menn þjóðarinnar. Til dæmis er ein kona í framkvæmdarnefndConsti- tutional Democratic flokksins, scm er í eins miklu áliti og orð hennar og gerðir hennar eins mikils metið eins og beztu manna flokksins. í Odessa er sá merkilegasti og þarflegasti felagsskapur kvenna, er eg hefi þekt. Það er »The Woman’s Legal Aid Society«. Sá félagsskap- ur hefir það fyrir starf sitt að hlústa á kærur og kvartanir fátækra kvenna af öllum stéttum og hjálpa þeim. T I L MINNIS: Baðhúsiö opið v. d. 8-8, kl.kv. til 11 Borgarst.skrifdt. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimínn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgöin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaöahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjéðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Klrkjustræti 12: Ahn. lækningar á þriðjud. og föstud. . kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3, Augnlækningar i Lækjargötu 2 á riiið- vikud, Kl. 2—3, landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Þetta íéiag hefir ætíð viö hendina tvo þá beztu lögmenn, sem er að fá. Eg hefi séð forseta félagsins, sem auðvitað er kvenmaður, sitja í tvo klukkutíma á dag milli tveggja lögmanna til þess að hjálpa þess- um aumingjum á einn eða annan hátt. Og þar var enginn látinn synjandi í burtu fara. Frh. Trúmáladeilur í f Danmörku. Mál Arboe Rasmussens prests í Danmörku er orðið alkunnugt hér á landi. — Hann hafði sótt um prestakali í Vaalse árið 1913 en biskup hans mælti á móti því að umsókn hans yrði tekin til greina, vegna þess að trúarskoð- anir hans vaeru ekki í samræmi við þjóðkirkjuna, en sóknarnefnd- in krafðist þess og lögðu svo 4 af 5 sóknarnefndarmönnum það til að Rasmussen yrði veitt kall- ið.— En þá hófu »kirkjufeðurn- ir« málaferlin út af trúarskoðun- I 1 um prestsins og þótti mörgum undarlegt, að ekki hafði fundist ástœða til þess fyr, því að Ras- mussen var þjónandi prestur í þjóðkirkjunni. Leit því svo út, sem sáluhjálp Vaalse-sóknarbúa lægi yfirmönnum kirkjunnar þyngra á hjarta en fyrri sóknar- barna Rasmussens. — Málaferl- um þessum lauk á þann hátt, að hæstiréttur sýknaði prestinn, og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.