Vísir - 13.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 13.07.1916, Blaðsíða 3
v 1 s'M Brauð og frið. Ensk blöð flytja þær fregnir, eftir hollenskum blöðum, (Tele- graaf), að uppþot hafi víða ver- ið gerð í borgum á Þýskalandi laust fyrir mánaðamótin. í Stuttgart og Karlsruhe fór múgurinn um göturnar oghróp- aði: »Frið og brauð«. Voru það hæði karlar og konur. -- Lög- reglan hafði skorist í leikinn og handtekið bæði konur og karla, sem álitið var að stofnað hefðu til óspektanna. Pýskur þingmaður, Muller, frá Meiningen, segir í bréfi til mat- vælaráðherrans að sykurvandræði séu mikil í Thuringen, kveðst hann stöðugt vera að fa umkvart- anir og óánœgjan fari vaxandi dag frá degi, en heimskuleg flutn- ingabönn milli héraða valdi mikl- um örðugleikum. Að endingu skorar hann á ráðherrann, að sjá um útvegun á sykri, ávöxtum og grænmeti - annars megi vœnta hinna alvarlegustu afleiðinga. hefði farið með »ósvífna lýgi« í bindindisræðu einni. Lftur svo út sem amtm. hafi tekið munninn heldur fullan og blaðið var sýkn- að. — Eftir aö dómur féll sótti amtm. um Iausn frá embættinu með eftirlaunum,ogbar því við að hann áliti áð hann gæti ekki setið í embætti eftir þennan dóm. Lausn var honum veitt og 3500 kr. í eftirlaun. — Haldið er að amtm. ætli að reyna að fá málinu áfrýjað. til hæsta- réttar. Aarrestad. Amtmaður einn í Noregi, Aarre- stad að nafni, höfðaði meiðyrða- mál á móti blaðinu Aftenposteh fyrir þau ummæli að amtmaður Feitmeti. Það er víðar feitmetisskortur en í Þýskalandi. í norsku blaði er nýlega sagt frá því, að norskir feitmetisinnflytjendur hafi sent menn á fund bresku stjórnarinn- ar til að semja um flutning á feit- meti frá Ameríku. Tilkynning. Skipin »£earl Hereford*, »Eggert Ólafsson«, »íslendingur« og »Varanger« fara héðan til Akureyrar næstk. sunnudag 16. þ. m. Fólk það sem ráðið er til síldarvinnu hjá eigendum fyrnefndra skipa verður flutt út frá steinbryggjunni kl. 2—4 e. m. . Reykjavík ^1/? 1916. Elfas Stefánsson. Ungur, efnilegur piltur / • getur samstundis komist í læri í brjóstsykursgerðinníí Lækjarg. 6B. Hækkandi kaup. Sími 41. Siírims-kompás sem sjá má á neðan frá óskast til kaups. Matthías Olafsson, , Ingólfshús, Reykjavík. I VATRYGGINGAR J I Brunatryggingar, sæ- og stríösvátryggingar. A. V. Tulinius, Miöstræti 6 — Talsími 254 Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstiæti 1. N. B. Nielsen. LOGMENN =1 Oddur Gíslason yflrréttarmálaflutnlngsmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Sitni 26 Bogí Brynjóffsson yflrréttar málaf lutnlngsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstovutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Pétur Magnússon, yfirdcmslögmaöur, Hverfísgötu 30. Sími 533 — Heima kl 5—6 . Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916 Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 5 —— Frh. Létu þeir nú þær fréttir berast út um alt að flutningsgjaldiö til Lindermann-vatnsins væri stigið upp í 50 cent. Alt í einu varð mannfjöldinn fyrir utan búöardyrnar sýnilega mjög ókyr. Menn hvísluöust á í ákafa og allir störðu á þrjá menn, sem komu gangandi eftir götuslóð- an«rn sem lá niður að þorpinu. Þessir þrír menn li*u út eins °g fólk flest, þar um slóðir. Þeir voru illa klæddir, jafnvel garmalega til fara. Og ,- hverju því þorpi þar sem siöaðir rnenn búa, myndi alt útlit þeirra hafa orðið til þess, að þeir samstundis hefðu verið teknir fastir, sem flakkarar og landshorna- menn. — Það er franski Louis, hvísl- aði nú hver að öðrum. Það er hann sem á þrú samliggjandi náma- !