Vísir - 15.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 15.07.1916, Blaðsíða 2
VtSIR VISIR A f g r e I ö s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá ki. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur Irá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 3-4. Sími 400.- P. O. Bcx 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þarfást Regnkápur, Rykfrakkar fýrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að veraia en i FATABÚÐiNNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Grikkland. Morðtílraun við konunginn ? í sfmskeytum sem hingað hafa borist, hefir það verið fullyrt, aö bandamenn hafi krafist þess af Grikkjum að þeir afvopnuöu her sinn. En þýzk blöð segja ööruvísi frá. Hamburger Freunden- blatt segir svo frá: Gríska ráðu- neytið hefir afráðið að afvopna al- gerlega bæði her og flota. Með þessu á að vera komið í veg fyrir að bandamenn fái því framgengt, sem þeir ætluðu sér er þeir lögðu hafnbann á landið. Auk þess kem- ur það sér illa fyrir bandamenn, að Grikkir afvopna nú, þó þeir hafi krafist þess áður. Hvernig á því stendur, getur maður aðeins leitt getum aö. Enginn efi er á því, að bandamenn ætla að reyna að koma af staö sfjórnarbyltingu í landinu og sfeypa konungsættinni frá vöidum. Enda hefir sú fregn borist frá A'þenu, að konungi hafi veriö veitt banatilræði. Tilræðið mistókst og illræðismaðurinn var tekinn höndum. Eftir að tilræðið var gert urðu uppþot raikil i borginni meðalföð- urlandsvina, menn söfnuðust samau fyrir utan skrifstofur blaöa Venize- losar og hrópuðu heillaóskir til konungsins og brutu rúður úr gluggunum. Af þess má sjá, að afvopnunin hefir ekki farið fram eftir kröfu bandamanna, heldur fyrst og fremst af tilliti til fjárhags landsins, sem ekki hefir geiað staðizt hin miklu útgjöld sem leiddu af því að hafa stóran her stöðugt undir vopnum. Afvopnunin hefir líka vakiö mik- inn fögnuð, bæði í þinginu og meðal þjóðarinnar, sem nú getur rækt atvinnuvegina, landbúnað og verzlun, miklu betur en unt var meöan fullkomið hernaðarástand var í landinu. — Þá er það vart hugs- anlegt, að bandamenn sjái sér fæit að bera ábyrgðina á því, aö þröngva mjög kostum landsins og halda áfram hafnbanninu, þegar það hefir ekki meiri her en á friðartímum, — Því verða þeir aö sætta sig við þaö, að vonir þeirra um að flækja Grikklandi inn í ófriöinn, séu nú í eitt skifti fyrir öll að engu orðnar. Ur frönskum blöðum. í veraldarsögunni er oft sagt frá, að þetta og þetta skáld hafi átt mikinn þátt í sigurvinningum þjóð- anna, því söngvar hans hafi örfað hermennina. Auðvitað hafa mörg skáld orðiö til að yrkja í þessum ófriði, en hvað Frökkum viðvíkur, þá er að sjá sem hermenn þeirra, hinir aðdáanlegu »poilus«, þurfi ekki uppörfunar við, og mælsku- mennirnir beina því mikllu fremur hughreystingarorðum til þeirra sem heima sitja og hugsa kvíðnir til tramtíðarinnar. Þannig hafa mestu og beztuvís- indamenn Ftakka látið birta 12 uppörfunar- og hughreystingarbréf, og hefir hinn nafnfrægi prófessor, Lavisse, ritað hið síðasta.’ Bendir hann löndum sínum og öllum iesendum á, hvílíkt lífsafl og fjör hafi frá aldaööli búið meö frakknesku þjóöinni. Rekur hann sögu Frakklands langt aftur í tímann, alt tii 100 ára ófrið- arins milli Englendinga og Frakka. Þegar Karl 6. dó (1422) leit illa út í Frakklandi, en fátæk bónda- stúlka, Jeanne ’d Arc, varð þá til þess að bjarga Iandinu, en eftir þennan langvinna ófrið var mikið af landinu í auðn, og líkt ástatt eins og í þeim héruðum, sem Þjóö- verjar nú hafa lagt í eyði. Biskup- inn í Beauvais skrifaði Karli 7. bréf til aö lýsa ástandinu, og mætti ætla að það væri ritaö nú á tímum: »Hvaö margar kirkjur hafa verið brendar ? Bændur hafa veriö hand- teknir og þeim haldiö í varðhaldi þar sem þeir urðu aö þola alls- konar óþrifnað, og þeim hefir ekki verið slept fyr en þeir höfðu borg- I að meira en þeir áttu fyrir .... Alt er á fallanda fæti og Iiggur við glöiun........ En varla er friöur kominn á, þá lifnar yfir öllu og öllum. Bænd- urnir, sem komu úr ánauöinni, vinna jörðina af tvöföldu kappi, og ekki líður á löngu fyr en búið er að yrkja x/s meir af landinu en áð- ur. Iðnaöurinn eykst stórum. Á markaðmum í Lyon koma saman kaupmenn allra þjóða. Karl 7. er ekkert átti og ekkert gat þegarfaðir hans dó, varö einn mesti þjóðhöfð- ingi álfunnar. Líkt varð og um Hinrik 4. (1589). Þegar hann kom til valda, stóö líkt á fyrir honum og Karli 7, Hann segir sjálfur frá því, að fötin sín hafi verið slitin og aö hann hafi þurft að þyggja mat hjá vinum sínum. En honum tókst einnig að vinna bug á óvinum sínum, bæði innan lands og utan, en eftir þetta 40 ára stríð var Frakk- land eius illa útleikið eins og eftir 100 ára stríöiö við Englendinga. Sendiherra nokkur ritar: Það er ekki ein einasta aðalsætt í Frakk- landi, þar sem ekki annaðhvort fað- irinn eöa sonurinn hefir verið drep- inn, særður eða handtekinn. 4000 hallir voru lagðar í eyöi, 9 borgir gersamlega eyðilagðar og í þorpun- um voru brunnin samtals 125,000 hús og yfir 700000 manna drepnir. Betlarar, fióttamenn og vinnulaust fólk þyrptist til stórborganna og i Parísarborg héldust við í einum kirkjugaröi 150,000 manna. P a s q u i e r segir aö ef einhver hefði sofið í þessi 40 ár, sem sfríðið stóð og vaknað svo á eftir, þá mundi honum ekki hafa þótt það vera Frakkland er hann leit aftur, heldur lík Frakklands. En alt fór á sama veg og áður, þegar friður kemst á, þá blómgast landið undir eins aftur, verzlun og iðnaður tvöfaldast og alt tekur nýj- um framförum. Sendiherrar, sem komu til Frakklands skömmu eftir dauöa Hinriks 4 skrifa stjórninni í Feneyjum að Frakkland, þrátt fyrir Iiönar hörmungar hafa ekki mist neitt af krafti sínum — — lík- aminn er hraustur og hefir aðeins eflst og þroskast við sjúkdóma og þrautir*. Og eftir síðasta stríðið (1870—71) rísa þeir svo fljótt við aftur að jafnvel svarnir óvinir þeirra verða að dáðst að þrautsegju þeirra. Þann- ig ritari Blilow kanzlari í bók sinni um pólitík Þjóðverja: »Frakkar hafa óbilandi trú á lífs- krafti þjóðarinnar og byggja á.vith- isburði sögunnar*, og hann bætir við: «engin þjóð hefir nokkuru- sinni bætt eins fljótt úr afleiöing- um af böli slríðs og styrjaldar. Engin þjóð hefir jafnfljótt rétt við og fundið hjá sér sjálfstraust og rögg til nýrra framkvæmda eftir hrakfarir, sem sýnast máttu óbæt- andi. Oftar en einu sinni hefir Evrópa haldið aö af Frökkum gæti engin hætta stafað framar, en áður en varir eru þeir orðnir eins efldir og áður eða jafnvel efldari. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifst. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl, 12-3 og 5-7 v.d Islandsbankl opinn 10-4. K, F, U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravltj.tími kl, 11-1. Landsbankfnn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Land6sím(nn opinn v. d, dagiangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, siðd, Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 í Samábyrgðin 12-2 og 4-6. ! Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjéðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis iækning háskólans Kirkjustrætl 12: Alm. lækningar á þrlðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlæknlngar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. andsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Ósigur Frakka 1870 hafði verri afleiðiugar fyrir Frakka en nokkur ósigur áður en hann hefir ekki brot- ið kraft þessarar miklu fjörþjóöar*. Thora Friðriksson. Traustsyfirlýsing til frönsku stjórnarinnar. I júnímánuði var tekinn upp sá siður í franska þinginu, að halda við og við fundi fyrir lok- uðum dyrum. Á þeim fundum skýrir stjórnin frá ýmsum athöfn- um og fyriraitlunum, er snerta ó- friðinn en ekki þykir ráðiegt að gera opinberar. — Eftir sjöunda lokaða fundinn var á opnum fundi í þinginu borin fram rökstudd dagskrá sem fól í sér traustsyfir- lýsingu til stjórnarinnar og var hún samþykt með 454 atkv. gegn 89. í traustsyfirlýsingunni er því lýst yfir, að þingið viiji halda áfram sem nánastri samvinnu við stjórnina, til að tryggja sem best hervarnir ríkisins, en ætli ekkl að öðru leyti að hafa afskifti af herstjórnarframkvæmdum. Þingið lýsir yfir lotningu sinni fyrir hetju- hug hers og flota bandamanna og hefir vaxandi trú á sigri rétt- lætisins og frelsisins. Með þeim hluta dagskrárinnar sem traustsyfirlýsingin var fólg- in í greiddu 440 atkv. með en 97 á móti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.