önd í Eldorado, hvíslaði sá sem stóð næstur Fronu að henni. Hann á að minsta kosti tíu miljónir. Franski Louis, sem gekk spöl- korn á undan samferðamönnum sínum, leit nú samt ekki út fyrir að vera slíkur burgeis. Hattinn hafði hann mist einhvers staðar á leiðinni, og hafði mí bundið rifn- um silkivasaklút um höfuðið. Og þrátt fyrir það þó hann ætti tíu miljónir bar hann nú sjálfur ferðatöskuna sfna á bakinu. — Og þessi, þessi þarna með mikla skeggið er Bill Straumur, sem er annar Eldorado gullkongurinn, hélt maðurinn áfram. — Hvernig veiztu það? spurði Frona. — Hvernig veit eg það, át mað- urinn eftir. Myndin af honum hefir verið í hverju einasta blaði núna í síðastliðnar sex vikur. Sjáðu! og hann tók nú upp hjá sér eitt af þessum blöðum. Og myndin er svo uauða lík honum, þar aðauki, Eg er búinn að sjá hana svo oft að eg gæti þekt hann af hejini þó hann væri innan um þúsund manns. — Og hver er nú sá þriðji? spurði hún. Maðurinn tylti sér á tá til þess að sjá betur. — Eg veit ekki, sagði hann svo, en hnypti um Ieið í þaim, sem næstur honum stóö, og spurði: — Hver er þessi grannvaxni blíðlegj, maður, — þessi á bláu skyrtunni og með bótina á hnénu? En í sama bili rak Frona upp gleöiðp og stökk áfram. — Matti! kallaöi hún, Matti McCharty. Maðurinn með bótina á hnénu L hristi hönd hennar hlýlega. þó hann sýnilega ekki kannaðist við haná, og tortrygnin skein út úr svip hans. — Ó, þú manst þá ekki eftir mér, sagði hún. Og vogaðu þér ekkiað þræta fyrir það. Ef að bara væru nú ekki svona margir hér, sem horfðu á okkur, þá skyldi eg faöma þig, gamla greyið mitt. Og svo fór stóri björninn heim til litlu bjarnanna, þuldi hún nú mjög al- varleg, og litlu birnirnir voru mjög hungraðir. og stóri björninn sagði: ,Oetið þið nú hvað eg færi ykkur, börn/ Og einn af litlu björnunum gat upp á bláber, annar upp á lax, sá þriðji broddgölt. Og þá hló stóri björninn Hæ, hæ, hæ, og sagði: ,Eg kem rneð stórann og feitan mann!' Hann hlustaði þegjándi á hana og smátt og smátt var auðséð að hann rankaði við þessari gömlu barnasögu. Hann fór að hlæja og •sagöi: — Jú, jú, vissulega kannast eg við þetta, en svei mér sem eg man nú samt hver þú ert. Hún benti honum á búðina en sagöi ekkert, og beið við eftirvænt- ingarfull. — Nú man eg, mí þekki eg þig. Hann gekk nokkur spor aftur á bak og virti hana fyrir sér frá hvirfli til ilja. En svo kom vonbrigðasvipur á andlitið. Nei, þsð er ómögu- legt. Mér hefir missýnst. Þú hefir aldrei getað átt heima í þessum skúrkofa þarna, sagði hann og benti á búðina. Frona kinkaði kolli í ákafa. — Nú jæja. Það ert þá þú, sú sama, samt sem áður. Það ert þá þú, móðurlausa eftirlætisgoðið með gullhárið sem eg kembdi og greiddi úr flókanum svo oft, — Jitla íöfranornin, sem hentisf ber- fætt út um allar grundir. — Já, já, sagði hún glaðlega og samsinnandi. — Litli púkinn, sem stalst hundasleöanum mínum og raukst yfir skarðið um háveturinn baratil þess að** gæta að hvort veröldin endaði ekki hinumegin viö það, eins og Matti McCarthy hafði sagt frá í einnLaf sögunum sínum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.